Skapandi samvinna með Padlet

Padlet í kennsluVinsældir Padlet eru að aukast í kennslu og eru margir kennarar að nota forritið í upphafi skólaárs.

Hægt er að skrá sig inn eða byrja strax að útbúa svæði
fyrir nemendur. Þið veljið Create a Padlet af forsíðu og
upp kemur gluggi þar sem hægt er að nefna svæðið og aðlaga útlitið. Ferlið er mjög auðvelt og smellt á Next hnappinn efst í glugganum til þess að klára uppsetningu. Boðið er upp á að hafa svæðið opið eða nokkrar leiðir til þess að læsa því og auðvelt er að deila aðgangi með nemendum í gegnum vefinn. Hægt er að vista útkomuna á nokkra vegu eða prenta svæðið út þegar það hefur verið notað. Skráið ykkur inn til þess að notendanafn ykkar birtist þegar þið bætið efni á svæðið og notið stillingar til þess að skrá frekari upplýsingar fyrir notendur. Hægt er að bæta við hlekk, hljóði, myndskeiði, myndum og skjölum. Skemmtileg nýjung fyrir þá sem eru ekki þegar byrjaðir að nota Padlet!

Prófið ykkur áfram hér & endilega skoðið myndskeiðið fyrir neðan.

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.