OneNote – allt á einum stað

NotesUrHvadaTaekiSemEr

Kennarar hafa oft og tíðum mikið af upplýsingum til þess að vinna úr og þurfa því að koma á góðu skipulagi og helst á einfaldan hátt. Akkúrat þess vegna hefur OneNote verið að slá í gegn út um allan heim. Office365 býður kennurum og nemendum upp á þetta frábæra forrit sem hefur útlit stílabókar og þar sem hún er rafræn má segja að þetta sé stílabók á sterum þar sem hægt er að framkvæma allt á einum stað. OneDrive skýjalausnin gerir vinnuna draumi líkasta, því ef stílabókin sem við skulum frekar kalla minnisbók, er vistuð þar,
þá geta kennarar deilt henni með nemendum, kennurum og samstarfsfólki. Allir geta unnið saman eða hver í sínu lagi þar sem vendikennsla og blandað nám á sér stað, hvort sem kennarinn kennir í stað- eða fjarnámi eða bæði. Flestir hafa forritið sett upp í fleiri en einu tæki eins og í snjallsímanum og á borð- og/eða fartölvunni og hafa því aðgang að minnisbókinni frá hvaða tæki sem er. Þar sem þetta er svo hentugt og einfalt í notkun hafa margir notað þetta fyrir persónulega notkun á sama tíma með því að setja lykilorð á þau spjöld sem aðrir eiga ekki að hafa aðgang að. Ef þú vilt kynna þér þetta nánar skoðaðu þá nokkur örstutt myndskeið og prófaðu svo forritið.

 Örstutt myndskeið til þess að koma þér af stað
 1. Minnisbók stofnuð
 2. Mynd og myndskeið sett inn
 3. Setja hlekk á texta/skjal
 4. Setja inn skjöl og uppfæra þau úr OneNote
 5. Töflur og Excel töflureiknir
 6. Efni sótt af netinu með LinkedNotes
 7. Læsa spjöldum með lykilorði
 8. Að búa til og nota sniðmát
 9. Að sækja texta úr mynd
 10. Nota Edge vefskoðara með OneNote
 11. Enskukennsla með LearningTools
Dæmi um flokkun spjalda fyrir kennslu

Dæmi um flokkun spjalda fyrir kennslu