Fjardís að störfum


Á námskeiðinu Gerum gott betra, sem var fyrir kennara MVS, tók Ragnheiður að sér að stýra Fjardísi í gegnum smáforrit. Hún er því fyrsti kennarinn á MVS sem gerist fjardís og tekur þannig virkan þátt í viðburði.

Ragnheiður tók saman nokkra punkta um reynslu sína sem fjarvera:

 • Notar mikið gagnamagn í gegnum síma, fékk aðvörun um mikla notkun.
 • Heyrðist misvel í þátttakendum, vel í fyrirlesara en verr í öðrum fjær. Hefði þurft að hreyfa mig meira um á svæðinu til að heyra betur. Vildi samt ekki trufla aðra með því að vera að þvælast um, myndi samt gera það „næst“.
 • Sést ekki nægilega vel á skjá fyrirlesara þegar síminn er notaður, símaskjárinn er of lítill til að birta greinilega mynd. Mæli ekki með símanum ef það á að lesa mikið af skjá. Tryggvi sendi mér glærurnar sem var mjög gott.
 • Skipti yfir á Ipad  í hléi og þá var auðveldara að fylgjast með á skjá. Betri myndgæði en engar breytingar á hljóðgæðum.
 • Gat ekki tengst í gegnum tölvuna mína, fékk ekki aðgang að myndavél eða hljóðnema, þarna þarf að skoða tækniatriði.
 • Glampar af loftljósum truflar efni á skjá, glærur voru að mestu í lagi en t.d. þegar verið var að skoða efni á Canvas varð skjárinn mikið til hvítur sérstakalega vinstra megin. Kannski eitthvað með staðsetninguna á fjarverunni. Gat samt ekki lagað það.

Annars gekk þetta vel og það var gaman að prófa.

Símkerfið flutt yfir í Teams

Nú eiga allir að vera komnir yfir í símkerfi Teams í stað borðsíma sem þýðir að allar símhringingar berast í gegnum Teams.
Ef þið ætlið að hringja í samstarfsfólk ykkar þá er nóg að skrifa upphafsstafi eða nafn viðkomandi í leitarglugga Teams (efst í Teams glugganum).

Smellið á viðkomandi og veljið símtólið til þess að hringja í gegnum Teams.
Þið getið líka notað Símtöl (hnappinn) vinstra megin í tækjastikunni, til þess að hringja úr Teams. Þeir sem vilja svara símtölum í gegnum snjallsíma geta sótt og sett upp Teams smáforritið en þá verðið þið að vera í netsambandi til þess að hringja eða taka við símtölum. Netsamband merkir að þið eruð tengd í gegnum þráðlaust net t.d. Wifi (Eduroam) eða 3G/4G.

Ég mæli með því að þið notið talhólfið í Teams og takið upp skilaboð fyrir þá sem ná ekki í ykkur. Smellið á myndina af ykkur og veljið Stillingar. Í glugganum sem opnast veljið Símtöl > Stilla talhólf.

Flest allir innan MVS eru komnir með USB heyrnatól en ef ekki hafið samband við mig (aslaugbj[at]hi.is).

Vinsamlegast aftengið símtækið á skrifstofu ykkar og komið því til kennsluskrifstofu eða umsjónarmanns (Þrymur).

Menntaský er nýtt nafn á OneDrive HÍ

Það hefur orðið nafna breyting á OneDrive skýjaþjónustu okkar en í stað Háskóli Íslands birtist nú nafnið Menntaský. Þetta á bara við um þá sem setja skýið upp á nýrri tölvu og hefur engin áhrif á vinnu ykkar í skýinu. 

 

Þeir sem hafa þegar sett upp OneDrive sjá þessa breytingu t.d. í Teams, efst í hægra horninu eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.

Tækninýjungar í Stakkahlíð og Gleðilegt sumar!

Í fundaherbergi okkar E205 er nú nýr 75″ upplýsingaskjár og fyrir neðan skjáinn er vefmyndavél, hátalari og hljóðnemi. Vefmyndavélin sýnir mynd af fólkinu við fundaborðið og dregur athyglina að þeim sem á orðið við borðið 😆

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í K208 verður fljótlega sett upp Microsoft Surface tölva með snertiskjá en tölvan hefur fengið mjög góða dóma og fljótlega fáið þið að leggja ykkar mat á gripinn.

