Hópavinna í fjarfundum

hopavinna

Þegar við erum með einhvern fjölda þátttakenda á fundi, gætum við viljað skipta hópnum niður í minni hópa til að auðvelda umræður. Það gefur að skilja að þegar 10 eða fleiri sitja við skjáinn og vilja ræða eitthvað efni getur verið erfitt að komast að og samtalið getur orðið frekar stirt. En með því að skipta þátttakendum í 3-7 manna hópa má ná betri árangri í samtalinu.

Svona skiptir þú þátttakendum í hópa: ATH Það er verið að uppfæra þessar upplýsingar fyrir Zoom og Teams.

Stjórnun hópvinnusvæða fer fram í gegnum þátttakenda glugga.

Svona undirbýrð þú hópavinnuna

1) Smelltu á hnappinn til að kveikja á sjónarhorni sem sýnir hópasvæðin: “Breakout room view”

Þá færðu mynd sem sýnir hópvinnusvæði

2) Ef þér henta ekki þrjú hópvinnusvæði getur fjölgað þeim með því að smella á plúsmerki á hægri kanti þátttakendagluggans

og með því að smella á x merkið hægra megin í línunni fyrr hvert hópsvæði “Breakout 1, 2 eða 3” getur þú eytt því svæði:

 

ATH næst þegar þú heldur fund í sama herbergi verða sömu hópvinnusvæðin í herberginu og þegar þú lokaðir fundarherberginu, og skjöl, glærur, spjall og annað efni sem varð til á fundinum varðveitist þangað til þú eyðir því.

Svona skiptir þú fólki í hópa

1) þú getur skipt þátttakendum jafnt á milli svæða með því að smella á þar til gerðan hnapp: “Evenly Distribute From Main”

 

2) EN þú getur líka dregið þátttakendur til og frá  hópvinnusvæðum:

 

eða bent á nafn þátttakandans og skipað honum í réttan hóp með því að velja hópinn úr vallistanum sem birtist við hlið nafnsins:

 

Sömuleiðis getur þú fært þátttakendur til á milli hópa:

 

ATH Þú getur búið í haginn og skipt þátttakendum niður á hópvinnusvæði strax og þeir eru komnir inn í fundarherbergið. Þeir eru skráðir á sama hópvinnusvæðið allan tímann sem þeir eru inni á fundinum. Þannig að það er líka auðvelt að skipa þeim á hópvinnusvæði nokkrrum sinnum fram og til baka á meðan á fundinum stendur.

MINNKAÐU STRESSIÐ: Það gæti verið sniðugt að minnka álagið á kennarann, með því að gefa einum þátttakanda það verkefni að skipta þátttakendum í hópa: Lestu nánar um það hér.

Staða þátttakenda getur breyst þegar þeir eru settir inn í hópvinnusvæði: Ef þátttakendur á fundi eru allir skráðir inn sem “Participant” og hafa þannig ekki réttindi til að nota hljóðnema, myndavél eða deila skjánum, þá “hækka þeir í tign” og breytast í “Presenter” þegar þeir eru færðir yfir í hópvinnusvæði, og fá þá öll þessi réttindi í hópvinnusvæðinu. Þannig geta þeir strax kveikt á myndavél og hlóðnema og byrjað að tala saman, þeir geta jafnvel deilt skjánum eða hlaðið upp glærum.

Svona endar þú hópavinnuna

1) Smelltu á hnappinn: “End Breakouts” til að kalla alla saman aftur í aðalsvæðið, fundarherbergið.

 

Til að vara fólk við að það styttist í lok hópavinnunnar getur þú sent skrifleg skilaboð inn í alla hópana:

Smelltu á valhnappinn í hægra horni þátttakendagluggans (Attendee List) og veldu Broadcast Message. Skrifaðu þá skilaboðin í gluggan sem opnast og smelltu á Send hnappinn. Skilaboðin birtast í öllum hópvinnusvæðum.

 Meira