Byrjunin

Svona byrjar þú að nota Adobe Connect

Þegar þú hefur í hyggju að bjóða fólki á fund eða í kennslustund í gegnum fjarfundakerfið Adobe Connect þarft þú að byrja á því að búa til fundarherbergi fyrir fundinn þinn. Það getur verið ráðlegt að hafa sérstakt “fundarherbergi” fyrir hvert verkefni. Til dæmis eitt fyrir hvert námskeið. Þannig rata nemendur alltaf á réttan stað, og þú getur skilið eftir gögn í fundarherberginu sem nemendur geta sótt þegar þeim hentar.

 1. Þú skráir þig inn í Adobe Connect:  https://c.deic.dk/ , velur þar “University of Iceland” og skráir þig inn með þínu HÍ notendanafni (dæmi: hak23) og lykilorði
 2. Þá býrð þú til nýtt fundarherbergi: Með því að smella á Create New Meeting hnappinn:
  Adobe-Connect-Innskraning
 3. Fylltu út upplýsingar um fundarherbergið. Aðalmálið er að gefa því nafn og slóð, t.d. nafn verkefnis eða námskeiðs
 4. Tímasetningar skipta í þessu tilfelli engu máli (þessi stilling hefur aðeins hlutverk ef þú vilt að Adobe Connect sendi fundarboð til þátttakenda… lestu nánar um það í AC hjálpinni )
 5. Þú þarft að stilla hver má komast inn í fundarherbergið. Ég stilli það alltaf þannig að þeir sem hafa slóðina komast inn: “Anyone who has the URL for the meeting can enter the room” en ef þú ætlar að nota herbergið fyrir nefndarfundi þar sem þið safnið saman gögnum og glósum af fundunum er vert að takmarka aðganginn. En til þess að það gangi þurfa þátttakendur að vera skráðir í kerfið. Það eru aðeins notendur við íslenska og danska háskóla sem geta skráð sig í þetta kerfi. Það er líka hægt að takmarka aðgang með því að láta þátttakendur biðja um aðgang þegar þeir skrá sig inn, þá þarf fundarstjóri að hleypa þátttakendum handvirkt inn, hverjum og einum.
 6. Þú velur “Next” EF þú ætlar aðeins að bjóða afmörkuðum hóp, notenda í kerfinu
 7. og aftur “Next” til að skrifa boðsbréf til þátttakenda (ég sleppi alltaf þessum tveimur skrefum en það getur verið gagnlegt að nýta þessa þjónustu til að bjóða á fund sem fer fram á tilteknum tíma)
 8. Finish” hnappurinn býr til fundarherbergið: Þá er aðal málið að afrita slóðina URL: og skeyta inn í tölvupóst til væntanlegra þátttakenda eða skeyta henni á vef námskeiðsins. Héðan í frá er það þessi slóð sem þú notar til að komast inn í fundarherbergið. En https://c.deic.dk/ er slóðin til að komast í stjórnborðið, t.d. til að búa til ný fundarherbergi, breyta stillingum eða skoða upptökur af fundunum. Allt sem þú setur inn í þetta fundarherbergi vistast þar og þeir sem hafa aðgang að því geta nálgast það síðar.
 9. Smelltu á slóðina til að opna fundarherbergið.   Nú getur þú skoðað fundarherbergið og lagað það að eigin óskum.

Aðfengið stuðningsefni