 

 

 

 

 

 

 

E303 verður svo breytt í fjarfundastofu með Prowise snertiskjá og fjarfundabúnaður staðsettur fyrir framan skjáinn svo kennarinn getur auðveldlega séð fjarnemendur sína.
Ég læt ykkur auðvitað vita um leið og stofan er tilbúin.

 

 

 

 

 

 

 

Og síðast en ekki síst kæra samstarfsfólk, GLEÐILEGT SUMAR

Viðvera og fjærvera

Velkomin aftur til starfa eftir páskafrí 😀

Við skiptum á milli okkar viðveru þessa dagana auk þess sem við erum að vinna að uppsetningu tækja og erum því jafnvel á flakki um skólann. Ef þið komið að læstum dyrum Menntasmiðju, þá vinsamlegast hringið í 525-4222 eða í 669-0274.

Í gær fengum við Double 3 fjærveru (róbot) til okkar í Menntasmiðju og bíðum eftir að fá Kubi Classic á næstu dögum. Þessi tæki voru keypt fyrir styrk úr tækjakaupasjóði en vegna Covid seinkaði því miður afhendingu allverulega.

Um er að ræða fjarstýrð vélmenni sem gerir fjarstöddum kleift að taka virkari þátt í kennslustundum en hefðbundinn fjarkennslubúnaður býður upp á. Annars vegar er ein hreyfanleg fjærvera sem gerir fjærverandi þátttakenda kleift að færa sig á milli staða og snúa sér að því sem hann vill beina athyglinni. Hins vegar eru tvær staðbundnar fjærverur (Kubi Classic – sjá nánar fyrir neðan) sem sitja á borði og notandi getur snúið til að beina athygli að
því, eða þeim, sem eru í nærumhverfi tækisins.
Um fjærverur:
1. Fjarstýranlegt tæki sem er stjórnað með hugbúnaði í gegnum netið
2. Skjár og hátalari svo hægt er að sjá og heyra í þeim sem stjórnar fjærverunni. Getur verið innbyggt tæki spjaldtölva eða annað snjalltæki
3. Myndavél og hljóðnemi sem varpar mynd og hljóð frá þeim stað sem fjærveran er stödd til þeirra sem stjórnar henni.
Double Robotics fjærveran okkar:
– Fjarstýranlegt vélmenni á hjólum sem stjórnandi getur hreyft á milli staða, kennslustunda og snúið á ýmsa vegu
– Sambyggður skjár, myndavél, hátalari og hljóðnemi fyrir samskipti milli stjórnanda og þeirra sem eru í návist fjærverunnar
– Innbyggð endurhlaðanaleg rafhlaða með 4 klst. endingu
– Hleðslustöð til að endurhlaða fjærveruna
– Hugbúnaður til að tengja fjærveruna við net og fyrir stjórnendur að stýra fjærverunni.
Hægt að skoða hér: https://www.doublerobotics.com/

Kubi Classic – væntanleg:
– Staðbundinn fjærvera á fæti sem spjaldtölva er fest við. Fjærveran er til þess gerð að sitja á borði
– Fóturinn er fjarstýrður af stjórnanda sem getur snúið tækinu á alla vegu og hallað fram og tilbaka
– Notast við nettengingu og fjarskiptatækni í spjaldtölvunni sem er fest við fótinn. Styður allan þann fjarskiptahugbúnað sem spjaldtölvan sem notuð er styður (t.d. Zoom, Skype, Google Hangouts, o. fl.)
– Hugbúnaður sem stjórnandi notar til að stýra fjærverunni úr eigin tölvu eða snjalltæki.
Hægt að skoða hér: https://www.kubiconnect.com/e-commerce/kubi-classic.html

Sveigjanlegt- og rafrænt nám einkenna menntakerfi nútímans í auknum mæli og fjærverurnar verða nýtt af kennurum MVS bæði til kennslu og rannsókna.

 

 

 

Tölvuver í Hamri

Tölvuverið gefur nemendum og starfsfólki aðgang að fjórum tölvum, prentara og skera. Þeir sem hafa aðgangskort að háskólanum geta nýtt tölvuverið þegar hentar. Jamovi og JASP tölfræðiforritin eru uppsett á öllum tölvunum og SPSS er uppsett á vélinni sem er merkt með rauðu X-i á mynd. TölvuverÁ bókasafni er einnig aðgangur að SPSS, Jamovi og JASP.

