Hljóðið í Adobe Connect

Her eru nokkur atriði semi þú getur get til að tryggja semi best hljóðgæði þegar þú tekur þátt í fundi eða stýrir honum:
Tækjabúnaður
 • Tengdu tölvuna helst við Internetið í gegnum snúru, frekar en þráðlaust net.
 • Til þess að taka virkan þátt í Adobe Connect fundi þarft þú að hafa myndavél, hljóðnema og hátalara tengd við tölvuna þína. Fartölvur eru flestar með þessi þrjú tæki innbyggð, EN það er nauðsynlegt að nota annað hvort heyrnartól eða sérstaka fundar/ráðstefnuhljóðnema. Þetta geriur þþu til að tryggja hljóðgæðin og koma í veg fyrir vandamál sem gætu truflað fundinn. Ef þú notar ekki heyrnartól eða fundarhátalara gætir þú eyðilagt fundinn fyrir öðrum þátttakendum. Best er að nota USB heyrnartól með innbyggðum hljóðnema. Það er vel þess virði að fjárfesta í vönduðu tæki, hljóðgæði hafa veruleg áhrif á það hversu vel fundurinn gengur fyrir sig. Rétt er að geta þess að góö heyrnartól með góðum hljóðnema kosta ekki mikið.
Undirbúningur:
 1. Keyrðu próf til að kana hvort tölvan og internettengingin dugar fyrir Adobe Connect fund
 2. Tengdu hljóðnema og heyrnartól við tölvuna áður en þú opnar fundarherbergið. Ef þú gerir það eftirá skaltu loka fundarherberginu og opna það after
 3. Þegar þú ert búinn að opna fundarherbergið skaltu setja upp Adobe Connect Add-In. Það er forritsbútur sem gerir þér kleift að deila skjánum þínum með öðru fundarfólki og opnar fundinn í sinum eigin glugga. Ef þú hefur ekki sett þennan forrritsbút upp, sérðu skipunina “Instal Adobe Connect Add-In” neðst í listanum yfir möguleika þegar þú smellir á “Help” skipunina í hægra horninu efst. Ef sá möguleiki sést ekki, þá er búið að setja viðbótina upp.
 4. Keyrðu “Audio Setup Wizard” (Smelltu á Meeting til að finna skipunina.) of farðu eftir leiðbeiningunum þar.
Svona stjórnar þú hljóðnemanum:
 1. Kveiktu á hljóðnemanum með því að smella á hljóðnemamerkið á skipanalínunni, Táknið verður grænt
 2. Veldu hljóðnema með því að smella á “Select Microphone” (Það geta verið fleirri en einn hljóðnemi tengdur)
 3. Stöðvaðu hlóðnemann með því að smella aftur á táknið – það kemur strik yfir hljóðnematáknið
 4. Slökktu á hljóðnemanum með því að smella á píluna við hlið táknsins og velja “Disable my microphone”
 5. Hækkaðu eða lækkaðu með því að velja “Adjust Microphone Volume” og draga stjórntæki til hægri og vinstri

Vandamál með hljóðið

Það geta alltaf komið upp einhver vandamðal með hljóðið. Hér eru nokkur atriði sem er vert að skoða

 1. Ertu snúrutengd/ur við internetið? (það tryggir betri gæði á hljóðinu)
 2. Ertu búin/n að keyra próf sem kannar hvort tölvan og tengingin ræður við Adobe Connect?
 3. Ertu búin/n að keyra “Audio Setup Wizard”? (Smelltu á Meeting – Audio setup wizard)
 4. Ertu búin/n að velja réttan eða besta hljóðnemann (smelltu á píluna við hliðina á hljóðnematákninu og svo á “Choose Microphone”
 5. Ef þú ert fundarstjóri: Kannaðu hversu há bandvíddin er á fundarherberginu. Það gæti hjálpað að auka eða minnka hana: Smelltu á Meeting – Preferences – Room Bandwidth: það ætti í flestum tilfellum að vera best að stilla á DSL/Cable, en í undantekningatilfellum – td. ef einhverjir þátttakendur eru í lélegu netsambandi, þá er “Modem” stillingin betri. En þessi stilling getur leitt til þess að hljóðið verði MJÖG bjagað. Það borga sig að breyta þessari stillingu aftur á meiri bandvídd strax og fundurinn er búinn, svo það hafi ekki áhrif á síðari fundi.
 6. Það getur verið gagnlegt að hreinsa út allar upplýsingar sem vefsíður sem nota Flash hafa vistað á tölvunni þinni. Þessi tengill gefur þér aðgang að upplýsingum um það hvaða vefsíður hafa vistað upplýsingar fyir Flash á tövunni þinni: http://www.macromedia.com/support/documentation/en/flashplayer/help/settings_manager07.html  þegar síðan opnast smelltu þá á “Delete all sites” hnappinn á stjórnborðinu. (Þessu er stjórnað sérstaklega fyrir hvern vafra (Chrome, Firefox, Internet Explorer, Safari, Opera…) fyrir sig.
 7. Svo má ekki gleyma hinu gamalreynda: Að endurræsa tölvuna.

Þetta er það helsta sem þú getur gert til að stilla hljóðið í Adobe Connect.

Ef þetta dugar ekki gæti verið að stillingar í stýrikerfinu þínu séu rangar.  Á Windows tölvu hægri-smellir þú á hátalaratáknið á verkfæralistanum neðst á skjánum og skoðar hvort allt sé rétt stillt.

Hér eru leiðbeiningar um stillingar í Windows (Aðeins sýnilegar með því að skrá sig inn með netfangi við HÍ.

Lestu meira um hljóð