Símkerfið flutt yfir í Teams

Nú eiga allir að vera komnir yfir í símkerfi Teams í stað borðsíma sem þýðir að allar símhringingar berast í gegnum Teams.
Ef þið ætlið að hringja í samstarfsfólk ykkar þá er nóg að skrifa upphafsstafi eða nafn viðkomandi í leitarglugga Teams (efst í Teams glugganum).

Smellið á viðkomandi og veljið símtólið til þess að hringja í gegnum Teams.
Þið getið líka notað Símtöl (hnappinn) vinstra megin í tækjastikunni, til þess að hringja úr Teams. Þeir sem vilja svara símtölum í gegnum snjallsíma geta sótt og sett upp Teams smáforritið en þá verðið þið að vera í netsambandi til þess að hringja eða taka við símtölum. Netsamband merkir að þið eruð tengd í gegnum þráðlaust net t.d. Wifi (Eduroam) eða 3G/4G.

Ég mæli með því að þið notið talhólfið í Teams og takið upp skilaboð fyrir þá sem ná ekki í ykkur. Smellið á myndina af ykkur og veljið Stillingar. Í glugganum sem opnast veljið Símtöl > Stilla talhólf.

Flest allir innan MVS eru komnir með USB heyrnatól en ef ekki hafið samband við mig (aslaugbj[at]hi.is).

Vinsamlegast aftengið símtækið á skrifstofu ykkar og komið því til kennsluskrifstofu eða umsjónarmanns (Þrymur).