Breytingar á Office365

Á næstu dögum munu breytingar eiga sér stað á Office 365 umhverfi Háskóla Íslands. Helst má nefna útlitslegar breytingar á netfangalista í Outlook og stofnun teyma í Teams. Þessi vinna er hluti af Pólstjörnuverkefninu sem Háskóli Íslands vinnur fyrir hönd íslenska ríkisins. Íslenska ríkið stendur fyrir samþættingu á Office 365 umhverfi allra ríkisstofnana og Háskólinn hefur yfirumsjón með menntaarmi ríkisins.

Alltaf má hafa samband við tölvuþjónustuna í gegnum þjónustugáttina https://hjalp.hi.is eða í síma 525-4222

Einnig minni ég á tveggja þátta auðkenningu fyrir Office aðganga Háskóla Íslands.

Hægt er að skrá sig í tveggja þátta auðkenningu í þessu skráningarformi

Hægt er að skrá snjalltæki fyrir tveggja þátta auðkenningu á síðunni https://mfa.hi.is
Leiðbeiningar fyrir ferlið má finna hér – Uppsetning á tveggja þátta auðkenningu | Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands (hi.is)

Tækniþjónusta og leiðbeiningar fyrir kennara

Menntasmiðja, Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið (UTS) bjóða kennurum upp á bæði kennslufræðilegan og tæknilegan stuðning. Hægt er að senda fyrirspurnir og beiðnir í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs. Erindi sem berast í gegnum þjónustugáttina er komið áfram til starfsmanna sem eru best fallnir til að veita þá þjónustu sem beðið er um. Einnig er hægt að hringja í notendaþjónustu UTS í síma: 525-5550. Kennslusvið er með tölvupóstinn kennslusvid@hi.is.
Hnappur fyrir netspjall er neðst í hægra horni vefsíðu Háskólans.

Námsumsjónarkerfið Canvas

Öll námskeið sem kennd eru við Háskóla Íslands eru með kennsluvef í Canvas. Þar eru ýmis verkfæri sem styðja við starf kennarans og fjarkennslu:

 • Tilkynningar til nemenda
 • Deiling á lesefni og skrám
 • Myndskeið og upptökur
 • Skilahólf verkefna
 • Kannanir
 • Einkunnabók og endurgjöf
 • Umræðuþræðir
 • Hópvinnusvæði

Vinsamlegast notið þjónustugáttina sem nefnd var í upphafi (help@hi.is) ef spurningar eða vandamál koma upp vegna Canvas eða ef stofna á nýtt námskeið. Jón Jónasson, fyrrum lektor við MVS, hefur verið ráðinn til Menntasmiðju, í hlutastarf, til að vera kennurum innan handar við notkun og uppsetningu námskeiða í Canvas. Hægt er að senda honum beiðni á jonjonas@hi.is.

Námskeið í Canvas

Kennslusvið og MVS bjóða reglulega upp á námskeið/vinnustofur fyrir kennara í notkun Canvas og að auki geta kennarar lært á kerfið á netnámskeiði hér.

Byrjendaleiðbeiningar eru hér.
Algengum spurningum um notkun Canvas er svarað hér.
Upptökur af Canvas námskeiðum eru hér.
Hér eru leiðbeiningar fyrir nemendur sviðsins.

Upptökur í fjarkennslu  

Mælt er með því að taka upp nokkur stutt myndskeið í stað lengri myndskeiða. Skírið skrárnar með lýsandi heiti svo auðveldara sé fyrir nemendur að finna þær upptökur sem leitað er að. Hægt er að nota einfalt kerfi eins og t.d. tölustafi fyrir framan heitið svo nemendur sjái í hvaða röð þeir eiga að horfa. Hægt er að gera myndskeið gagnvirk með því að láta nemendur taka þátt í umræðum um efni þeirra, setja t.d. spurningar inn í myndskeiðið sem nemendur þurfa að svara til þess að geta haldið áfram.

Canvas Studio er hugbúnaður sem hentar vel til þess að útbúa skjáupptökur og hefðbundin myndskeið með vefmyndavél þar sem kennari fjallar um ákveðið efni. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Canvas Studio

Panopto er hugbúnaður sem hentar vel til þess að taka upp fyrirlestra bæði heima fyrir og í kennslustofu. Forritið er uppsett á tölvum í kennslustofum og einnig er hægt að setja forritið upp á eigin tölvu og taka upp þar sem hentar. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Panopto

Í Menntasmiðju er upptökuklefi þar sem starfsfólk getur tekið upp kennsluefni í Panopto og Canvas Studio.

