Twitter í námi og kennslu

Twitter samfélagsmiðillTwitter notkun hefur aukist verulega og þá sérstaklega í kennslu á öllum skólastigum. Það er alveg nauðsynlegt að kennarar taki þátt, tísti annað slagið og fylgist með tísti. Kennarar geta m.a. fylgst með nýjungum og þróun í tækni og kennsluaðferðum víðs vegar um heiminn. Skráning á Twitter kostar ekkert og strax er hægt að leita að fólki sem tengist þér á einn eða annan hátt í gegnum áhugamál og eða atvinnu. Ef þú sérð eitthvað áhugavert þá er auðvelt að deila því með tengslaneti þínu og bæta jafnvel við skoðunum þínum eða spurningum. Fyrir meiri áhrif er hægt að bæta við mynd og myndskeiði auk þess sem nú er hægt að bæta við smámyndum og hreyfimyndum. Ástæðan fyrir því að þetta er kallað tweet eða tíst er að hver færsla verður að vera minni en 140 stafir og þá eru bilin talin með = stutt og laggott.

Notkun #

Ef þú vilt fylgjast með ákveðnu málefni eins og allt sem tengist “menntun” ritar þú “#menntun” í leitar gluggann og þá færðu allt það nýjasta sem aðrir hafa ritað sem tengist menntun. Kennari getur sent inn spurningar í tengslum við námsefni og merkt það t.d. með “#UTSpurningar” nemendur svara þá og bæta við merkingunni og þá getur bekkurinn fylgst með svörum annarra og skrifast á. Ekki má nota bil á milli eða tákn.

 Notkun @

Ég er notandi á Twitter og notendanafnið mitt er @aslaugbj. Ef þú vilt deila einhverju með mér sérstaklega þá geturðu sett notendanafn mitt fyrir framan textann sem þú ætlar að tísta.

Hér eru dæmi um kennara að tísta

Kennari að tísta Kennari að benda á áhugavert val í Kelduskóla Kennari hrósar á Twitter

Notkun Emoji

Hægt er að bæta smámyndum við hlið texta sem segir til í hvernig skapi þú ert í. Þótt ótrúlegt sé þá hefur verið gerð rannsókn á notkun smámynda sem tjá tilfinningar og ná þær til breiðari hóps en ella. Hér er nánar um það hvernig þú bætir smámyndum við tístið þitt. Ef þú notar snjallsíma þá getur þú sótt smáforrit með miklum fjölda smámynda.

Tilfinningar sýndar í smámyndum

Á næstu dögum verður hægt að bæta smámyndum (emoji) við myndir

Einnig verður hægt að leita eftir þessum smámyndum svo þetta er sama virkni og # fyrir framan texta.

 Taktu góða mynd og tístaðu á Twitter
 Veldu smámynd til þess að gera myndina flottari og merktu hana í leiðinni
 Staðsettu smámynd
 Texta og # bætt við myndina

Áhugaverð tíst má finna undir þessum nöfnum:

#menntaspjall #kennsla #skólatölvan #skólamál #edtech #forritun #kennarasamband #skolavardan #kennarar #rannsóknir #MIEExpert #OneNote #Office365 #MFSTEDU

Hér er sýnishorn af síðunni minni og endilega veljið fylgið mér, með því að velja Follow svo þið getið séð nýjungar og annað kennsluefni þegar vefsíða Menntasmiðju er uppfærð.

Twitter síðan mín