Word Press

Þessar leiðbeingar eru til stuðnings Vef háskólaborgara, uni.hi.is.
________________________________________________________________

Starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands gefst kostur á að setja upp persónulega vefi í vefumsjónarkerfinu WordPress sem er í senn einfalt og öflugt. Þessi vefur er m.a. útbúin í WordPress. Slóðin á kerfið er http://uni.hi.is/. Einnig má opna kerfið í gegnum Ugluna, undir Innskráður notandi efst til hægri. Þar er tengill sem heitir Vefir Háskólaborgara.

WordPress er opið vefumsjónarkerfi sem þýðir að fjöldi fólks kemur að hönnun og þróun á kerfinu. Kerfið er hægt að nota til að setja upp heimasíður, blogg, fyrirtækjavefi og aðrar upplýsingasíður. Það kostar ekkert að nota það en hægt er að kaupa margar gerðir af útliti fyrir síðuna og einstaka viðbætur.

Til eru tvær tegundir WordPress. WordPress.org er vistað á vefþjóni á heimasvæði notenda en WordPress.com notar vefþjón og gagnagrunnsþjónustu sem notandi hefur ekki umráð yfir. Notendur hafa meiri yfirráð yfir vefnum ef hann er vistaður á umráða svæði notenda og ókeypis þemu og viðbætur eru einnig fleiri. Þeir sem nota þjónustu wordpress.com geta átt von á að auglýsingar birtist á vefnum. WordPress.com er auðvelt í uppsetningu og ekki þarf að hafa aðgang að vefþjóni.

Þeir sem vilja eiga sitt eigið lén (url) þurfa að sækja um það á isnic.is en  ISNIC – Internet á Íslandi hf. sér um skráningu léna undir landsléninu .is. Notendur þurfa að geta flutt vefumsjónarkerfið úr tölvunni sinni yfir á vefþjón t.d. með FTP (SFTP).

Hönnun og notkun útlits og ýmsar viðbætur

WordPress notendur geta valið á milli margskonar útlits/þema (e.theme) og geta hlaðið því niður sér að kostnaðarlausu eða greitt fyrir þema. Hægt er að skipta um útlit án þess að innihald vefs hverfi. Möguleiki er á margskonar viðbótum sem bjóða upp á ýmsa nýtilega möguleika eins og að sjá hve margir heimsækja síðuna, setja inn staðsetningu fyrirtækis, setja inn samfélagsmiðla eins og Like hnappur frá Facebook.