Upptökuklefi innan Menntasmiðju

Smellið hér til þess að bóka ykkur í upptökuklefa Menntasmiðju.

Kennarar eru eindregið hvattir til þess að taka fyrirlestra upp sérstaklega, fremur en að taka upp fyrirlestra sem fluttir eru í kennslustund. Slíkar upptökur verða oft mjög langar og hljóð- og myndgæðum er oft ábótavant.

Í Setbergi eru einnig upptökuklefar þar sem kennarar geta tekið upp kennsluefni í Panopto, Canvas Studio og Audacity. Nánari upplýsingar og bókanir í Setbergi er að finna hér: https://kennslumidstod.hi.is/studningur/hljodklefar/

Lausnir fyrir fjarfundi

Kennarar geta nýtt sér tvær lausnir til þess að halda fjarfundi:

 1. Microsoft Teams –  Sækja forritBoða Teams-fund í Canvas.
 2. Zoom – Sjá leiðbeiningar frá Kennslumiðstöð hér.

Tækjabúnaður í kennslustofum hefur verið prófaður og allir starfsmenn skrá sig inn með notendanafni til þess að nota borðtölvuna eða tengja fartölvu sína við HDMI snúru sem liggur á borðinu. Ef skjárinn varpast ekki upp á tjaldið, þarf að velja Windows merki og P á lyklaborðinu. Plastað blað með þessum upplýsingum liggur á borðinu í öllum stofum svo ekki þarf að leggja þetta á minnið.

Búnaður í kennslustofum

Nýir starfsmenn eru hvattir til þess að hafa samband við aslaugbj@hi.is og panta tíma til þess að prófa tækin/tæknina fyrir fyrstu kennslustund eða mæta tímanlega. Það er miði í öllum kennslustofum með símanúmeri UTS, ef ske kynni að tæknin virki ekki sem skyldi. Ef þið þurfið aðstoð við notkun Office, þá er velkomið að bóka fund með Áslaugu (aslaugbj@hi.is) og með Gústavi fyrir upptökur (gustav@hi.is).

Tækniþjónusta og leiðbeiningar fyrir starfsfólk á Menntavísindasviði

Menntasmiðja, Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið (UTS) bjóða kennurum upp á kennslufræðilegan og tæknilegan stuðning. Hægt er að senda fyrirspurnir og beiðnir í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs. Erindi sem berast í gegnum þjónustugáttina er komið áfram til starfsmanna sem eru best fallnir til að veita þá þjónustu sem beðið er um. Einnig er hægt að hringja í notendaþjónustu UTS í síma: 525-5550. Kennslusvið er með tölvupóstinn setberg@hi.is og einnig hægt að hringja í Kennslumiðstöð í síma: 525-4447.
Hnappur fyrir netspjall er neðst í hægra horni vefsíðu Háskólans.

Námsumsjónarkerfið Canvas

Öll námskeið sem kennd eru við Háskóla Íslands eru með kennsluvef í Canvas. Þar eru ýmis verkfæri sem styðja við starf kennarans og fjarkennslu:

 • Tilkynningar til nemenda
 • Deiling á lesefni og skrám
 • Myndskeið og upptökur
 • Skilahólf verkefna
 • Kannanir
 • Einkunnabók og endurgjöf
 • Umræðuþræðir
 • Hópvinnusvæði


Leiðbeiningar um notkun Canvas er að finna hér. Vinsamlegast notið þjónustugáttina sem nefnd var í upphafi (help@hi.is) ef spurningar eða vandamál koma upp vegna Canvas.
Jón Jónasson, fyrrum lektor við MVS,  hefur verið ráðinn til Menntasmiðju, í hlutastarf, til að vera kennurum innan handar við notkun Canvas og að setja upp námskeið í Canvas. Hægt er að senda honum beiðni á jonjonas@hi.is.

Námskeið í Canvas

Kennslusvið og MVS bjóða reglulega upp á námskeið/vinnustofur fyrir kennara í notkun Canvas og að auki geta kennarar lært á kerfið á netnámskeiði hér.
Algengum spurningum um Canvas er svarað hér.

Upptökur í fjarkennslu  
Kennarar eru eindregið hvattir til þess að taka fyrirlestra upp sérstaklega, fremur en að taka upp fyrirlestra sem fluttir eru í kennslustund. Slíkar upptökur verða oft mjög langar og hljóð- og myndgæðum er oft ábótavant.

