Upptökur með forritinu Zoom

Það er einfalt mál að taka upp fundi, kennslustundir eða fyrirlestra með Zoom.

Starfsmenn sem vilja nota Zoom vinsamlegast sendið beiðni á help@hi.is og fáið leyfisnúmer til þess að geta notað alla eiginleika forritsins. Forritið er uppsett í öllum skólastofum en einnig er hægt að sækja það hér.
Eftir að þið hafið sótt forritið og keyrt það upp er mælt með að breyta eftirfarandi stillingum: Personal Meeting ID: notið eigið símanúmer. Dæmi: 354-000-0000 og í
Personal Link: notendanafn ykkar. Dæmi: https://zoom.us/my/aslaugbj
Bendið nemendum ykkar á að sækja forritið tímalega og nota heyrnatól með hljóðnema á fundum. Þið eruð nú tilbúin til þess að halda fund og veljið New meeting.
Undir Record er hægt að velja hvort upptaka geymist á OneDrive eða í Documents möppu
á tölvunni ykkar (tvær skrár eru geymdar eða hljóð- og myndskrá).
Ef þið notið Panopto á sama tíma passið þá að rétt námskeið sé valið svo upptakan vistist inn
á rétt námskeið. Hægt er að skipta nemendum í umræðuhópa með því að búa til nokkur herbergi en það kallast Breakout room. 
Ef nemendur ætla að vinna áfram eftir fundinn þá er kennara óhætt að velja
End meeting > Leave meeting.
Undir More er hægt að setja útsendinguna yfir á Facebook/Youtube/Workplace.
Hægt er að læsa fundi undir More > Lock meeting.

 
Leiðbeiningarnar hér fyrir neðan eru fyrir AdobeConnect og verða fjarlægðar fljótlega. Svona tekur þú upp:
Þegar þú hefur hafið fund í Adobe Connect smellir þú á fyrirsögnina “Meeting” á skipanalínunni og velur skipunina “Record Meeting” úr fellilistanum.
Adobe-Connect-RecordMeeting
Þá opnast gluggi til aða fylla út nafn upptökunnar og skrifa nánari skjýringar:
Adobe-Connect-RecordMeeting2
Þegar þú samþykkir nafnið hefst upptkan og það opnast svartur gluggi í efra hægra horni fundarherbergisins hjá öllum þátttakendum. Allir fá þannig tilkynningu um að upptaka sé í gangi, og rauður hringur gefur það einnig til kynna. Smelltu á “pause rexording” til að gera hlé á upptökunni, “Resume recording” til að hefja hana aftur og “Stop recording” til að ljúka upptökunni og vista hana.
Adobe-Connect-RecordMeeting3
Stundum getur reynst happadrjúgt að gera margar upptökur á sama atburði. Það er amk. auðveldara og fljótlegra en að klippa upptökuna til eftirá.
Sömuleiðis getur verið gagnlegt að fá þátttakenda á fundinum, jafnvel einhvern sem situr við tölvuna heima og fylgist með, til að stjórna upptökunum.
 
Að fundi loknum vistast upptökurnar í kerfinu og þú getur gert þær aðgengilegar almenningi eða lokuðum hópi.
 
Unnið með upptökuna
opnaðu stjórnborðið http://c.deic.dk opnaðu þar meeting flipann
AC-Stjornbord-Meeting
 
og veldu fundarherbergið þar sem funduinn fór fram.
AC-Stjornbord-Meeting-2
 
Þegar stjórnborð fundarherbergisins opnast sérðu flipann: “Recordings” lengst til hægri:
AC-Stjornbord-Meeting-3
 
Smelltu á hann og þú færð fram lista yfir allar upptökur sem hafa verið gerðar í því fundarherbergi.
 

Viltu breyta upptökunni áður en þú gerir hana aðgengilega?

Þú getur klippt upptökuna til  með því að gefa skipunina (Edit meeting) og þú getur vistað hana á FLV formi og vistað svo á YouTube ef þú vilt.
  • ATH það tekur langan tíma að búa til FLV skjal (jafn langan tíma og upptakan tók upprunalega)
Þú smellir á píluna á eftir “actions” til að fá aðgang að þessum aðgerðum.
AC-Stjornbord-Meeting-4
 
 
 
Til þess að klippa upptökuna smellir þú á Actions skipunina (3). Þá bjóðast þér tveir möguleikar: Edit Recording og Make FLV.
Ef þú smellir á “Edit Recording” opnast upptakan í “breytingaham” sem lítur eins út og þegar maður horfir á upptökuna. En það eru nokkur verkfæri neðst á skjánum:. Með því að hreyfa til pílur á tímalínu upptökunnar getur þú afmarkað þá hluta upptökunnar sem þú vilt klippa út/eyða
Adobe-Connect-RecordMeeting7
Þá getur þú líka skipt upptökunni í hluta með því að búa til kaflaskipti (Chapter) eða að búa til s.k. “Bókamerki” Þannig auðveldar þú þeim sem spila upptökuna að finna atur þá hluta upptökunnar sem þeir vilja fylgjast með.
 
Ef eða þegar þú hefur lokið breytingum á upptökunni skaltu vista hana.
 
Ef þú aftur á móti velur möguleikann “Make FLV” getur þú hlaðið upptökunni niður á forminu “FLV” þá getur þú unnið með upptökuna í vídeóvinnslu forriti eins og “Movie Maker”.
 

Svona gerir þú upptökuna opna almenningi.

Í listanum yfir upptökurnar skaltu haka í reitinn fyrir framan upptökuna (1) og velja svo stillinguna: “Access Type” (2).
Adobe-Connect-RecordMeeting6
Í valmyndinni sem opnast skalltu smella við “Public” til að opna möguleikann á að aðrir geti skoðað upptökuna. Til þess að takmarka aðgang að upptökunni er hægt að loka henni með lykilorði, þannig að aðeins þeir sem kunna lykilorðið geta horft á upptökuna.
Núna hefur þú gert upptökuna opna almenningi. 
Til þess að gefa fundargestum og öðrum geti spilað upptökiuna þurfa þeir að hafa slóðina að upptökunni. Þú birtir þeim slóðina að upptökunni, með því að senda þeim hana í tölvupósti, eða birta hana á einhvern hátt á vefnum eða námskeiðsvef.
Slóðina finnur þú með því að smella á upptökuna í listanum yfir upptökur, opna upptökuna, velja slóðina, afrita (copy) og skeyta henni þar sem þú vilt koma upptökunni á framfæri. t.d. í Facebook hóp námskeiðsins, Moodle, blogg eða tölvupósti…

Adobe-Connect-RecordMeeting8

Gangi þér vel með upptökurnar .