Fyrir fundastjóra

Hér koma leiðbeiningar fyrir fundarstjóra

Fyrstu skrefin

Þegar þú hefur í hyggju að bjóða fólki á fund eða í kennslustund í gegnum fjarfundakerfið Adobe Connect þarft þú að byrja á því að búa til fundarherbergi fyrir fundinn þinn. Það getur verið gagnlegt að hafa sérstakt “fundarherbergi” fyrir hvert verkefni eða það getur dugað þér að hafa eitt herbergi fyrir alla fundi sem þú býður upp á. Ákvörðun um það hvílir aðallega á því hversu ólíkir atburðirnir geta orðið og hvort þú sérð fyrir þér að skilja eftir efni í fundarherberginu sem notendur geta sótt sér á milli funda.

==>Ertu að flýta þér: Sjá gátilsta eða Prentvæna útgáfu af  gátlista
Fundarherbergi (“Meeting”) hafa hvert sína sérstöku slóð og þau eru til staðar með öllu því efni sem maður hleður upp í þau þangað til maður eyðir þeim. Þannig getur þú safnað saman efni sem tengist tilteknu námskeiði / verkefni í viðkomandi fundarherbergi og notendur hafa aðgang að því svo lengi sem þú leyfir það.
Svona byrjar þú:
 1. Þú skráir þig inn í Adobe Connect:  https://c.deic.dk/, velur þar “University of Iceland” og skráir þig inn með þínu HÍ notendanafni (dæmi: hak23) og lykilorði
 2. Þá býrð þú til nýtt fundarherbergi: Með því að smella á Create New Meeting hnappinn:
  AC-New-Meeting
 3. Fylltu út upplýsingar um fundarherbergið.
  ATH Aðalmálið er að gefa því nafn og slóð, t.d. nafn þitt, verkefnis eða námskeiðs – Slóðin ætti að vera stutt og einföld, helst eitthvert orð sem væntanlegir fundargestir skilja og muna. Þannig fækkar þú mögulegum mistökum
 4. Tímasetningar skipta í þessu tilfelli engu máli (þær nýtast fyrst og fremst ef þú vilt nota kerfið til að boða fólk á fund og láta “Adobe Connect” halda utan um fundarboðin)
 5. Þú þarft að stilla hver má komast inn í fundarherbergið. Ég stilli það alltaf þannig að þeir sem hafa slóðina komast inn: “Anyone who has the URL for the meeting can enter the room” en ef þú ætlar að nota herbergið fyrir nefndarfundi þar sem þið safnið saman gögnum og glósum af fundunum er vert að takmarka aðganginn…. og aðeins þá!
 6. Smelltu næst á “Finish” hnappinn  neðst hægra megin á síðunni til að búa til fundarherbergið.
 7. Þá er aðal málið að afrita slóðina URL: og skeyta inn í tölvupóst til væntanlegra þátttakenda eða á vef námskeiðsins. Héðan í frá er það þessi slóð sem þú notar til að komast inn í fundarherbergið. En https://c.deic.dk/ er slóðin til að komast í stjórnborðið, t.d. til að búa til ný fundarherbergi, breyta stillingum eða skoða upptökur af fundunum. og sækja slóðir í upptökur til að koma þeim á framfæri við þátttakendur. (Hér er hugmynd að tölvupósti til þátttakenda)
 8. Smelltu á slóðina til að opna fundarherbergið.   Nú getur þú skoðað fundarherbergið og lagað það að eigin óskum.

