Office forritin

Samningur á milli RHÍ og Microsoft gefur starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands opinn aðgang að Office 365. Þetta þýðir að með Office 365 hefur þú aðgengi að Office forritunum í öllum netttengdum tölvum, án þess að hafa þau uppsett (á sjálfri tölvunni). Eins getur þú sett upp Office á borðtölvunni heima hjá þér og í vinnunni en hver og einn hefur 4 notendaleyfi, sem þýðir að þú ert ekki bundinn við eitt tæki í senn. Fyrir þau ykkar sem safna öllu og henda engu þá gleður mig að segja ykkur að við höfum aðgengi að 1TB (terrabæti) í geymsluplássi. Office býður upp á Word, Excel, PowerPoint, Outlook, OneNote og OneDrive. OneDrive er skýjaþjónusta Microsoft sem auðveldar notendum að nálgast gögnin sín hvar sem er og gerir notendum auðvelt með að deila skjölum eða möppum til annarra notenda. Allt gerist þetta á skýi sem gerir það að verkum að skjölin eru alltaf uppfærð, sama í hvaða tæki viðkomandi nálgast þau. Það ber þó að taka skýrt fram að þessi skýjaþjónusta fer öll í gegnum Microsoft og eru því gögn notenda geymd hjá þeim en ekki hjá RHÍ.

Byrjið að nota Office 365:

1) Opnið vafra og farið inn á: office365.hi.is
2) Innskráningarsíðan birtist og þar eruð þið beðin um netfang og lykilorð. Setjið hér inn HÍ netfangið ykkar (með @hi.is) og svo sama lykilorð og inn á Uglu:

Einnig er hægt að nota Yammer, Delve og Video.

YammerYammer er innbyggður samfélagsmiðill, sem nýtist við hópvinnu eða önnur samskipti nemenda og kennara tengd námi og kennslu. Notið Yammer til þess að tengjast nemendum og/eða samstarfsfólki, vinna saman að verkefnum, deila gögnum og hugmyndum hvar og hvenær sem er. Hægt er að bæta við notendum og búa til mismunandi hópa til þess að auðvelda samvinnu. Fyrir notkun á snjalltækjum er hægt að sækja smáforrit og þá er auðvelt að vera í sambandi á ferð og flugi.

Delve er leitarvél sem gerir þér kleift að leita að upplýsingum í gegnum allt Office efnið þitt. Þú þarft ekki að muna titil né staðsetningu og færð einungis upp skjöl sem þú hefur þegar réttindi að. Með Delve getur þú skoðað upplýsingar um samstarfsfólk og breytt eigin upplýsingum. Þegar þú og samstarfsfólk þitt skoðið, breytið og deilið skrám er Delve á sama tíma að safna upplýsingum um vinnubrögð ykkar til þess að aðlaga heimasíðuna að ykkur og því eru upplýsingar settar upp á mismunandi hátt á heimasíðu hvers og eins.
officedelveVideo auðveldar miðlun myndskeiða og getur þú gefið ákveðnum aðilum aðgang og réttindi að myndskeiðum innan HÍ. Örugg leið til þess að deila náms- og kennsluefni þar sem þú ákveður hver hefur réttindi á þinni rás. Auðvelt er að stofna þína eigin myndskeiðarás, þar sem þú hleður inn efni úr tölvunni eða öðru snjalltæki og deilir með öðrum. Hægt er að nota Yammer til þess að deila rásinni þinni með starfsfólki eða nemendum.
Sú þjónusta sem við höfum aðgengi að með Office 365 getur auðveldað hverskonar samvinnu bæði þeirra sem eru innan kerfisins og utan t.d. að deila/miðla efni og samvinnuskrif. Það besta er að þú getur nálgast skjölin þín í hvaða nettengdu tölvu sem er.

Byrjaðu að nýta þér Office-forritin í námi og starfi!

Hafðu samband ef þú vilt benda á nýjungar með notkun Microsoft í kennslu

MIE Expert Email Signature-with-photo

 

Save