Nýtt beiðnakerfi er komið í notkun svo fyrir tæknilega aðstoð eða fyrirspurnir þá á slíkt að fara í gegnum www.uts.hi.is/help. Öll samskipti/svör birtast á sama stað eða undir Yfirlit beiðna í þjónustugáttinni. Til þess að stofna beiðni er einnig hægt að senda vefpóst á help [hjá] hi.is. Kerfið er nýtt og þar af leiðandi væri gott að heyra í ykkur ef það er eitthvað sem mætti betur fara.
