Leiðbeiningar sem má setja í textabox í fundarherbergi

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar sem er sniðugt að hafa í textaboxi í fyrstu skjámyndinni í fundarherbergi í Adobe Connect.
Þar eru að finna mikilvægustu upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þátttakendur um notkun herbergisins. Þú getur afritað þennan texta og haft í textaboxi sem þátttakendur sjá þegar þeir mæta á fundinn.

AC-Gluggi-Leidbeihningar

Velkomin á vefstofu / á fund / í kennslustund…XXX

1) Byrjaðu á því að stilla hljóðið (Hljóðnema og hátalara):
Smelltu á Meeting og veldu “Audia Setup Wizard” og farðu eftir leiðbeiningum þar.
2) Taktu svo eftir táknmyndunum á dökkgráu röndinni efst, hægra megin við orðið:
Meeting:

* Hátalaramerki
* Hljóðnemamerki Skrunaðu niður (þessi texti er hafður hér ef glugginn fyrir leiðbeiningarnar er lítill)
* Myndavélamerki
* Mynd af manneskju (t.d. til að rétta upp hönd 😉

Þau eru hvít, en verða græn þegar þú kveikir á þeim:
Með því að smella á táknin kveikir þú og slekkur á hljóði og mynd
Með því að smella á píluna við hlið táknsins getur þú stillt nánar.

ATH
Nauðsynlegt er að nota heyrnartól á meðan á fundi stendur (annars má búast við bergmáli)
Sömuleiðis er gagnlegt að slökkva á hljóðnemanum þegar það koma lengri tímabil sem maður ætlar ekki að tala við aðra fundargesti

Notaðu þessa slóð til að prófa hvort tölvan þín hefur nauðsynlegan búnað og tengingar eru í lagi:
https://na1cps.adobeconnect.com/common/help/en/support/meeting_test.htm
Nánari leiðbeiningar eru hér:

Fyrir fundargesti