Upptökuver innan Menntasmiðju og í Hamri

Innan Menntasmiðju er upptökuklefi þar sem starfsfólk getur tekið upp kennsluefni með Panopto og Canvas Studio. Smellið hér til þess að bóka ykkur í upptökuklefa Menntasmiðju. Við veitum ykkur aðstoð ef þörf er á. Einnig er hægt að komast í stærra upptökuver á annarri hæð. Þar er hægt að taka upp viðtöl þar sem allt að sjö manns geta verið viðstaddir. Gústav sér um að taka við bókunum á veffangið: gustav[hjá]hi.is og aslaugbj[hjá]hi.is.

Upptökuklefi innan Menntasmiðju
Upptökuver 2. hæð Hamri

Kennarar eru eindregið hvattir til þess að taka fyrirlestra upp sérstaklega, fremur en að taka upp fyrirlestra sem fluttir eru í kennslustund. Slíkar upptökur verða oft mjög langar og hljóð- og myndgæðum er oft ábótavant.
Í Setbergi eru einnig upptökuklefar þar sem kennarar geta tekið upp kennsluefni með Panopto, Canvas Studio og Audacity. Nánari upplýsingar og bókanir í Setbergi er að finna hér: https://kennslumidstod.hi.is/studningur/hljodklefar/