Teams

Teams er samskipta- og samvinnuforrit auk þess að vera hluti af Office365 pakkanum.
Teams er tengt við gagnagrunn háskólans sem þýðir að allir geta fundið starfsmenn
og nemendur innan kerfisins. Þegar þið stofnið nýtt teymi innan forritsins skal heiti þess vera MVS-Nafn. Dæmi: MVS-Menntasmidja. ATH að nota ekki íslenska stafi þegar teymið er stofnað en svo má endurnefna teymið með íslenskum stöfum. Í Teams er vinsælt að skipta þátttakendum niður í smærri hópa eða samvinnu- og umræðuherbergi.

Teams símkerfið

Að stofna hóp, nafnagift og notkunarmöguleikar.

Að bæta rás við hópinn í stað þess að
stofna marga hópa. Hægt að nota ef
nokkrir í hópnum ætla að vinna saman
að ákeðnu verkefni. Þegar verkefni lýkur
er hægt að eyða rásinni.

Að bæta forritum við teymi. Það er hægt að bæta forritum við flipa eða við
tækjastikuna. Eins er hægt að bæta við
vefsíðu og skjölum sem hópurinn mun
nota í samskiptum sínum.

Að taka upp fjarfund (Hefja upptöku) og deila með öðrum.

Notkunarmöguleikar á fundi.
Farið yfir notkun á spjalli,
minnispunktum, umræðuherbergi,
rétta upp hönd og að deila efni með
öðrum.

Að stofna fund með hópnum í gegnum
dagatal teymis og í gegnum Outlook.

Hér getið þið séð hvernig Teams fjarfundur er stofnaður í dagatalinu og í gegnum Outlook.
Hér er myndskeið sem þið getið deilt með nemendum sem eiga að kynna efni eða halda fyrirlestur.

Viðmið varðandi upptökur í kennslustundum frá persónuverndarfulltrúa HÍ

Heimilt er að taka upp kennslustundir ef nemendur sjást ekki og þá þarf ekki að fá samþykki þeirra en almenn kurteisi er að láta þátttakendur vita. Ef óhjákvæmilegt er að nemendur muni sjást á upptöku þarf að fá samþykki. Ein einfaldasta leiðin til að fá slíkt samþykki er að fá það á upptökunni sjálfri. Sjá betur hér.

Gott að vita um notkun á Teams og OneDrive

OneDrive er heimasvæði starfsmanna og Teams er samvinnuforrit. Reglan er sú að ef það á að vinna saman í skjölum þá notum við Teams forritið og skráakerfið þar. Ef minni hópar vinna saman innan hvers teymis þá er hægt að stofna rásir innan teymisins. Aðeins þátttakendur hverrar rásar sjá skrár og samskiptin sem þar fara fram. Við stofnun teyma á alltaf að velja tvo eða fleiri eigendur og aðrir eru þá notendur innan teymisins.  

Skjöl úr OneDrive sem þú bætir við Teams hóp uppfærast ekki í OneDrive. Ástæðan er sú að ef þú dregur skrána yfir í teymið þá ertu að búa til aðra skrá með afritun sem þýðir að skjalið breytist ekki hjá þér á OneDrive ef því er breytt á Teams svæðinu.  

Ef þú sækir hins vegar hlekk á OneDrive skrána og bætir hlekknum við flipa í teyminu með Website/vefsvæði möguleika þá vistast breytingar á báðum stöðum.   

Fyrir þá sem vilja sjá Teams skrár í skráakerfi tölvunnar eða File Explorer: 

Veljið hópinn á netlæga OneDrive (í vefskoðara) og veljið Samstilling/Sync á tækjastikunni. Þá birtist mappa með öllum skjölum sem hópurinn hefur deilt og er að nota í skráatrénu ykkar/File Explorer. Ef þið sjáið ekki Samstillingahnappinn/Sync, veljið Return to Classic OneDrive.