Prófið orðaský við kennsluna

Ein besta leiðin til þess að kynnast nemendum er að prófa ný forrit með þeim. Eitt slíkt kallast Wordle og fer vinnslan fram á vefsíðunni sem þýðir að þú þarft ekki að sækja forritið á tölvuna þína. Forritið er einfalt í notkun en þú velur Create hnappinn til þess að byrja og færð svo upp glugga þar sem þér er sagt að líma inn öll þau orð sem ætlar að nota. Þú smellir á Go og útkoman er orðaský. Þú getur breytt litum, bakgrunni og texta og það kostar ekkert að nota forritið. Þetta er ekki nýtt af nálinni og hefur verið í boði í mörg ár kennurum og öðrum til gagns Orðaskýog gamans. ATH að það þarf að hafa Java uppsett á tölvunni.

Hér eru nokkrar leiðir sem hægt er að fara með notkun Wordle:

  • Áhrifarík og uppbyggileg plaggöt
  • Kveikja fyrir nýtt kennsluefni í kennslustund
  • Biðja nemendur um að lýsa hvert öðru á uppbyggilegan hátt
  • Biðja nemendur um að líma orð úr umræðu og greina orðin í skýjinu
  • Kynning nemenda á verkefnum
  • Jákvæð skjáhvíla fyrir tölvuskjáinn.

Sjá greinina í öllu sínu valdi hér.