Mælt er með því að taka upp nokkur stutt myndskeið í stað lengri myndskeiða. Skírið skrárnar með lýsandi heiti svo auðveldara sé fyrir nemendur að finna þær upptökur sem leitað er að. Hægt er að nota einfalt kerfi eins og t.d. tölustafi fyrir framan heitið svo nemendur sjái í hvaða röð þeir eiga að horfa. Hægt er að gera myndskeið gagnvirk með því að láta nemendur taka þátt í umræðum um efni þeirra, setja t.d. spurningar inn í myndskeiðið sem nemendur þurfa að svara til þess að geta haldið áfram.

Canvas Studio er hugbúnaður sem hentar vel til þess að útbúa skjáupptökur og hefðbundin myndskeið með vefmyndavél. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Canvas Studio

Panopto er hugbúnaður sem hentar vel til þess að taka upp fyrirlestra bæði heima fyrir og í kennslustofu. Forritið er uppsett á tölvum í kennslustofum og einnig er hægt að setja forritið upp á eigin tölvu og taka upp þar sem hentar. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Panopto

Í Menntasmiðju er upptökuklefi þar sem starfsfólk getur tekið upp kennsluefni í Panopto og Canvas Studio. Bókanir fara fram hér.

Upptökuklefi Menntasmiðju

Í Setbergi eru einnig upptökuklefar þar sem kennarar geta tekið upp kennsluefni í Panopto, Canvas Studio og Audacity. Nánari upplýsingar og bókanir í Setbergi er að finna hér.

Lausnir fyrir fjarfundi

Kennarar geta nýtt sér tvær lausnir til þess að halda fjarfundi:

 1. Microsoft Teams –  Sækja forrit. Boða Teams-fund í Canvas
 2. Zoomsjá leiðbeiningar frá Kennslumiðstöð:

Tækjabúnaður í kennslustofum hefur verið prófaður og starfsmenn skrá sig inn á borðtölvu með notendanafni eða tengja fartölvu sína við HDMI snúru sem liggur á borðinu. Ef skjárinn varpast ekki upp á tjaldið, þarf að velja Windows merki og P á lyklaborðinu. Plastað blað með þessum upplýsingum liggur á kennaraborðinu svo ekki þarf að leggja þetta á minnið. Ég minni á vefmyndavél ofan á snertiskjánum en þið styðjið létt ofan á miðjan skjáinn til þess að fá hana upp fyrir upptöku.

Tölvur í kennslustofum og leiðbeiningar

Nýir starfsmenn eru hvattir til þess að hafa samband við aslaugbj@hi.is og panta tíma til þess að prófa tækin fyrir fyrstu kennslustund eða mæta tímanlega. Það er miði í öllum kennslustofum með símanúmeri UTS, ef ske kynni að tæknin virki ekki sem skyldi. Ef þið þurfið aðstoð við notkun Office forrita, þá er velkomið að bóka fund með Áslaugu (aslaugbj@hi.is) og með Gústavi fyrir upptökur (gustav@hi.is).

Á hverjum mánudegi til og með 28. september, býður Áslaug upp á kennslu á öll helstu forrit sem starfsmenn HÍ hafa aðgang að. Kennslan fer fram á Zoom og hér er slóðin. Þann 17. ágúst verður farið yfir Office OneDrive (skýjaþjónustuna) og spurningar sem þið hafið. Allt starfsfólk er velkomið að fylgjast með og taka þátt. Fræðslan stendur yfir frá 09:00-09:15.


Ógnandi og grófir tölvupóstar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á því að fólk hafi tilkynnt um ógnandi og grófa tölvupósta síðustu daga, þar sem netþrjótar reyna að kúga fé af fólki.

Sendandinn þykist hafa komist í tölvu viðtakanda og hafi yfirtekið tölvuna og náð myndefni af brotaþola að skoða klámsíður. Ef greiðsla í formi rafmyntar berst ekki innan tiltekins tíma þá er því hótað að þessu myndefni af brotaþola verði dreift, og þaðan af verra.

