Í minningu Gústavs samstarfsfélaga okkar í Menntasmiðju

Í gær kvöddum við starfsfólk Menntasmiðju góðan vin og samstarfsfélaga, Gústav Kristján Gústavsson. Einstaklega klár, úrræðagóður, handlaginn og tryggur samstarfsmaður. Hans verður sárt saknað í litla hópnum okkar og hér fylgja minningar í myndum. Á tveimur myndum er Prins, tryggur vinur Gústavs en hann fékk stundum að koma í heimsókn á vinnustaðinn og einu sinni hitti hann Keanu (Schnauzer) og siðaði hann til. Blessuð sé minning Gústavs 🙌

Fljúgandi hljóðnemi – Catchbox

Erum komin með þrjá hljóðnema sem hægt er að kasta til þátttakenda/nemenda. Nefnist Catchbox á ensku og er gagnlegt í fjarkennslu. Þeir sem hafa áhuga á að prófa og nota teningana geta sent vefpóst á aslaugbj[hja]hi.is eða eisi[hja]hi.is. Þið gefið upp tímasetningu og sækið tækið í Menntasmiðju.  Vinsamlegast gefið ykkur góðan tíma fyrir kennslu svo hægt sé að prófa tækið áður en kennsla hefst. Starfsmenn Menntasmiðju aðstoða eftir því sem þörf er á.

Hljóðnemi í formi tenings

Flutningur heimasvæða yfir á OneDrive

Innleiðing Office365 hefur gengið vel og mörg þegar búin að færa sig alveg yfir í skýið/OneDrive. Nú verðum við að biðja þau sem enn eiga eftir að færa sig yfir á OneDrive að gera það sem fyrst því heimasvæðum starfsmanna MVS verður lokað 3. janúar 2022.

 

 

 

 

1. desember nk. verða skrifréttindi tekin af heimasvæðunum svo ekki verður lengur hægt að vista skjöl á þeim. Þetta þýðir að hætta verður notkun á heimasvæðum fyrir lok nóvember 2021 og öll gögn sem á að geyma verða að vera komin yfir á OneDrive fyrir árslok.

Eftir 2. janúar 2022 verður ekki hægt að sækja skrár af heimasvæðinu. Athugið að ekki er leyfilegt að vista skrár á dropboxi eða öðrum sambærilegum geymslusvæðum, heldur eiga allar skrár að geymast framvegis á OneDrive. Stilla má skjáborð og aðrar möppur á C:drifi, s.s. Documents-möppur, þannig að þær samstillist (e. synchronize) möppum á OneDrive en þetta þarf að stilla sérstaklega.

Athugið að lokunin á ekki við sameiginleg drif, þau verða opin eitthvað áfram. Mörg eru þó farin að huga að flutningi á sameiginlegum svæðum yfir á Teams.
Þetta á ekki við um uni.hi.is og mennta.hi.is og það verður beðið með að loka á notendur.hi.is síðurnar. Þessum vefsvæðum verður lokað síðar og því mæli ég með að allir sem eru með heimasíður á notendur.hi.is og vilja halda þeim, hafi samband við Önnu Maríu vefstjóra amen[hja]hi.is.

Athugið að flestir vefir eru aðgengilegir áfram sem “afrit” inni á vefsafni Landsbókasafns vefsafn.is Efni sem er verið að nota t.d. í kennslu ætti að færa inn í Canvas. Gert er ráð fyrir ritaskrá sem birtist á ytri vef í Uglu. Ferilskrá og skrá um samstarfsaðila birtist líka í Uglu.

Hér fyrir neðan er að finna leiðbeiningar um hvernig þið flytjið heimasvæðið ykkar yfir á OneDrive. Gott er að taka til á svæðunum fyrir flutning:

Leiðbeiningar á íslensku: http://uts.hi.is/node/1504

Leiðbeiningar á ensku: http://uts.hi.is/node/1506

Ef ykkur vantar aðstoð við flutninginn, skuluð þið senda póst á help@hi.is eða hafa samband gegnum þjónustugáttina á https://www.hjalp.hi.is Við mælum með að þau sem eru með mjög stór heimasvæði, með mörgum undirmöppum eða macOS óski eftir aðstoð við flutninginn.

Nýr hönnunarstaðall HÍ

Í tilefni af nýrri heildarstefnu HÍ og 110 ára afmæli skólans hefur útliti alls kynningarefnis verið breytt og samstímis hafa verið gerðar breytingar á myndmerki skólans. Enn er hið kunnuglega andlit mennta- og viskugyðjunnar Pallas Aþenu í öndvegi en drættir hafa hins vegar verið einfaldaðir til að falla betur að stafrænni miðlun sem er orðin helsta birtingin á merkinu og nær öllu kynningarefni skólans. Nýja merkið sækir fyrirmynd í upprunalegt merki skólans frá 1970 en andlitið er nær óbreytt frá þeirri útgáfu myndmerkisins sem innleidd var í kringum 2010.

 

 

Nýr hönnunarstaðall – honnun.hi.is

Hönnunarstaðall HÍ geymir reglur og dæmi um hönnun alls efnis sem snerta kynningu á starfi skólans.Staðallinn geymir einnig sniðskjöl sem einfalda vinnu allra sem koma að hönnun kynningarefnis fyrir skólann, hvort sem það er fyrir prentmiðla, stafræna miðla eða annan vettvang. Staðallinn tók gildi hinn 1. október síðastliðinn.

