Tölvur og viðhald

Að lagfæra villur og halda tölvu með Windows stýrikerfi í góðum gír

Mikilvægast er að stýrikerfi sé uppfært reglulega. Fyrir Windows tölvur er nóg að smella á Windows táknið á lyklaborði og rita update og velja Check for updates. Einnig er hægt að velja að tölvan athugi með uppfærslur sjálfkrafa. Fyrir Mac tölvur velurðu Eplið > System Preferences og velur Software Update. Svo þetta sé gert sjálfkrafa velurðu Automatically keep my Mac up to date. Hægt er að velja ítarlegri stillingar og haka við Check for updates og Download new updates when available og Install system data files and security updates.
ATH að hafa hleðslutæki alltaf tengt við tölvu þegar uppfærslur eru settar í gang.

Ef tölvan er hægvirk þá getur þú byrjað á að eyða forritum sem þú notar aldrei. Forrit taka upp pláss og hægja á tölvunni og mögulegt er að fjarlægja forrit sem þú notar sjaldan eða aldrei.

Byrjaðu á því að fjarlægja öll forrit sem þú veist að þú átt ekki eftir að nota. Sjá skrefin hér fyrir neðan;

 1. Smelltu á Windows táknið (eða fánahnapp á lyklaborðinu), ritaðu add or remove programs og smelltu á Enter hnappinn á lyklaborðinu. Smelltu á forritið sem á að fjarlægja og veldu Uninstall.
 2. Skoðaðu listann og fjarlægðu fleiri forrit ef þörf er á. Ef þú ert ekki viss um notkun forrita þá getur þú ritað nafn þeirra í leitarglugga leitavéla til þess að lesa þig til um forritin.

WindowsTölvur

Vírus og hnýsibúnaður (e. Spyware) geta líka verið ástæðan fyrir hægvirkri tölvu. ATH Ef þú ert með Windows 8-10 uppsett á vélinni
þá fylgir Windows Defender og er því ekki þörf á að sækja vírusvarnaforrit. Annað mikilvægt er að setja ekki upp fleiri en eitt vírusvarnaforrit og leitið ráða ef þið eruð ekki viss, það borgar sig!

Fyrir eldri stýrikerfi er nauðsynlegt að nota vírusvörn og hægt er að sækja ókeypis vírusvörn á eftirfarandi vefsíðum:

AVG
Avast
Avira
MalwareBytes

Eftir niðurhal ræsirðu vírusvarnaforritið og ferð eftir leiðbeiningum sem birtast á skjánum.

Annað sem hægt er að gera er að sækja CCleaner, ókeypis forrit sem losar þig við skammtímaskrár og vísanir í forrit sem ekki eru lengur til staðar og eyðir þeim sem og færslum í skráningarkerfi tölvunnar sem eru ekki lengur í notkun. Auk þess að eyða ónauðsynlegum skrám þá hjálpar forritið við að vernda persónulegar upplýsingar með því að eyða ferlum (e. history)
og svokölluðum kökum (e. cookies), sem stundum safna upplýsingum um notendur án þess að þeir verði varir við það.

Þegar þú keyrir CCleaner þá geturðu látið forritið greina hvað þarf að laga með því að velja Analyze. Eftir greininguna færðu stutta samantekt á því hvaða gögnum forritið mun eyða og hve mikið pláss losnar. Mælt er með því að nota forritið reglulega eða a.m.k. einu sinni í mánuði.

Sambærileg forrit:

Windows Defender
Spybot

Þar sem til er ógrynni af ýmiss konar tölvuveirum og hnýsibúnaði sem hafa þann eina tilgang að komast yfir viðkvæmar upplýsingar eða valda sem mestu tjóni, er mikilvægt að gera það sem hægt er til þess að verja persónulegar upplýsingar og gögnin ykkar.

Viðeigandi varúðarráðstafanir auka öryggi þitt og þinna;

 • Tryggðu að hugbúnaðurinn í tölvunni sem þú notar sé ávallt búinn nýjustu öryggisuppfærslum
 • Varastu að opna viðhengi eða hlekki (e. Link, URL) sem þú bjóst ekki við, hvort sem er í gegnum tölvupóst eða einhvers konar samskiptaforrit
 • Ekki geyma PIN númer, lykilorð o.þ.h. upplýsingar í tölvunni
 • Vertu á varðbergi gagnvart hvers konar gylliboðum sem þér berast í gegnum tölvupóst og samskiptaforrit. Ef þú tókst ekki þátt í Lottóinu þá vannstu ekki!
 • Varastu Internet glugga sem opnast sjálfkrafa (e. Pop-up window), nema þú sért viss um að upplýsingarnar séu frá traustum aðila
 • Læstu tölvunni með lykilorði
 • Skiptu reglulega um lykilorð
 • Passaðu upp á harða disk tölvunnar þegar líftími hennar er á enda og láttu vita ef gögn á disknum eru viðkvæm svo tekið sé tillit til þess þegar tölvunni er fargað
 • Útskráðu þig ávallt úr tölvum sem aðrir hafa aðgang að og sýndu tillitssemi ef aðrir hafa gleymt að útskrá sig með því að skrá þá út
 • Athugaðu að allar tölvur verða að hafa uppsett vírusvarnaforrit, forrit sem verja tölvuna gegn hnýsiforritum og eldvegg (e. Firewall). Ef þú ert með Windows 8-10 þá ætti Windows Defender að duga
 • Vertu á varðbergi þegar þú notar tölvu sem er í eigu einhvers sem þú þekkir ekki.

Eftirfarandi atriði benda á að vírus sé kominn í tölvuna:

 • Tölvan er hægvirkari
 • Þú færð óvænt skilaboð eða forrit ræsa sig sjálfkrafa
 • Stýrikerfið og önnur forrit virka ekki sem skyldi.

Eftirfarandi atriði benda til þess að hnýsibúnaður sé kominn í tölvuna:

 • Ný tækjastika eða flýtivalmynd/ir birtast í vefskoðara
 • Heimasíða, músabendill og/eða leitaforrit virka ekki sem skyldi
 • Þú ritar vefslóð vefsíðu í vefskoðara en ert færð/ur á aðrar slóðir
 • Þú færð vefglugga upp á þess að vera tengd/ur við internetið
 • Tölvan er hægvirkari.

Annað sem hægt er að gera til þess að bæta virkni tölvunnar er að villuleita hana. Veljið Windows táknið neðst í vinstra horni skjáborðs, ritið troubleshooter og smellið á Enter á lyklaborðinu. Um leið fer leitargluggi í gang og opnar glugga með nokkrum aðgerðum til þess að leysa villur. Sjá skrefin hér fyrir neðan;

 1. Smelltu á Windows táknið (eða fánahnapp á lyklaborðinu), ritaðu troubleshoot og smelltu á Enter hnappinn á lyklaborðinu.
 2. Veldu réttan flokk eftir því sem við á og undirflokk. Fyrir hvert atriði sem þú velur færðu glugga sem leitar að villum og býður upp á aðgerðir til að laga villur.