Tæknismiðja – Hönnunarhorn

Micelle Luhtala bjó til Tæknismiðju – Hönnunarhorn (e. makerspace) fyrir skólann sem hún starfar við í New Canaan í Connecticut, Bandaríkjunum. Hún útskýrir kosti slíks svæðis í grein ritaðri af Katrina Schwartz sem gefur kennurum eflaust margar góðar hugmyndir.

Hönnunarhornið

Hún byrjaði á því að fjarlægja 7000 bækur úr bókasafni skólans sem var henni frekar erfitt en samt ekki þar sem hægt var orðið að lesa flestar bækurnar rafrænt. Skólastjórinn hjálpaði henni við að breyta bókasafni skólans í hönnunarhorn eða tæknismiðju sem allir hefðu aðgang að. Hún fékk ekkert fjármagn og varð því að óska eftir ókeypis búnaði og húsgögnum. Hún byrjaði á því að biðja nemendur um hugmyndir og auglýsti eftir húsgögnum sem ekki væru lengur í notkun. Hún benti á að það væri alltaf nóg til af hlutum sem fólk notaði ekki lengur, enda fékk hún allt sem hún þurfti á þennan hátt, til þess að útbúa vel sótt hönnunarhorn. Allar hugmyndir komu frá nemendum og kennarar gáfu ábendingar um efnivið sem hún gat notað. Flestar hugmyndir voru að nota endurnýtanlegan efnivið og lego kubba. Hún setti því upp slík svæði og hélt utan um allar hugmyndir í töflureikni. Gömul borð voru sem ný þegar hún hafði þakið þau pappír sem nemendur og kennarar notuðu til þess að rissa upp hugmyndir og aðra hönnun. Sumir bættu við teikningar á borðum en flestir virtu verk annarra og notuðu plássið fyrir sína sköpun. Þetta fannst Michelle mjög mikilvægt því þarna voru kennarar og nemendur farnir að skapa ýmislegt saman á skemmtilegan hátt.

Bókasafn og hönnunarhornNotkun svæðisins er misjafnt og stundum koma nemendur eins síns liðs eða í hópi til að vinna og skapa saman. Hún segir svæðið nýtast vel í verkefnavinnu og bendir á að hún hafi kennt nemendum um heimildavinnu á sama tíma og aðrir nemendur við hlið þeirra hafi verið að byggja risa trukk úr lego kubbum. Hún segir líka að kennurum finnist gott að ræða við nemendur um bókalestur á meðan þeir teikni á pappírinn eða byggi með lego kubbum. Öll gögn eru geymd í merktum fötum og hægt er að skoða myndaalbúm sem sýnir hvar allt er geymt.

Tæknisérfræðingur (e.TechXperts)

Michelle gefur nemendum með góða tækniþekkingu titilinn tæknisérfræðingur og fær þá til þess að hjálpa öðrum nemendum og skapa nýja hluti til þess að nota í skólanum. Þar sem nemendur fengu að stýra flestu sem boðið er upp á hönnunarhorninu, finnst þeim þeir eiga hlut í því og eru þakklátir. Micelle ákvað því að leyfa þeim að borða þar líka og bendir á að nemendur sýni þakklæti sitt með góðri umgengni.

TæknisérfræðingurEinn nemandinn var svo spenntur í upphafi að hann útbjó kennsluáætlun sem krefst þess að nemendur skrifi ritgerð um alla verkefnavinnu sem þeir taki þátt í og sköpun sem þeir þrói áfram í hönnunarhorninu. Nemandinn útbjó auk þess Wiki, blogg og Twitter síðu og safnaði heimildum og öðrum hugmyndum sem Michelle gat notað áfram.

Á Íslandi má líkja þessu við Fab Lab smiðjur sem þegar hafa náð góðum árangri. FabLab er stytting á fabrication laboratory og má þýða það sem stafræn smiðja, en þar eru kennd undirstöðuatriði stafrænnar framleiðslutækni; frá þvívíddarhönnun, til framleiðslu hluta og forritunar með hjálp tölvustýrðra tækja og tóla. Kennarar, leiðbeinendur og nemendur eru þjálfaðir til að koma stafrænni framleiðslutækni enn betur inn í skólakerfið og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk til að tileinka sér færni 21. aldarinnar.

Sjá betur um Fab Lab hér.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.