Vinnutölvan í hörku formi

Förum vel með vinnuvélar okkar með því að fylgjast með eftirfarandi atriðum og auka þannig gæði og líftíma:

Óværur

Windows stýrikerfi koma með innbyggðum eldvegg (Windows firewall) sem er mikilvægt að hafa alltaf í gangi og rétt stilltan.  Einnig er mikilvægt að stilla tölvuna þannig að hún sæki reglulega nýjustu uppfærslur fyrir stýrikerfið. Athugið vírusvörn tölvunnar og gætið þess að hún uppfæri sig reglulega. Þó svo að maður geti aldrei verið 100% varinn gagnvart netárásum og eða vírusum þá eru þessi atriði mikilvæg. Aldrei smella á hlekki frá ókunnugum eða opna skjöl sem þið þekkið ekki og eigið ekki von á. Sama gildir um persónulegar upplýsingar og lykilorð sem ekki á að gefa upp í gegnum vefpóst.

Læsa tölvu með lykilorði

Læið tölvunni með lykilorði og gætið þess að vafrinn sé stilltur þannig að hann geymi
ekki lykilorð sjálfkrafa. Ef fleiri en einn eru að nota sömu tölvu er hægt að setja upp
aðgang fyrir hvern og einn og stilla hann þannig að hver notandi hafi ekki aðgang að
gögnum annarra notenda.

Passaðu að fartölvan ofhitni ekki

Mikilvægt er að það lofti vel um tölvuna svo hún ofhitni ekki. Gættu þess að ekki sé lokað fyrir loftristar (bækur eða annað liggi ekki þétt við loftristar) en best er að vera ávallt með tölvuna á hörðu yfirborði. Ef tölvan er notuð mikið í rykmettuðu umhverfi t.d. í svefnherbergjum er mikilvægt að láta rykhreinsa hana í það minsta einu sinni á ári. Ef loftristar stíflast vegna loftleysis eða ryks er hætt við að örgjörvinn og aðrir íhlutir geti ofhitnað og eyðilagst.

Taktu öryggisafrit af mikilvægum gögnum

Taktu reglulega afrit af gögnunum þínum. Gögnin eru geymd á harða diskinum og það
getur verið kostnaðarsamt að bjarga þeim af biluðum diski. Fjölbreyttar lausnir eru í boði varðandi gagnageymslu í skýinu og allir starfsmenn og nemendur hafa aðgang að OneDrive
af www.office365.hi.is ykkur að kostnaðarlausu. Aðrar lausnir eru Google Drive og
Dropbox. Fyrir þá sem vilja hafa gögnin nær sér þá er hægt að kaupa flakkara í næstu tölvuverslun.

Ferðalög

Best er að slökkva á fartölvu eða svæfa hana (sleep/hibernate) þegar þú ert
að ferðast með hana á milli staða. Mun minni líkur eru á að harði diskurinn verði fyrir tjóni vegna höggs eða hristings ef slökkt er á tölvunni.

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.