Zoom

Zoom hefur verið vinsælt fjar- og samskipta forrit og geta starfsmenn sent beiðni á help@hi.is til þess að fá fullan aðgang  og geta þá notað alla eiginleika forritsins. Forritið er uppsett í öllum skólastofum en einnig er hægt að sækja það hér. Með leyfinu getið þið haldið fund með allt að 300 þátttakendum og tekið upp fundi og vistað á Zoom skýið eða á harða drif tölvu.
Eftir uppsetningu á forriti er mælt með að breyta eftirfarandi stillingum:
Personal Meeting ID: notið eigið símanúmer. Dæmi: 354-000-0000 og í
Personal Link: notendanafn ykkar. Dæmi: https://zoom.us/my/notendanafn.

Hér er farið yfir helstu stillingar á Zoom og óþarfi að raka sig eða skella varalit á varirnar því Zoom sér um það líka.
Hér er farið yfir ítarlegar stillingar.
og hér er hægt að skoða myndir af mikilvægum stillingum sem farið var yfir í myndskeiðinu.

Bendið nemendum ykkar á að sækja forritið tímalega og nota heyrnatól með hljóðnema á fundum. Veljið New meeting til að hitta þátttakendur og bendið þátttakendum á að velja Join og setja inn hlekk eða ID sem þið senduð þeim fyrir fundinn.

Í ítarlegum stillingum undir Record er hægt að velja hvort upptaka geymist á OneDrive (skýjaþjónusta) eða í Documents möppu sem geymd er í tölvunni ykkar. Þetta eru tvær skrár eða hljóð- og myndskrá). Hægt er að skipta nemendum í umræðuhópa með því að búa til nokkur herbergi en það kallast Breakout room (útskotsherbergi). Ef nemendur ætla að vinna áfram eftir fundinn þá er kennara óhætt að velja End meeting > Leave meeting.
Undir More er hægt að setja útsendinguna yfir á Facebook/Youtube/Workplace.
Hægt er að læsa fundi undir More > Lock meeting.

Viðmið varðandi upptökur í kennslustundum frá persónuverndarfulltrúa HÍ

Heimilt er að taka upp kennslustundir ef nemendur sjást ekki og þá þarf ekki að fá samþykki þeirra en almenn kurteisi að láta þátttakendur vita). Ef óhjákvæmilegt er að nemendur muni sjást á upptöku þarf að fá samþykki. Ein einfaldasta leiðin til að fá slíkt samþykki er að fá það á upptökunni sjálfri. Sjá betur hér.