„Það sem gerir þetta sérlega ógnandi er að oft segjast þeir hafa leyniorð viðkomandi og sýna lykilorð sem viðkomandi hefur notað. Við viljum hvetja fólk til að halda ró sinni. Það hefur enginn tekið yfir tölvu ykkar og hótunin er innantóm,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Ná í lykilorð af öðrum síðum

Lögreglan bendir á að þrátt fyrir að netþrjóturinn sýni lykilorð viðkomandi, þá er það líklega frá vefsíðu sem viðkomandi hefur einhvern tíma skráð sig á og þar fá þeir lykilorð, netfang og notandanafn. Þessar upplýsingar eru síðan nýttar til að skapa hræðslu og óhug í þeirri von svindlaranna að fólk bregðist hrætt við og sendi peninga. 

„Það getur verið mjög óþægilegt að fá slíkan póst og valdið uppnámi hjá fólki, enda er pósturinn sniðinn að því að hafa þau hughrif,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Þá bendir lögreglan á góðar venjur í tilfellum sem þessum:

 • Ef þú færð slíkan póst ekki senda peninga. Í raun er best að senda aldrei svindlurum peninga því þeir eru aðeins líklegir til að reyna að þvinga þig til að borga meira.
 • Ef þetta er lykilorð sem þú notar mikið og á viðkvæmum stöðum þá er þér ráðlagt að breyta því. Mælt er með því að fólk noti aðskilin lykilorð á viðkvæmum stöðum, eins og aðgangi að netfangi, samfélagsmiðlum, greiðsluþjónustum heldur það notar almennt á öðrum síðum. Það má koma sér upp einhverju kerfi eins og lykilorðabanka (password manager).
 • Fólki er líka bent á að síðan https://haveibeenpwned.com/ birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur skoðað hvort að eitthvað tengist netfangi þeirra.

„Ef þið fáið tölvupóst með netsvindli þá megið þið endilega senda hann á cybercrime@lrh.is það gefur okkur færi á að fylgjast með því sem er í gangi og bregðast við því fljótt og vel,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Starfsfólk Menntasmiðju á tímum Covid-19

Kæra samstarfsfólk, starfsfólk Menntasmiðju vinnur að heiman á meðan þetta óvissuástand ríkir og við svörum vefpóstum eins fljótt og auðið er. Ég er með netkennslu frá 9:00-17:00 og tek við bókunum í gegnum Outlook. Vinsamlegast hringið í 669-0274 fyrir frekari upplýsingar.

Fjarnám – myndskeið og streymisveitur:

Streymisveita BHM

UTS-Jóhann Áki fræðsla um Whiteboard og Teams

Bestu kveðjur, Áslaug Björk Eggertsdóttir


Vefpóstur og öryggi

Mikilvægt – Tölvupóstar og öryggi

Tölvupóstar sleppa stundum í gegn þar sem reynt er að fá notendur til að staðfesta netfangið sitt og um leið eru notendur beðnir um lykilorð sitt á ákveðinni vefsíðu. Ef þið hafið fengið þennan póst og farið inn á vefsíðuna og gefið upp lykilorðið ykkar þá breytið því tafarlaust. Í öllum tilvikum skulið þið eyða þessum pósti. Oftar en ekki virðist slíkur vefpóstur koma frá HÍ en er það ekki. Mjög mikilvægt er að vera ávallt á verði gagnvart svona tölvuþrjótum og fylgja ætíð þeim reglum sem sjá má hér: https://ugla.hi.is/sv/vefsv/fretta_yfirlit.php?vid=1&sid=6&view=1&article_id=34494

Important regarding e-mails and safety

If you receive an email where you are told to change your password or information ignore this. If you typed in your password and or information then change it immediately. Always delete these type of emails. E-mail like these are never from us, even though it might look like it is. It is very important to always be skeptical when receiving those type of e-mails. Please read and follow the rules: https://ugla.hi.is/sv/vefsv/fretta_yfirlit.php?vid=1&sid=6&view=1&article_id=34494—————————————————–

Tæknileg vandamál – Þjónustugátt – beiðnakerfi UTS

Nýtt beiðnakerfi er komið í notkun svo fyrir tæknilega aðstoð eða fyrirspurnir þá á slíkt að fara í gegnum www.uts.hi.is/help. Öll samskipti/svör birtast á sama stað eða undir Yfirlit beiðna í þjónustugáttinni. Til þess að stofna beiðni er einnig hægt að senda vefpóst á help [hjá] hi.is. Kerfið er nýtt og þar af leiðandi væri gott að heyra í ykkur ef það er eitthvað sem mætti betur fara.

