Fyrir fundargesti

Leiðbeiningar fyrir fundargesti á fundum í gegnum Adobe Connect

Ef þér hefur verið boðið að taka þátt í fundi í gegnum Adobe Connect er einfalt að taka þátt:

 • Ef þú ætlar að nota borðtölvu eða fartölvu þarftu engan sérstakan hugbúnað, þú notar einfaldleaga vafrann þinn, Firefox, Internet Explorer, Chrome, Opera eða svipaðan til að taka þátt. Firefox hefur reynst best!
 • Ef þú vilt nota símann þinn eða spjaldtölvu þarftu að sækja þér “Adobe Connect appið annað hvort á” Play Store” eða “App Store”. ==> Sjá leiðbeiningar hér

ATH

 1.  Það er ALLTAF best að tengja tölvuna við Internetið með snúru, frekar en  gegnum þráðlaust net, en ef það er ekki hægt er í versta falli betra að sitja nálægt beininum (Router).
 2. Þá skaltu muna að slökkva á öllum öðrum forritum. Það þarf að sérstaklega að passa  að slökkva á Skype eða öðrum hugbúnaði sem notar hljóðnema og myndavélar tölvunnar. Skype er gjarnan í gangi án þess að maður taki eftir því.
 3. Nauðsynlegt er að tengja heyrnartól við tölvuna ef þú ætlar að taka þátt í fundinum í gegnum hljóðnemann.  Sjá sérstakar leiðbeiningar varðandi hljóð.

1) Undirbúðu tölvuna þína fyrir fundinn

Það er sniðugt að byrja á því að kanna hvort tölvan þín og nettengingin ráði við tæknina. Smelltu hér til að prófa búnaðinn þinn: https://na1cps.adobeconnect.com/common/help/en/support/meeting_test.htm

2) Skráðu þig inn í fundarherbergið

Þú hefur væntanlega fengið slóð í “fundarherbergið” (trúlega á vefsíðu eða í tölvupósti) sem lítur út eitthvað á þessa leið: https://c.deic.dk/xxxxx

Smelltu hér til að lesa aðeins nákvæmari leiðbeiningar um þennan hluta

 • Smelltu á slóðina eða afritaðu hana og skeyttu inn í adressureitinn í vafranum þínum. (ATH best er að nota Firefox eða Internet Explorer – það geta verið vandamál með Safari og Chrome)
  Þú getur prófað alvöru fundarherbergi með þvi að smella hér: https://c.deic.dk/profumac
 • Þú getur komist inn í fundarherbergi sem gestur án þess að nota lykilorð eða þú getur notað notendanafnið og lykilorð sem þú notar til að komast í öll önnur kerfi háskólans.

Þegar þú smellir á slóð að fundarherbergi opnast skráningarsíða:

AC-log-in

Nú þarft þú að merkja við hvort þú ætlir að opna hebergið sem gestur eða skráður notandi.

==> Í flestum tilfellum muntu opna herbergið sem gestur.

Svona ferðu inn sem gestur:

AC-Log-in-EnterAsGuest

 1. Veldu “Enter as Guest” valkostinn,
 2. Skrifaðu nafnið þitt í “Name” reitinn til þess að aðrir þátttakendur viti hver þú ert, fornafn dugir.

Svona tekur þú þátt í fundi ef þú vilt nota notendanafn þitt og lykilorð við HÍ:

Þú gerir það fyrst og fremst ef þú hefur sjálf/ur stofnað til fundarins, eða ef þú hefur sérstakt hlutverk á fundinum og það hlutverk er tengt notendanafninu þínu, sem sagt mjög ólíklegt.

