Umhverfisvæn kennsla í forritun

KoderKóder eru samtök sem vilja kynna forritun fyrir ungmennum á aldrinum 9-16 ára í sínu hverfi. Námskeiðin eru sett upp í félagsmiðstöðvum og skólum sem sækja um að fá námskeiðið til sín. Námskeiðin eru um 10 klst sem dreift er yfir nokkra daga eftir aðstæðum. Samtökin notast á við eigin tölvur sem krefjast lágmarks orku, eru ódýrar í rekstri og bjóða upp á möguleika sem almennar borðtölvur/fartölvur gera ekki. Kóder eru hugsjónasamtök sem stefna að því að gera forritun aðgengilega fyrir börn og unglinga úr öllum þjóðfélagsstigum.

Með því að kynna forritun fyrir börnum og unglingum er verið að opna þeim nýjar dyr innan tölvuheimsins. Í stað þess að vera einungis neytendur á afþreyingarefni og tölvuleikjum efla þau eigin rökvísi, sköpunargáfu og læra vandamálagreiningu frá unga aldri.

Samtökin vilja einnig fóstra gerðu-það-sjálf/ur (DIY) kúltúr og notast við það afgangshráefni (stundum kallað rusl) sem til fellur frá samfélaginu. Með því að rífa í sundur raftæki sem annars lenda á haugunum er hægt að endurnýta mikið af íhlutum aftur. Hér er hægt að sjá námskeið hjá þeim í boði.

20160219_102014_resized

Glaður kynnir sýnir gestum og gangandi Kóder

Vegna kostnaðar er hætt við að það reynist einungis mögulegt fyrir börn og unglinga frá betur stæðum heimilum. Þó mögulegt sé að nýta frístundaávísanir upp í verðið þá þýðir það að fórna þurfi öðrum tómstundum í staðinn.

Ein birtingarmynd efnahagslegs ójöfnuðar er skortur á tækifærum fyrir ungmenni frá tekjulágum heimilum. Hér á landi er kostnaðarsamt að eiga ungmenni sem stunda fleiri en eitt tómstundarstarf og því hafa tekjulágir foreldrar ekki sama möguleika og tekjuháir á því að borga tómstundir barna sinna.

Hugmyndin á bak við Kóder er að brúa þetta bil milli tekjuhópa og veita með því börnum frá tekjulágum heimilum möguleika á þekkingu sem verður æ verðmætari með hverju árinu.

Markmið Kóder er að bjóða upp á námskeið sem allir hafa aðgang að óháð tekjum. Boðið verður upp á tilraunanámskeið í tekjulægri hverfum Reykjavíkur á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016.

Húrra fyrir frábæru starfi www.Koder.is

HaskoliIslands