Frítt námsefni fyrir kennara sem vilja efla hugar-ró í kennslu

Snjalltækjanotkun og hugar-ró

Í þessu hraða samfélagi virðast flestir vera að flýta sér og geta með erfiðu móti sleppt hendinni af farsímanum, fartölvunni eða einu af snjalltækjunum. Þetta á við unga sem aldna. cellphone Kennarar lenda því í að hlusta á nemendur sem geta ekki hætt að ræða sjálfsmyndir eða tölvuleikinn sem þeir hafa verið að spila alla síðustu viku. Fullorðnir eru oft litlu skárri og eyða miklum tíma á netinu kvölds og morgna, annaðhvort við vinnu eða við að vökva blóm stafrænna vina í netheimum. Barnapía 21. aldarinnar er snertiskjár sem grípur athygli óþroskaðra barna, sem vita engin takmörk og leika þau sér m.a. í sýndarveruleika leikjum eins og “Roblox” í hlutverki vélmennis, sem getur meira að segja spilað tölvuleiki. Kennarar lenda í því að taka við uppvakningum í stað nemenda og reyna að fanga athygli þreyttra og tölvuþyrstra krakka með vöðvabólgu. Þeir hugsa þá örugglega þegjandi þörfina á einhverskonar samvinnu við foreldra.

parentsteachersÞá hljóta reglur á heimilum að koma smá reglu á óregluna. Krakkar þurfa að hafa einhver tímamörk vegna notkunar þeirra á snjalltækjum, hvort sem þau eru nettengd eða ekki.

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir kennara og foreldra:

  • Gefum raftækjum hvíld þegar heim er komið á virkum dögum (nema þegar nemendur þurfa að nota þau til heimavinnu)
  • Gefum börnum og unglingum val eins og að velja tvo virka daga klukkutíma í senn og um helgar 2 klst. Hægt er að sérsníða þetta eftir aldri barns.
  • Gefum okkur tíma fyrir núvitund til þess að róa hugann, bæði heima og í kennslustofunni.

mindfulkids

Að koma fyrir 5-10 mínútna stund í upphafi dags á hverjum degi fyrir núvitund, hugleiðslu og ró myndi örugglega styrkja stöðu kennarans og athygli nemenda. Ég fann þessa vefsíðu í leit minni að nýjungum í kennslu og fangaði hún huga minn þar sem ég sá þetta fyrir mér sem hina fullkomnu leið til þess að byrja skóladaginn fyrir nemendur og kennara. Foreldrar gætu tekið þátt með því að notast á við efnið heima við, bæði fyrir sig og börnin sín. Eini ókosturinn er sá að efnið er allt á ensku, en ég hef óbilandi trú á kennurum sem gætu nýtt efnið til að búa til sitt eigið efni á íslensku. Annars er þetta líka kjörið fyrir ensku kennslu 😆

Núvitund á vinnustöðum frá endurmenntun.

Meira efni:
núvitund
Innleiðing núvitundar í Flensborg
Vinsældir erlendis
Notkun erlendis

Læt hér fylgja áhugaverða og skemmtilega grein um heilsufar fyrr á tímum.