Um vefinn

Menntasmiðja og starfsfólk Menntasmiðju

Starfsfólk Menntasmiðju býður starfsfólki og nemendum tæknilega þjónustu á staðnum eða með því að svara vefpósti og síma. Vefur Menntasmiðju er uppfærður reglulega og þar er hægt að finna upplýsingar um þjónustu okkar og forrit sem starfsfólk og nemendur hafa aðgang að. Ef þig vantar aðstoð þá leitaðu til okkar en við erum staðsett í Hamri, gegnt fyrirlestrarsalnum Skriðu. Hamar er viðbygging við aðalbyggingu Menntavísindasviðs og hýsir bókasafn, Menntasmiðju, tölvuver, Menntavísindastofnun, kennslustofur og fyrirlestrasali háskólans. Byggingin er á þremur hæðum með aðgang að lyftu.

aslaug_bjork_eggertsdottir841316327 Áslaug Björk Eggertsdóttir verkefnastjóri Menntasmiðju
aslaugbj[hjá]hi.is
Sími: 525-5941.
eirikur_sigbjornsson_web_0 Eiríkur Sigurbjörnsson tæknimaður og sinnir notendaþjónustu
eisi[hjá]hi.is
Sími: 525-5936.
halldor_magnusson_web Halldór Magnússon tæknimaður og sinnir notendaþjónustu
dori[hjá]hi.is
Sími: 525-59375.
Gústav K. Gústavsson með umsjón með fjarfundum og aðstoðar við upptökur
gustav[hjá]hi.is
Sími: 525-593

Eiríkur og Halldór leggja áherslu á að aðstoða kennara og aðra starfsmenn í kennslustofum, tölvuverum og fundarrýmum Menntavísindasviðs og ef upp koma tæknileg vandamál með búnað. Starfsmenn UTS yfirfara tölvur og annan tæknibúnað til að draga úr vandamálum, með áherslu á stofur sem eru mikið notaðar í kennslu.

Kennslustofur í Stakkahlíð

Ef starfsmenn lenda í tæknilegum vanda í kennslustofum á að hringja í síma 525-5550 til þess að fá aðstoð. Mörg vandamál má leysa í gegnum síma en annars eru Eiríkur eða aðrir starfsmenn Menntasmiðju kallaðir út til að aðstoða ef þörf krefur. Skjárinn er snertiskjár og efst fyrir miðju er vefmyndavél, sem hægt er að ræsa með því að þrýsta á hana. Miðar eru í öllum stofum með upplýsingum ef aðstoð óskast. Ef þið viljið nota fartölvu þá er HDMI snúra á borðinu.

Kennslustofur í Stakkahlíð

Tölvuþjónustan í Stakkahlíð er opin nemendum og starfsmönnum á eftirfarandi tímum:

10:00 – 10:30
12:15 – 13:00
15:00 – 15:30

Utan þess tíma mun Eiríkur eingöngu sinna starfsmönnum með áherslu á aðstoð vegna kennslu. Nemendur og starfsmenn geta áfram leitað til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi á milli 8:00-16:00, sími: 525-4222, netfang: help@hi.is.

Starfsmenn geta jafnframt leitað til Halldórs Magnússonar, tölvumanns Menntavísindasviðs, sem er með fasta viðveru í Menntasmiðju á þriðjudögum og fyrir hádegi miðvikudaga og föstudaga. Beiðnir til hans ættu að berast inn í beiðnakerfi UTS á help@hi.is.

Kær kveðja, Áslaug Björk Eggertsdóttir

Save

Save

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.