Svona miðla hópar niðurstöðum sínum

Þegar maður skiptir fólki niður í hópvinnusvæði er hægt að láta þátttakendur skrifa niðurstöður umræðunnar í sérstök textasvæði (Notes pod) sem eru aðgengileg inni í hverju hópvinnusvæði og þegar hópavinnu er lokið er hægt að stilla fundarherbergið þannig að allir sjá niðurstöður úr vinnu allra hópanna
Hér fyrir neðan má sjá tómt hópvinnusvæði. En þegar nemendur eru inni í svæðinu sjá þeir hvert annað í mynd, nöfnin þeirra raðast upp í þátttakendalistann, þau geta skrifast á í spjall glugga og skrifað niðurstöður sínar í Notes 8 gluggann. Það sama á sér stað á hinum hópasvæðunum.
ATH:Þegar þú býrð til hópasvæði í fyrsta sinn afritar AC þá uppröðun sem er á fundarherberginu þegar þú smellir á Breakout rooms hnappinn. Viljir þú breyta uppröðuninni er annað hvort að eyða öllum hópvinnusvæðunum, búa til nýja uppröðun sem hentar fyrir hópavinnuna og hafa þá uppröðun virka þegar þú býrð til ný hópvinnusvæði. Eða að fara inn í hvert hópvinnusvæði og breyta því.
AC-Breakout-Layout-1
Þegar hópavinnunni lýkur eru þátttakendur sóttir úr hópasvæðunum og fundarstjóri skiptir um uppröðun í aðal fundarherberginu þannig að glósusvæði hópanna eru öll sýnileg á einum skjá:
AC-Breakout-Layout-2
Þá verður auðvelt að ræða saman um niðurstöðu umræðanna, því allir sjá niðurstöður allra hópanna.
Til þess að gera umræðuna markvissari getur fundarstjóri verið búinn að skipta glósusvæðinu upp með 2-4 spurningum (svipað og í SVÓT greiningu) Þar mætti nota spurningar eins og 1) Hver er staðan 2) Hver er óskastaðan 3) Hvað truflar 4) Hvaða tillögur höfum við. Eða: 1) Fyrstu viðbrögð við greininni 2) Hver er rannsóknarspuringin 3) Hverjar eru helstu niðurstöður 4) Hvernig tengjast niðurstöður höfunda viðfangsefni kennslustundarinnar í dag?
Með uppröðun sem þessari má auðveldlega leiða umræður í kring um lokaniðurstöðu hópanna.

Meira um hópavinnu