Notendanöfn og skammtímanotendur

Fyrir stundakennara eða aðra sem ekki hafa notendanafn og lykilorð þarf að sækja sérstaklega um það fyrirfram. Sótt er um notandanafn á Uglu undir Tölvuþjónusta > Notendur > Nýskráning https://ugla.hi.is/vk/thjonusta/form_user_registration.php?sid=1113
Ef um er að ræða gestafyrirlesara eða annan gest sem þarf aðgang að neti og/eða kennslutölvum í stuttan tíma og þarf ekki aðgang að Uglu og pósti er hægt að sækja um skammtímanotanda fyrir eduroam og kennslutölvur fyrir viðkomandi í stað fulls notanda. Þetta gildir líka um utanaðkomandi aðila sem leigja stofur.
Sótt er um skammtímanotanda á Uglu undir Tölvuþjónusta > Umsóknir > Skammtímaaðgangur að þráðlausu neti og tölvuverum https://ugla.hi.is/thjonusta/umsoknir/net/eduroam.php?sid=3611.  Skrá þarf inn nafn og netfang þess sem þarf aðgang og hversu marga daga aðgangurinn á að vara.

Þjónusta við starfsfólk og nemendur

Breyting hefur orðið á hlutverki Eiríks Sigbjörnssonar í tölvuþjónustunni Menntasmiðju við Stakkahlíð. Hann mun leggja áherslu á að aðstoða kennara og aðra starfsmenn í kennslustofum, tölvuverum og fundarrýmum Menntavísindasviðs og ef upp koma tæknileg vandamál með búnað. Hann mun yfirfara tölvur og annan tæknibúnað reglulega til að draga úr vandamálum, með áherslu á stofur sem eru mikið notaðar í kennslu. 

Kennarar og aðrir starfsmenn sem lenda í vandræðum með búnað í kennslustofum, tölvuverum og fundarherbergjum, með upptökur, námsumsjónarkerfi, Uglu, fjarfundarkerfi og fleira sem tengist tæknilegri aðstoð við kennslu eiga að leita til þjónustuborðs kennara í síma 525-5550. Mörg vandamál má leysa í gegnum síma en annars verður Eiríkur eða aðrir starfsmenn Menntasmiðju kallaðir út til að aðstoða. 
Hér eftir mun tölvuþjónustan í Stakkahlíð vera opin nemendum og starfsmönnum á eftirfarandi tímum:
10:00 – 10:30
12:15 – 13:00
15:00 – 15:30
Utan þess tíma mun Eiríkur eingöngu sinna starfsmönnum með áherslu á aðstoð vegna kennslu. Nemendur og starfsmenn geta áfram leitað til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi á milli 8:00-16:00, sími: 525-4222, netfang: help@hi.is.
Starfsmenn geta jafnframt leitað til Halldórs Magnússonar, tölvumanns Menntavísindasviðs, sem er með fasta viðveru í Menntasmiðju á þriðjudögum og fyrir hádegi miðvikudaga og föstudaga. Beiðnir til hans ættu að berast inn í beiðnakerfi UTS á help@hi.is.

Afsláttur fyrir starfsfólk Háskóla Íslands

Eftirfarandi fyrirtæki bjóða starfsmönnum HÍ afslátt við kaup á einkatölvum:

Origo vildarkjör fyrir starfsfólk Háskóla Íslands – origo upplýsingar um vildarkjör fyrir starfsfólk HÍ (.pdf)
Starfsfólki HÍ býðst að kaupa hágæða vörur í netverslun Origo á sérstökum vildarkjörum, hvenær sem þér hentar. Í netverslun Origo er mikið úrval af fartölvum, heyrnartólum, hátölurum, sjónvörpum, myndavélum o.fl. frá framleiðendum á borð við Sony, Canon, Lenovo og Bose. Skráðu þig á netverslun.is og tryggðu þér góðan afslátt.


STOFNA AÐGANG Þú velur þér notandanafn og lykilorð til þess að skrá þig inn. Einnig er mikilvægt að gefa upp vinnunetfangið þitt og vinnustað svo hægt sé að virkja vildarkjörin. Athugaðu að það getur tekið allt að sólarhring frá nýskráningu að virkja afsláttinn. Ath að afslættir eru mismunandi eftir vörum.

Advania: Tengiliður: Ari Sigurðsson/ari.sigurdsson@advania.is, Sími: 440-9104
Dell borð- og fartölvur.
Apple á Íslandi almennt 8% afsláttur fyrir starfsmenn frá listverði á www.epli.is