Tag Archives: skólastofa

Gagnamyndavél að gjöf frá Varmás

Ólafur Sigurðsson eigandi Varmás hefur
gefið Menntavísindasviði SMART gagnamyndavél. Myndavélina er auðvelt að færa á milli kennslustofa og gerir kennsluna skemmtilega. SMART skjáirnir í H-207 hafa þegar gagnast fjölmörgum kennurum á sviðinu og er þetta því skemmtileg viðbót og frábær jólagjöf til sviðsins!

Hér eru upplýsingar um gagnamyndavélina (SMART Document camera) en hún er skemmtilega leið fyrir nemendur til þess að skoða, rannsaka og skilja betur námsefnið. Auðvelt er að tengja Notebook forritið við gagnamyndavélina og skoða 3D myndir með kubbnum sem fylgir vélinni.

Þeir sem hafa áhuga á að skoða og prófa vélina eru velkomnir til mín í Menntasmiðju þar sem hún verður geymd allavega fyrst um sinn.

Einnig langar mig að nýta tækifærið og benda ykkur á að ykkur er enn velkomið að fá sýnikennslu á notkun SMART skjáa í H-207 með því að senda mér beiðni í vefpósti.

Hér er notkun gagnamyndavélarinnar útskýrð á upplýsingatækni sýningunni BETT í London.