Titill

Mynd

Kennsluáætlanir

Námskeiðslýsingin  er  grundvallarskjal  sem best  er  að  koma  fyrir  efst  á titilsíðu námskeiðs.

Auðveldara og fljótlegra er að opna vefskjöl en Word-skjöl Lagt er til að allt slíkt efni sé á svokölluðu pdf-sniði.   Áhugavert er að tengja ýmsar upplýsingar af vef skólans er varða námskeiðið og raunar námið í heild og gera þær þannig aðgengilegar á einum stað. Má þar nefna lýsingu í kennsluskrá, upplýsingar um tæknilegar forkröfur, um þjónustu, stundatöflur, próftöflur o.s.frv. Algengt er að kennarar noti sérstaka vefi (kennsluvefi) til þess að miðla kennslugögnum, fróðleik er tengist greininni og öðru efni. Í sjálfri kennsluáætluninni má þannig tengja margvíslegt efni er varðar námið sjálft, leslista, verkefnalýsingar, ítarefni o.fl. sem kann að vera sett upp á
kennsluvef. Þannig verður margvíslegt efni aðgengilegt með einum músarsmelli sem annars tæki lengri tíma að finna.

Þá er einnig algengt að birta ítarlega kennsluáætlun unna í Word, sem er jafnvel 10-15 síður í útprentun og láta þar við sitja. Slík skjöl eru auðvitað nauðsynleg en í þeim skilningi þó að til standi að prenta þau út til aflestrar.
Til viðbótar við kennsluáætlanir af þessu tagi er nauðsynlegt að birta þær einnig í breyttu formi til lestrar á vefnum (Moodle eða kennsluvef) og gilda
þá önnur lögmál, efnið bútað niður, leslistar sér og verkefnalýsingar eftir
því hvernig náminu er skipað í námsþætti og s.frv.

Kennsluáætlanir fyrir fjarnám eru almennt frábrugðnar því sem tíðkast í staðbundnu námi. Þær þurfa að mörgu leyti að vera nákvæmari og með upplýsingum sem síður er þörf á að koma til staðnema. Kennari í
staðbundnu námi þarf t.d. að myndast býsna vel til að áhugavert sé að hann
sé sýnilegur í kennsluáætlun, hann er hvort eð er fyrir augum nemenda nær daglega. Í fjarnámi er þetta aftur á móti bráðnauðsynlegt og hið sama á
raunar við um allan nemendahópinn. Í staðbundnu námi þarf ekki að fara
mörgum orðum um    samskipti og samvinnu í kennslustundum en í fjarnámi
er mikilvægt að kennari skilgreini sem best hvaða þjónustu nemendur mega vænta, t.d. á umræðuvef, í persónulegum samskiptum með tölvupósti eða

¬¬¬¬eftir atvikum í rauntímasamskiptum. Þá er mikilvægt að geta um síma og símatíma ef þeir eru í boði og veita fjarnemum ennfremur upplýsingar vegna annarrar þjónustu, tækni- og bókasafnsþjónustu og aðgengi að ráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað eru þessar upplýsingar flestar
aðgengilegar einhvers staðar á vef skólans en jafnan er eitt hér og annað
þar. Fjarnámið er í eðli sínu einmanalegt og nemendur verða af þeim sökum
oft aðfaralitlir af ýmsu smáu. Nálægð skiptir þá miklu máli eftir því sem við verður komið. Vel útfærð kennsluáætlun með sérþarfir fjarnema í huga
er vísast mikilvægur upphafspunktur í árangursríkri fjarkennslu.
Dæmi um efni sem æskilegt er að gera aðgengilegt á einum stað : Innskráning og tölvustillingar.
Spurt og svarað. Spurningar og svör við algengum vandamálum.
Tenging við lýsingu í Náms- og kennsluskrá
Þjónusta
Námsráðgjöf
Fleiri atriði mætti tengja, m.a. stofubókanir, próftöflur o.fl.

Afrit af vef Kennaraháskóla Íslands frá 21. september 2005
[Sótt 3. des. 2008 af http://www.khi.is/handbkennslu]

Hvaða þýðingu hefur góð kennsluáætlun?

1.    Undirstrikar vandaðan undirbúning og bætir hann.
2.    Auðveldar nemendum að átta sig á heildarskipulagi námskeiðsins og
Þeim kröfum sem gerðar eru.
3.        Auðveldar samstarf kennara (þeir hafa gleggri mynd af því sem kennt er).
4.    Hefur þýðingu fyrir stjórnendur (yfirsýn, upplýsingar).
5.        Er upplýsandi um inntak námsins og kröfur (t.d. fyrir þá sem eru að velta fyrir sér námi á brautinni).
6.    Bætir ímynd námskeiðsins, kennarans, námsins, skólans.

Einkenni vandaðrar kennsluáætlunar

1.    Nafn námskeiðs, númer, einingafjöldi, misseri, ár.
2.    Lýsing á forkröfum ef einhverjar eru.
3.        Upplýsingar um umsjónarmann námskeiðs: Netfang, veffang, símanúmer (faxnúmer ef við á), stutt kynning (menntun, reynsla, þekking á viðfangsefninu, áhugasvið), viðtalstímar (eða: hvernig er best að ná til mín).
4.    Kynning á öðrum kennurum. Mælt er með því að setja í
kennsluáætlun jákvæð ummæli um kennara (… hefur langa reynslu af
… hefur skri   fað bækur … hefur unnið við … er landskunn(ur) …)
5.    Helstu markmið námskeiðsins (þekking, skilningur, færni, viðhorf).
Mælt er með skilmerkilegri markmiðssetningu sem tekur til meginatriða.
6.    Lýsing á inntaki og meginviðfangsefnum.
7.    Greinargerð um þýðingu námskeiðsins. Mælt er með því að markmið
og inntak sé sett í samhengi (t.d. við þá menntun og það starf sem námskeiðið tengist).
8.    Kennslufyrirkomulag. Stutt lýsing á helstu atriðum og þeim kröfum
sem hvert þeirra gerir til nemenda.
9.        Dagskrá námskeiðsins (þar sem fram koma tímasetningar og kennslustaðir).
10. Upplýsingar um lesefni. Mælt er með stuttri greinargerð um
aðallesefni (t.d. hvers vegna valið, upplýsingar um höfund, leiðbeiningar um lestur og hvar efnið fæst).
11. Lýsing á ítarefni, viðbótargögnum, efni á Netinu.
12. Lýsing á námsmati. Greinargerð um einstaka þætti námsmats, helstu matsviðmiðanir, vægi matsþátta og endurgjöf (einkunnir,
vitnisburður). Upplýsingar um próf, próftíma og prófkröfur. Ath. að gerð er krafa um fjölþætt námsmat.
13. Upplýsingar um þau gögn / búnað sem nota þarf  á námskeiðinu.
14. Upplýsingar vegna fjarnáms (t.d. hversu hratt svarað er eða hvenær það er gert)
15. Sérstakar áherslur, kröfur, aðstæður (… mikil áhersla er lögð á …
þess er vænst að … hlakka til …).

Einnig þetta:

1.    Til eru fleiri litir en hvítur og fleiri stærðir en A4.
2.    Skemmtilegar myndir geta haft þýðingu.
3.    Kennsluáætlanir mega gjarnan vera persónulegar.
4.    Kímni hefur alltaf sitt að segja ef vel er með farið.
5.        Endurspeglar lýsingin áhugavekjandi, þýðingarmikið og ögrandi námskeið?