Þátttaka

Svona tekur þú þátt í fundi í Adobe Connect

Ef þú færð boð um að taka þátt í fundi eða kennslustund í gegnum Adobe Connecteru hér nokkrar leiðbeiningar til að koma þér af stað:
 • Byrjaðu á því að kanna hvort búnaðurinn þinn og nettenging hentar
 • Þú hefur væntanlega tilboð um að taka þátt í fundi í gegnum fjarfundakerfið Adobe Connect
 • Þá er sniðugt að byrja á því að kann hvort tölvan þín og netið ræður við tæknina. Smelltu hér til að prófa búnaðinn þinn:
 • Skráðu þig inn í fundarherbergið
  • Þú hefur fengið slóð í “fundarherbergið” sem lítur út eithvað á þesa leið: https://c.deic.dk/xxxxx smelltu á slóðinni eða afritaðu hana og skeyttu inn í vafrann þinn. (ATH best er að nota Firefox eða Internet Explorer) Þú getur prófað þetta með þvi að smella á https://c.deic.dk/profumac (þetta er opið fundaherbergi sem hefur verið notað til að kynna Adobe Connect)
Þú getur komist inn í fundarherbergi sem gestur eða sem notandi við Háskóla Íslands.
Skráðu þig inn sem gestur ef þér hefur verið boðið á fundinn og þú verður þar sem venjulegur þátttakanadi:
 • Veldu þá “Enter as Guest” möguleikann og
 • Skrifaðu nafnið þitt í “Name” reitinn til þess að aðrir þátttakendur viti hver þú ert, fornafn er nóg.
Veldu aftur á móti möguleikann: “Enter with your login and password” ef þú hefur notendanafn við Háskóla Íslands og sérstaklega ef þú ætlar að koma að stjórnun fundarins:
 • Veldu þá “Enter with you login and password”, veldu University of Iceland úr fellilistanum og smelltu svo á “Confirm selection and login”
 • Þú gætir þurft að bíða smá stund eftir að vera hleypt inn í fundarherbergið
 • Þegar inn er komið blasir við þér fundarherbergið:  Skjámynd Adobe Connect
 • Byrjaðu svo á því að stilla hljóðið
  • Smelltu á Meeting (efst vinstra megin) og veldu “Audio Setup Wizard” og farðu í gegnum ferlið sem kerfið býður þér
 •  Skoðaðu svo önnur stjórntæki
  • Taktu svo eftir táknmyndunum á dökkgráu röndinni efst, hægra megin við orðið: Meeting
  • ATH fjöldi þeirra fer eftir “réttindum þínum” þá stundina.
 • Hátalaramerki
 • Hljóðnemamerki (Aðeins sýnilegt ef stjórnandi fundarins hefur ákveðið að gefa þér leyfi til að nota hljóðnema – það gæti breyst síðar á fundinum)
 • Myndavélamerki (Aðeins sýnilegt ef stjórnandi fundarins hefur ákveðið að gefa þér leyfi til að nota mytdavél – það gæti breyst síðar á fundinum)
 • Manneskja með hönd á lofti.
Þessar táknmyndir eru hvítar, en verða grænar þegar þú kveikir á þeim:

 • Með því að smella á tákninu kveikir þú og slekkur á viðkomandi tæki: hljóðnema eða myndavél
 • Með því að smella á píluna við hlið táknsins getur þú stillt tækið nánar.
 • Með því að “rétta upp hönd” getur þú gefið fundarstjóra alls konar skilaboð, t.d. merki um að þú viljir fá orðið pílan sýnir ólík skilaboð sem þú getur gefið fundarstjóra.Svona tekur þú þátt í fundi í Adobe ConnectÞegar þú kveikir á hljóðnema eða myndavél ert þú ert beðin/n um að gefa hugbúnaði sem heitir “Adobe Flash” aðgang að myndavél og hljóðnema, smelltu á “allow” til að leyfa það:

5. Hlutverk / Réttindi

Fundarstjóri úthlutar þátttakendum á fundinum/kennslustundinni ólík hlutverk, sem fela gjarnan í sér ákveðin réttindi
Kerfið býður upp á þrjú hlutverk:
 1. Host (“Fundarboðandi” stjórnar öllu í fundarherberginu)
 2. Presenter (“Kynnir” hefur aðgang að myndavél og hljoðnema og getur hlaðið upp skjölum eins og glærum og getur deilt mynd af skjánum sínum með þátttakendum – þeir sjá það sem er að gerast á hans skjá)
 3. Participant (“Þátttakandi” getur hlustað og rétt upp hönd. Fundarstjóri getur gefið þátttakendum (einum og einum eða öllum í einu) aðgang að hljóðnema og myndavél).
Hafir þú áhuga á að deila skjánum þínum með öðrum þarftu að bæta við viðbót
smelltu þá á hnappinn “Help > Install Adobe Connect Add-in“, efst hægra megin.
(Þessi möguleiki hverfur þegar það er búið að setja viðbótina upp á vafranum þínum).

6. Vertu virk/virkur

Fólk er boðað á fundi vegna þess að það er mikilvægt að vera virkur þatttakandi. Þess vegna skaltu byrja strax að prófa að nota þá valkosti sem þú hefur til þátttöku
 • Notaðu spjallsvæðið til að láta vita af þér (heilsa öðrum þátttakendum)
 • Varpaðu fram spurningum
 • Komdu með ábendingar og viðbætur
 • Ef þú skilur ekki, óskaðu eftir skýringum
 • Ef fundarstjóri gefur þátttakendum hljóðnemann, komdu þá endilega með viðbrögð eða spurningar, mundu bara að vera skýr og stuttorð/ur
 • Vertu þinn eigin fundarstjóri: Taktu þátt með það fyrir augum að þú OG aðrir þátttakendur græði á innleggi þínu og talaðu eða skrifaðu stutt svo aðrir komist að.

7. Gangi þér vel!

Viltu prenta svipaðar leiðbeiningar á ensku út?

Aðfengið stuðningsefni