Skipulagsforrit

HelecParents

Ofverndun barna / Helicopter parents

Ofverndun barna & skipulagsforrit

Jessica Lahey er kennari, höfundur, ræðumaður og móðir. Hún ritaði grein um hlutverk foreldra og hve auðvelt er að ofvernda börn og gera þau ósjálfstæð. Greinin heitir “Helicopter parent” eða foreldri sem ofverndar barn sitt og leyfir því ekki að gera mistök.

Útdráttur úr greininni
Fyrir nokkrum árum fékk ég vitundarvakningu. Ég ofverndaði börnin mín og gerði allt til þess að koma í veg fyrir að þau gerðu mistök. Ég er kennari og hafði séð afleiðingar ofverndunar, þegar foreldrar gera allt til þess að koma í veg fyrir mistök barna sinna. Slíkt grefur undan þroska, sjálfstæði og námshæfni barna. Ég hélt ég gæti breytt þessu í skólastofunni með nemendum mínum en vaknaði upp þegar ég sá sömu varfærni og hræðslu nemenda minna hjá sonum mínum. Ég hafði sjálf fallið í gryfju ofverndara með fóbíu fyrir mistökum.
kidsprotectÉg hafði ofverndað þá með því m.a. að kanna allt fyrirfram og byggja öruggan heim í kringum þá svo þeir gátu ekki aðlagast raunverlegum aðstæðum eins síns liðs. Þeir urðu hjálparlausir og pirraðir við fyrsta bakslag og það var allt mér að kenna. Ég ákvað að breyta uppeldisaðferð minni og beina þeim á rétta braut, þar sem þeir þyrftu að treysta
á eigin færni. Þetta var langt frá því að vera auðvelt en það er einmitt málið!

Umbreytingin
Við foreldrarnir vissum að það yrði erfitt að leiðrétta og breyta ástandi sem hafði viðgengst í mörg ár. Í stað þess að láta strákana halda að geimverur hefðu yfirtekið okkur þá settumst við með þeim og ræddum yfirvofandi breytingar. Sá eldri ranghvolfdi augum og sá yngri bað um að fá að fara inn í herbergið sitt. Samtalið hélt áfram og þegar við viðurkenndum fyrir þeim að við hefðum gert mistök og að þessar breytingar myndu verða þeim til góðs og hjálpa þeim í átt að sjálfstæði, þá byrjuðu þeir að hlusta. Við útskýrðum fyrir þeim að því sjálfstæðari
og hæfileikaríkari sem þeir yrðu því meira traust myndum við sýna þeim.

Það komu upp erfiðleikar og pirringur en um leið og þeir áttuðu sig á því að við myndum ekki líta til baka þá héldu þeir sínu striki. Eldri sonur okkar fór sínar eigin leiðir og notaði tæknina til að skrá minnisatriði fyrir hvern dag og tékklista fyrir skólavörur og bækur sem hann þurfti í skólann. Sá yngri fylgdist með og eftir nokkur mistök gerði hann einnig tékklista sem hjálpaði honum að muna hluti og skipuleggja sig.

Bakslag
Eftir tvær vikur kom upp atvik sem fékk mig til að setjast niður og hugleiða hvað væri rétt í stöðunni. Mér fannst ég vera á milli steins og sleggju. Yngri sonur minn hafði gert heimavinnuna sína en gleymdi henni á borðinu heima. Ég þurfti að koma við í skólanum seinna um daginn og gæti því komið við hjá honum með bókina. Ég hugsaði um hversu oft ég týndi húslyklum og ef eiginmaðurinn gleymdi einhverju heima skutlaði ég því til hans. Við gerum öll mistök annað slagið og ég gæti verið góð móðir og látið hann fá bókina, hann hafði nú gert heimavinnuna þótt hann hafi gleymt henni heima! Ég tók ákvörðun. Sonur minn hafði verið duglegur og skipulagður á hverjum degi með því að setja allt í töskuna deginum áður. En mistök verða til þess að við breytum hegðun okkar og finnum aðrar leiðir til þess að gleyma ekki mikilvægum hlutum. Honum varð á í skipulaginu og var þetta því kjörið tækifæri fyrir hann til þess að læra af mistökum sínum.
Uppskeran
Þegar hann kom heim úr skólanum spurði ég hvernig hafði gengið og komst að því að ég hafði breytt rétt. Sonur minn hafði rætt við kennarann, útskýrt hvað hafði gerst og kennarinn sagði honum að koma með heimavinnuna næsta dag. Hann fékk litla refsingu sem var aukadæmi í stærðfræði en ekkert alvarlegt og kennarinn lét hann lofa sér að skrifa alltaf niður minnislista fyrir næsta dag. Viti menn þetta varð til þess að hann mundi nánast alltaf eftir heimavinnunni og í leiðinni lærði hann að koma hreint fram við kennarann og læra af mistökum sínum.

happy-parents-with-their-children-in-the-countryside-660x330

Börn nútímans kunna ágætlega á tæknina og væri því ekki þjóðráð að kynna fyrir þeim nokkur skipulagsforrit sem hægt væri að nota til áminningar og upprifjunar í amstri dagsins. Hver veit, þau gætu kannski kennt okkur eitthvað líka!


Nokkur forrit sem börn og fullorðnir geta notað til að koma á skipulagi:

onenoteOneNote fyrir grunnskólanemendur og eldri. Tékklisti, glósugerð, heimavinna, samvinna, afrita, líma o.fl. sjá myndskeið 1 og myndskeið 2, hér eru líka 10 leiðir til að nota OneNote.

Tímasetning fyrir 7 ára og eldri. Setur þeim tímamörk fyrir ákveðan vinnu, auðvelt í notkun.

Myndskeiðs áætlun fyrir 7 ára og eldri. Gott fyrir börn og fullorðna með sérþarfir. Þau læra tímasetningu og eru hvött áfram með umbunarkerfi.

Tímasetning fyrir mig
fyrir 8 ára og eldri. Hægt að stofna tilkynningar með völdu hljóði og myndum að eigin vali.

Mundu eftir mjólkinni
fyrir 13 ára og eldri. Unglingar geta notað þetta forrit til að skipuleggja tíma og setja sér markmið með völdum hljóðum og stillingum.
Evernote fyrir 13 ára og eldri. Notendur komast í minnispunkta, myndir, hljóð og hlekki frá hvaða tæki eða tölvu með þessu framleiðsluforriti.

Save