Boð á fjarfund

Penni

Þegar þú boðar fólk á fjarfund / útsendingu úr kennslustund er nóg að afrita slóðina að fundarherberginu og skeyta í tölvupóst sem þú sendir til væntanlegra þátttakenda.

Þú finnur slóðina að fundarherbergjum þínum með því að opna stjornborð Adobe Connect: c.deic.dk

Velja þar Meetings flipann og velja viðkomandi herbergi úr lista yfir fundarherbergin sem þú hefur búið til:

AC-MeetingRoomS

Þegar þú hefur opnað upplýsingasíðuna fyrir fundarherbergið afritar þú slóð (URL) fundarherbergisins.

AC-MeetingRoom

Tölvupósturin gæti þá litið út eitthvað á þessa leið:

___________________________________________________________
Þér er boðið á fjarfund / að taka þátt í beinni útsendingu frá …

 1. Byrjaðu á því að kanna hvort tölvan þín og netið ræður við tæknina. Smelltu hér til að prófa búnaðinn þinn:  https://na1cps.adobeconnect.com/common/help/en/support/meeting_test.htm
 2. Smelltu svo á slóðinni inn í fundarherbergið:  https://c.deic.dk/xxxxx
  eða afritaðu hana og skeyttu inn í vafrann þinn.
  ATH best er að nota Firefox eða Internet Explorer
 3. Skráðu þig svo inn  sem gestur:
  • Veldu þá “Enter as Guest” möguleikann og
  • Skrifaðu nafnið þitt í “Name” reitinn til þess að aðrir þátttakendur viti hver þú ert, fornafn dugir alveg:
 AC-EnterAsGuest
Þá opnast fundarherbergið í vafranum þínum og þú getur byrjað að fylgjast með.
 • Ef þú ætlar að taka þátt í fundinum í mynd og með því að tala, þarftu að stilla hljóðið í tölvunni þinni:
 • Tengdu heyrnartól við tölvuna og settu þau á þig ==>
  ATH: Mundu að nota alltaf heyrnartól þegar þú ert á fjarfundi og ætlar að nota hljóðnemann, annars truflar þú alla hina á fundinum.
 • Smelltu nú á Meeting á svörtu skipanalínunni efst í fundarherbergisglugganum og  veldu “Audio Setup Wizard” úr vallistanum. Fylgdu leiðbeiningunum sem birtast á skjánum og prófaðu þannig hátalara og hljóðnema með aðstoð kerfisins.
 • Ef allt gekk vel ættir þú að vera tilbúin/n að taka þátt.

Notaðu svo hátalara, hlóðnema og myndavélatáknin á skipanalínunni til að kveikja á, slökkva og stilla þessi tækitæki:

Hátalari | Hljóðnemi | Myndavél | Rétta upp hönd

Adobe-Connect-hnappar

Smelltu hér til að fá leiðbeiningar ef eitthvað gekk ekki upp með hljóðið.

Hér finnur þú nákvæmari leiðbeiningar um þátttöku í fjarfundum með Adobe Connect

 

___________________________________________________________

Það getur verið sniðugt að hafa leiðbeiningar líka á sérstöku textaboxi (Note) í fundarherberginu:  Sjá tillögu