Gátlisti fyrir fund

Hér er gátlisti sem þú getur notað til að undirbúa og halda fund / kennslustund með nemendum þínum

ATH Þessi gátlisti er í vinnslu. Ef eitthvað er ólóst eða gloppótt vinsamlega hafið samband: Hróbjartur Árnason: hrobjartur@hi.is

Prentvæn útgáfa af þessum gátlista

Adobe Connect fundur/kennslustund skref fyrir skref

 

Senda slóð í fundarherbergið til nemenda með leiðbeiningum Hvettu þá til að mæta tímanlega til að stilla hljóðið

Undirbúa fundarherbergið (Vertu búin/n að kíkja inn í herbergið og tryggja að uppröðun henti því sem þú ætlar að gera þar og helst að þessar leiðbeiningar séu sýnilegar í herberginu)

Prófa hlóðið í þeirri tölvu sem þú ætlar að nota til að senda hljóðið út í. Ef þú ætlar að senda út úr kennslustofu og nota kennaratölvuna þar skaltu vera búin/n að opna herbergið þar og undirbúa tölvuna fyrir útsendingu ATH uppsetningin gildir fyrir hvern notanda sérstaklega:

 1. Opna fundarherbergið í gegnum Firefox vafrann
 2. Setja upp Adobe Connect Add-In (Smelltu á Help (lengst til hægri) og veldu “Install Add-In” sem er neðst í vallistanum sem opnast þegar þú smellir á “Help“. Ef þú hefur þegar gert það er þessi möguleiki ekki sýnilegur og Adobe Connect opnast í sínum eigin glugga (þú sérð ekki s.k. Addressu reit með slóðinni í herbergið efst í glugganum)
 3. Keyrðu “Audio Setup Wizard” með því að smella á “Meeting” (lengst til vinstri efst í glugganum) og velja “Audio Setup Wizard” Þú þarft að spila hlóð og heyra það, velja hljóðnema og prófa að taka upp hljóð og heyra að upptakan heppnaðist OG svo þarftu að taka upp þögn. Kerfið þarf að mæla hversu mikil þögn er í herberginu þegar það er þögn 😉
 4. Þá ertu tilbúin/n með hljóðið

Vertu búin/n að hlaða upp glærum

 • Smelltu á píluna við hliðina á  “Share my Screen” og veldu “Share Document”
 • Svo hleður þú skjalinu upp á sama hátt og með viðhengi í tölvupósti
 • Skjalið hleðst upp…
 • Þú getur svo smellt á pílur til að færa fram og til baka í glærukynningunni

Þú skalt mæta 10 mínútum fyrr og opna herbergið og taka á móti nemendum þegar þeir mæta í herbergið. Þetta er það sem þú gerir þá:

 1. Slá inn slóðinni að fundarherberginu í Firefox
 2. Kveikja á myndavélinni þinni
 3. Stilla myndavélina (að hverju á hún að snúa)
 4. Kveikja á hljóðnemanum þinum
 5. Ávarpa nemendur sem eru mættir
 6. Nota spjall svæðið til að skrifast á við nemendur sem heyra ekki eða heyrist ekki í

Viltu hafa aðra myndavél sem sýnir annað sjónarhorn í stofuna?

 • Þú gætir stillt upp fartölvu eða iPad í stofunni og skrá það tæki líka inn á fundinn (Mundu bara að slökkva á hljóðnema og hátalara á þeirri tölvu)
 • Þannig sjá þátttakendur sem eru á línunni meira af stofunni

Kveikja á upptöku

 • Þegar fundurinn / kennslustundin er að byrja skaltu kveikja á upptökunni: Meeting – Record Meeting
 • Skrifa nafn kennslustundar og dagsetningu í nafnreitinn í glugganum sem opnast
 • Smella á OK
 • Þá fá allir á fundinum ábendingu um að upptaka sé komin í gang.
 • ==> ATH það getur verið gagnlegt að slökkva og kveikja á upptöku eftir skiptingu kennslustundarinnar. Það er vesen að klippa upptöku í marga búta eftir á – en litið mál að klippa framan, aftan og innanúr.
 • Slökktu á upptökunni þegar kennslan / fundurinn er búin/n

Viltu keyra glærur í fullum skjá á fundinum eða skoða vefsíðu með fólki sem er á línunni OG í salnum?

 • Veldu “Share My Screen” og veldu “Desktop”
 • Þá hverfur myndin af fundarherberginu og í staðinn birtist lítil rönd í hægra hornið neðarlega með stjórntækjunum.
 • Fólk í fundarsal sér bara skjáinn þinn / glærurnar og EKKI þátttakendur á línunni
 • Þátttakendur á línunni sjá Adobe Connect fundarherbergið OG glærurnar þínar.
 • EKKI gleyma að þú ert með fólk á línunni 😉

Í hita leiksins

 • Þátttakendur á línunni eru mjög þakklátir fyrir að við munum eftir að þeir eru þarna
 • Það má varpa spurningum til þeirra (þeir geta svarað í gegnum hljóðnemann, eða skriflega)
 • Munum líka eftir að sýna þeim það sem bara fólk í salnum sér
 • Munum eftir að endurtaka spurningar ef hlóðneminn nær ekki hljóðinu frá öllum

ENDIR

 • Kveðja fólkið á línunni
 • Slökkva á upptöku
 • Bara loka herberginu t.d. með því að smella rauða x – ið (Windows)

 

Prentvæn útgáfa af þessum gátlista