Skoða fundarherbergið og stilla

“Fundarherbergið” hefur sínar “mubblur” eins og önnur herbergi. Það sem Adobe connect býður uppá eru

 • Þátttakendalisti (þar sérðu hverjir aðrir eru í herberginu og hvaða hlutverk/réttindi þeir hafa)
 • Spjall gluggi (Hér geta allir sem eru í herberginu skrifast á)
 • Video (Hér getur þú sýnt mynd og séð aðra þátttakendur í mynd)
 • Notes (Textasvæð sem amk presenters og hosts geta skrifað í)
 • “Share” (Hér getur einhver deilt skjámynd, glærukynningu, skjali, “krítartöflu” með þátttakendum)
 • og nokkur fleiri…

Webinar2

Þessum “mubblum” eða “pod” eins og þáu heita hjá Adobe connect getur þú raðað á skjáinn að villd, minnkað, stækkað og fært til eins og þér hentar. Á hægri kanti skjásins sérðu nokkrrar fyrirframgefnar uppraðanir sem gætu gagnast þér, og þú getur beytt þeim, gefið þeim nöfn og bætt við nýjum.  (Það getur verið sniðugt að setja leiðbeiningar fyrir þátttakendur í einn textareit (Notes – Pod) sjá tillögu að leiðbeiningum hér)

Stilla hljóð og mynd og herbergið sálft

1) Setja upp viðbót (Add-In)

Það fyrsta sem þú þarft þó ð gera í tengslum við það að gera herbergið nothæft er að sækja  viðbótarrrekil (“Addö-In”) sem bætir til muna hvernig Adobe Connect virkar á tölvunni sem þú ert að nota það og það skiptið:

 1. Smelltu á “Help” hnappinn, lengst til hægri efst og veldu neðst úr listanum skipunina “Install Adobe  Connect Add-In
 2. Tölvan þín sækir þá viðbótina, lokar fundarherberginu og opnar það aftur í sínum eigin glugga. Nú opnast fundarherbergið í sérstökum vafra, þar sem ekkert rými fer til spillis í hluti eins og addressureit, flipa og annað sem þú finnur á öðrum vafragluggum.
 3. Þessi viðbót er líka forsenda þess að þú getir deilt skjánum þínum með öðrum: T.d. ef þú villt keyra PowerPoint, Presenter eða Prezi kynningu beint af skjánum þínum.

 2) Stilla hljóð

Það sem hefur mest áhrif á gæði funda er hljóðið. Þess vegna er mikilvægt að fara í gegnum allt það sem þú getur gert til að tryggja hljóðgæði:

 1. Hafðu tölvuna tengda við internetið með netsnúru (Það munar MJÖG miklu) ef það er ekki hægt: sittu þá eins nálægt beininum (e. router) og þú getur
 2. Notaðu sjálf/ur og láttu alla aðra á fundinum nota heyrnartól
 3. Notaðu eins góðan hljóðnema og þú kemst yfir
 4. Stilltu hljóðið með því að fara í gegnum hljóðstillingarnar… Smelltu á: Meeting – Audio Setup Wizard…og farðu svo í gegnum ferlið sem þessi s.k. “Wizard” vill leiða þig í gegnum, smelltu alltaf á “Next” þegar hverju verkefni er lokið:
  1. spila hljóð  til að kanna hvort hlóðneminn þinn virkar (Smelltu á Play Sound)
  2. velja hljóðnema (Veldu úr listanum)
  3. prófa hljóðneman með því að taka upp (Smelltu á Record, svo á Stop og svo áPlay Recording til að heyra hvernig hljóðið er)
  4. taka upp þögn – mög mikilvægt – smeltu á Test Silence og svo á Stop

3) kveikja á myndavél

Smelltu á myndavélatáknið á svörtu röndinni eða smelltu á “Share my Video” á “Video” mubblunni / Podinum / glugganum. Þegar þú sérð mynd, þarftu að smella á “Share” eða “Play” hnapp á miðri myndinni til þess að hinir sjái myndina úr þinni myndavél.

Nú ertu tilbúin/n til að fara að senda út

Þegar þú sendir væntanlegum þátttakendum fundarboð getur þú nýtt þennan texta sem grunn að fundarboði

 

Fleiri áhugaverðar leiðbeiningar:

Sjá gátilsta eða Prentvæna útgáfu af  gátlista

Sviðsmyndir

Aðfengið stuðningsefni