Þú velur sem sagt möguleikann: “Enter with your login and password” ef þú hefur notendanafn við Háskóla Íslands og sérstaklega ef þú ætlar að koma að stjórnun fundarins:

 1. Veldu þá “Enter with your login and password“, veldu “University of Iceland” úr fellilistanum og smelltu svo á “Confirm selection and login“. Sláðu svo inn notendanafni og lykilorði og staðfestu.
 2. Þú gætir þurft að bíða smá stund eftir að vera hleypt inn í fundarherbergið
 3. Þegar inn er komið blasir við þér fundarherbergið:  sjá Skjámynd Adobe Connect

Fundarherbergið

Adobe-Connect-Skjamynd2

3) Kynntu þér umhverfið

Þegar fundarherbergið er opið á skjánum þínum er fyrsta mál að stilla hljóðið:

 1. Smelltu á Meeting skipunina á skipanalínunni og veldu “Audio Setup Wizard” og farðu í gegnum ferlið sem kerfið leiðir eftir því sem herfið leiðir þig
 2. Taktu svo eftir táknmyndunum á dökkgráu röndinni efst, hægra megin við orðið: Meeting: ATH fjöldi þeirra fer eftir “réttindum þínum þá stundina” þau geta verið öll þessi fjögur eða færri:

Adobe-Connect-hnappar

 • Hátalaramerki
 • Hljóðnemamerki
 • Myndavélamerki
 • Manneskja með hönd á lofti

Þau eru hvít, en verða græn þegar þú kveikir á þeim:

Með því að smella á vikomandi tákn kveikir þú og slekkur á hljóði og mynd

Með því að smella á píluna við hlið táknsins getur þú stillt nánar.

Með því að “rétta upp hönd” getur þú gefið fundarstjóra alls konar skilaboð, t.d. merki um að þú viljir fá orðið

Þegar þú kveikir á hljóðnema eða myndavél ert þú ert beðin/n um að gefa hugbúnaði sem heitir Adobe Flash aðgang að myndavél og hljóðnema, smelltu á “allow” hnappinn til að leyfa það, ef þú gerir það ekki getur kerfið ekki notað myndavél eða hljóðnema sem eru innbyggð eða tengd við tölvuna þína:

AC-Flash-samþykki

Ef þú ert ekki búin/n að því enn, þá er nauðsynlegt að stilla hljóðið. Þú gerir það með því að smella á:
Meeting og velja “Audio Setup Wizard” …

…og fara svo í gegnum ferlið sem þessi s.k. “Wizard” vill leiða þig í gegnum, smelltu alltaf á “Next” þegar hverju verkefni er lokið:

 1. spila hljóð  til að kanna hvort hlóðneminn þinn virkar (Smelltu á Play Sound)
 2. velja hljóðnema (Veldu úr listanum)
 3. prófa hljóðneman með því að taka upp (Smelltu á Record, svo á Stop og svo á Play Recording til að heyra hvernig hljóðið er)
 4. taka upp þögn – mög mikilvægt – smeltu á Test Silence og svo á Stop

Hlutverk og réttindi

Kerfið býður upp á þrjú hlutverk:

 1. Host (stjórnar öllu í fundarherberginu)
 2. Presenter (hefur aðgang að myndavél og hljóðnema og getur hlaðið upp skjölum eins og glærum og sýna skjáinn sinn)
 3. Participant (getur hlustað og rétt upp hönd. Fundarstjóri getur gefið þátttakendum aðgang að hljóðnema og myndavél)

Hafir þú áhuga á að deila því sem gerist á skjánum þínum (eins og Word skjali / PowerPoint glærum eða öðru svipuðu) með öðrum fundargestum þarftu að setja upp litlu við viðbótarforriti. (Ef þú ert ekki að nota eigin tölvu getur reyndar verið að þú hafir ekki nægileg réttindi til þess.)

Smelltu á “Help > Install Adobe Connect Add-in“, efst hægra megin. (Þessi möguleiki hverfur þegar það er búið að setja viðbótina upp á vafranum þínum)

4) Njóttu þess að vera með 😉

Viltu prenta svipaðar leiðbeiningar út?

Smelltu þá hér:

Aðfengið stuðningsefni