Tækniþjónusta og leiðbeiningar fyrir kennara

Menntasmiðja, Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið (UTS) bjóða kennurum upp á bæði kennslufræðilegan og tæknilegan stuðning. Hægt er að senda fyrirspurnir og beiðnir í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs. Erindi sem berast í gegnum þjónustugáttina er komið áfram til starfsmanna sem eru best fallnir til að veita þá þjónustu sem beðið er um. Einnig er hægt að hringja í notendaþjónustu UTS í síma: 525-5550. Kennslusvið er með tölvupóstinn kennslusvid@hi.is.
Hnappur fyrir netspjall er neðst í hægra horni vefsíðu Háskólans.

Námsumsjónarkerfið Canvas

Öll námskeið sem kennd eru við Háskóla Íslands eru með kennsluvef í Canvas. Þar eru ýmis verkfæri sem styðja við starf kennarans og fjarkennslu:

  • Tilkynningar til nemenda
  • Deiling á lesefni og skrám
  • Myndskeið og upptökur
  • Skilahólf verkefna
  • Kannanir
  • Einkunnabók og endurgjöf
  • Umræðuþræðir
  • Hópvinnusvæði

Vinsamlegast notið þjónustugáttina sem nefnd var í upphafi (help@hi.is) ef spurningar eða vandamál koma upp vegna Canvas eða ef stofna á nýtt námskeið. Jón Jónasson, fyrrum lektor við MVS, hefur verið ráðinn til Menntasmiðju, í hlutastarf, til að vera kennurum innan handar við notkun og uppsetningu námskeiða í Canvas. Hægt er að senda honum beiðni á jonjonas@hi.is.

Námskeið í Canvas

Kennslusvið og MVS bjóða reglulega upp á námskeið/vinnustofur fyrir kennara í notkun Canvas og að auki geta kennarar lært á kerfið á netnámskeiði hér.

Byrjendaleiðbeiningar eru hér.
Algengum spurningum um notkun Canvas er svarað hér.
Upptökur af Canvas námskeiðum eru hér.
Hér eru leiðbeiningar fyrir nemendur sviðsins.

Upptökur í fjarkennslu  

Mælt er með því að taka upp nokkur stutt myndskeið í stað lengri myndskeiða. Skírið skrárnar með lýsandi heiti svo auðveldara sé fyrir nemendur að finna þær upptökur sem leitað er að. Hægt er að nota einfalt kerfi eins og t.d. tölustafi fyrir framan heitið svo nemendur sjái í hvaða röð þeir eiga að horfa. Hægt er að gera myndskeið gagnvirk með því að láta nemendur taka þátt í umræðum um efni þeirra, setja t.d. spurningar inn í myndskeiðið sem nemendur þurfa að svara til þess að geta haldið áfram.

Canvas Studio er hugbúnaður sem hentar vel til þess að útbúa skjáupptökur og hefðbundin myndskeið með vefmyndavél þar sem kennari fjallar um ákveðið efni. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Canvas Studio

Panopto er hugbúnaður sem hentar vel til þess að taka upp fyrirlestra bæði heima fyrir og í kennslustofu. Forritið er uppsett á tölvum í kennslustofum og einnig er hægt að setja forritið upp á eigin tölvu og taka upp þar sem hentar. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Panopto

Í Menntasmiðju er upptökuklefi þar sem starfsfólk getur tekið upp kennsluefni í Panopto og Canvas Studio.

Upptökuklefi innan Menntasmiðju

Smellið hér til þess að bóka ykkur í upptökuklefa Menntasmiðju.

Kennarar eru eindregið hvattir til þess að taka fyrirlestra upp sérstaklega, fremur en að taka upp fyrirlestra sem fluttir eru í kennslustund. Slíkar upptökur verða oft mjög langar og hljóð- og myndgæðum er oft ábótavant.

Í Setbergi eru einnig upptökuklefar þar sem kennarar geta tekið upp kennsluefni í Panopto, Canvas Studio og Audacity. Nánari upplýsingar og bókanir í Setbergi er að finna hér: https://kennslumidstod.hi.is/studningur/hljodklefar/

Lausnir fyrir fjarfundi

Kennarar geta nýtt sér tvær lausnir til þess að halda fjarfundi:

  1. Microsoft Teams –  Sækja forritBoða Teams-fund í Canvas.
  2. Zoom – Sjá leiðbeiningar frá Kennslumiðstöð hér.

Tækjabúnaður í kennslustofum hefur verið prófaður og allir starfsmenn skrá sig inn með notendanafni til þess að nota borðtölvuna eða tengja fartölvu sína við HDMI snúru sem liggur á borðinu. Ef skjárinn varpast ekki upp á tjaldið, þarf að velja Windows merki og P á lyklaborðinu. Plastað blað með þessum upplýsingum liggur á borðinu í öllum stofum svo ekki þarf að leggja þetta á minnið.

Búnaður í kennslustofum

Nýir starfsmenn eru hvattir til þess að hafa samband við aslaugbj@hi.is og panta tíma til þess að prófa tækin/tæknina fyrir fyrstu kennslustund eða mæta tímanlega. Það er miði í öllum kennslustofum með símanúmeri UTS, ef ske kynni að tæknin virki ekki sem skyldi. Ef þið þurfið aðstoð við notkun Office, þá er velkomið að bóka fund með Áslaugu (aslaugbj@hi.is) og með Gústavi fyrir upptökur (gustav@hi.is).

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.