Taktu þátt eða stýrðu fundi í gegnum snjalltækið / Connect – Mobile

webinar-veflægt-2
Þú getur tekið þátt í og stýrt fundi í Adobe Connect í gegnum spjaldtölvuna þína eða símann! Það eina sem þú þarft er að setja upp Adobe Connect Appið í símanum þínum:

iPad / iphone

Fyrsta skrefið er að sækja Adobe Connect appið:
Opnaðu App Store á tækinu þínu og finndu appið. Best er að nota leitina…
Smelltu svo á Install hnappinn.

Android
Sæktu Adobe Connect appið:
Opnaðu Play Store á tækinu þínu og finndu appið. Best er að nota leitina…

Þegar þú hefur fundið appið og opnað siðu  með lýsingum á því getur þú sótt þér appið

Smelltu á Install hnappinn
Og bíddu á meðan appið hleðst niður og er sett upp á tækinu þínu.

Að skrá sig inn á fund
 
A) Ef þú ert þátttakandi á fundinum
Ef þú þarft ekki að skrá þig inn með notendanafni…
  • Opnaðu Adobe Connect appið
  •  Skráðu slóðina í fundinn í þar til gerðan reit
  •  Merktu við að þú viljir koma inn sem gestur
  • Skráðu nafnið þitt í viðeigandi reit
  •  Smelltu á next

B) Ef þú ert fundarstjóri :

Til að tengjast fundi þar sem þú vilt skrá þig inn með notendanafni þínu við HÍ þarftu að fara örlitla krókaleið inn:

  • Opnaðu vafra á tækinu…
  • Sláðu inn slóðina í veffundinn i adressureit vafrans
  • Þá opnast síða þar sem þú ert beðin/n um að gefa upp stofnunina sem þú ert tengd/ur (University of Iceland)
  • Þá færðu reiti til að skrá notendanafn og lykilorð
  • Þá loksins opnast appið með fundinum þinum.