Varnir gegn ritstuldi

Hvað er Turnitin?

Turnitin er hugbúnaður til varnar ritstuldi og gerir kleift að bera innsent efni saman við gagna­safn þar sem eru:

 •  Meira en 20 milljarðar vefsíðna (m.a. vefsíður sem hefur verið lokað).
 •  Meira en 100 milljón fræðileg verk úr tímaritum og rafrænum gagnasöfnum.
 • Meira en 220 milljón nemendaverk (þ.á.m. um 10.000 lokaverkefni háskólastúdenta í Skemmu).

Hvernig vinnur Turnitin?

 •  Verk stúdenta eru sett í Turnitin og forritið býr til skýrslu sem sýnir samsvaranir við texta sem fyrir voru í gagnasafni og sýnir hvernig verki stúdents ber saman við aðrar heimildir.
 •  Turnitin vísar á verk sem samsvaranir finnast við.

Hvað verður um efni sem skoðað er í Turnitin?

Valið er um að setja ritgerðir í:

 • Aðalsafn (standard repository). Hægt eftir það að bera ritgerðir úr öðrum skólum saman við ritgerðirnar (utanaðkomandi geta ekki skoðað texta ritgerðanna án leyfis).
 •  Ekkert safn (no repository). Ritgerð sem ekki fer í gagnasafn er ekki borin saman við ritgerðir sem skoðaðar eru seinna.
 •  Sérsafn skóla (institutional repository) sem ritgerðir úr öðrum skólum er ekki hægt að bera saman við.

Hvernig er Turnitin notað?

Í íslenskum háskólum eru tvær leiðir til að nota Turnitin.

 •  Gegnum Moodle í skólum sem það nota. Kennari býr til „Turnitin Assignment“ á Moodle-námskeiði.  Stúdent skilar verkefnum í Moodle-námskeiðinu. Kennari og stúdent ef svo ber undir hafa aðgang að samanburðar­skýrslum. Námskeið og nemendur þarf ekki að stofna sérstaklega í Turnitin.
 • Beint inn í Turnitin
  Kennarar fá aðgang að Turnitin (http://www.turnitin.com) og setja verkefni nemanda til skoðunar í Turnitin eða láta nemanda gera það sjálfan. Undirritaður, eða  sér um að opna kennurum aðgang að Turnitin.
 • Hægt er að tengja Turnitin með tímanum fleiri nemendakerfum s.s. Uglu og MySchool.

Ítarefni

Sigurður Jónsson verkefnisstjóri ritastuldavarna, netfang: sigjons@hi.is