Starfsfólki er sérstaklega bent á lógó HÍ, slæðusniðmát og undirskriftir í tölvupósti.

Öll sem útbúa kynningarefni í nafni skólans eða eininga innan hans þurfa að fylgja staðlinum.  

Einingar og deildir innan Menntavísindasviðs geta óskað eftir kynningu á nýjum hönnunarstaðli með því að senda póst á ingunney[hja]hi.is

Til viðbótar við leiðbeiningar að ofan fyrir undirskrift þá sést hér fyrir neðan hvernig þið setjið inn mynd (lógó) og nýja leturgerð eftir að hafa sótt Jost leturgerðina.

Veljið File > Options > Mail > Signatures og skoðið svo myndirnar hér fyrir neðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hlaðvarp – Hvert á að leita til að komast af stað?

Fyrir þá sem vilja fræðast um hlaðvarpsgerð þá er gott námsefni á vef 3F –  Félag um upplýsingatækni og menntun. Efnið er afurð sumarnámskeiðs sem 3F bauð upp á fyrir sína félagsmenn og aðra kennara og ætti að nýtast hverjum þeim sem hefur áhuga á hlaðvörpum. Rúnar Sigurðsson á Kennslumiðstöð og Gústav K Gústavsson hafa aðstoðað kennara HÍ við hlaðvarpsgerð og hefur stúdíó okkar á 2. hæð í Hamri verið notað við hlaðvarpsgerð fyrir Menntavísindasvið þar sem rætt er um niðurstöður rannsókna. Hér er hægt að heyra þættina.

Hlaðvarp í Hamri 2. hæð

Hlaðvarp tekið upp í Hamri 2. hæð.

 

Ef nemendur geta ekki skoðað Panopto upptökur

Ef nemandi fær tilkynninguna: You dont have access þá þarf hann að velja nafn sitt í hægra horni gluggans og velja Sign out. Upp kemur innskráningargluggi þar sem velja á Canvas og skrá sig inn. Nú getur nemandi spilað upptökuna.

Ástæðan fyrir þessu er sú að spilari nemandans er skráður inn á Uglu en ekki Canvas. Eftir að þetta er gert þá skráist hann alltaf inn á rétt kerfi þ.e. Canvas.

 

Skólastofur, fjarfundir og tæknimál

Upptökur í fjarkennslu  

Mælt er með því að taka upp nokkur stutt myndskeið í stað lengri myndskeiða. Skírið skrárnar með lýsandi heiti svo auðveldara sé fyrir nemendur að finna þær upptökur sem leitað er að. Hægt er að nota einfalt kerfi eins og t.d. tölustafi fyrir framan heitið svo nemendur sjái í hvaða röð þeir eiga að horfa. Hægt er að gera myndskeið gagnvirk með því að láta nemendur taka þátt í umræðum um efni þeirra, setja t.d. spurningar inn í myndskeiðið sem nemendur þurfa að svara til þess að geta haldið áfram.

Panopto er hugbúnaður sem hentar vel til þess að taka upp fyrirlestra bæði heima fyrir og í kennslustofu. Forritið er uppsett á tölvum í kennslustofum og einnig er hægt að setja forritið upp á eigin tölvu og taka upp þar sem hentar. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Panopto

Canvas Studio er einnig hægt að nota í Canvas. Hentar vel til þess að útbúa skjáupptökur og hefðbundin myndskeið með vefmyndavél þar sem kennari fjallar um ákveðið efni. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Canvas Studio

Innan Menntasmiðju er upptökuklefi þar sem starfsfólk getur tekið upp kennsluefni með Panopto og Canvas Studio. Smellið hér til þess að bóka ykkur í upptökuklefa Menntasmiðju. Við veitum ykkur aðstoð ef þörf er á. Einnig er hægt að komast í stærra upptökuver á annarri hæð. Þar er hægt að taka upp viðtöl þar sem allt að sjö manns geta verið viðstaddir. Gústav sér um að taka við bókunum á veffangið: gustav[hjá]hi.is.

Upptökuklefi innan Menntasmiðju
Upptökuver 2. hæð Hamri

Kennarar eru eindregið hvattir til þess að taka fyrirlestra upp sérstaklega, fremur en að taka upp fyrirlestra sem fluttir eru í kennslustund. Slíkar upptökur eru oft mjög langar og hljóð- og myndgæði ekki eins góð.

Í Setbergi eru einnig upptökuklefar þar sem kennarar geta tekið upp kennsluefni í Panopto, Canvas Studio og Audacity. Nánari upplýsingar og bókanir í Setbergi er að finna hér: https://kennslumidstod.hi.is/studningur/hljodklefar/

Lausnir fyrir fjarfundi

Kennarar geta nýtt sér tvær lausnir til þess að halda fjarfundi:

 1. Teams –  Sækja forritBoða Teams-fund í Canvas.
 2. ZoomSækja forrit. Sjá leiðbeiningar frá Kennslumiðstöð hér.

Tækjabúnaður í kennslustofum hefur verið prófaður og allir starfsmenn skrá sig inn með notendanafni til þess að nota borðtölvuna eða tengja fartölvu sína við HDMI snúru sem liggur á borðinu. Ef skjárinn varpast ekki upp á tjaldið, þarf að velja Windows merki og P á lyklaborðinu. Plastað blað með þessum upplýsingum liggur á borðinu í öllum stofum svo ekki þarf að leggja þetta á minnið. Ef skjávarpinn fer ekki í gang þegar þrýst er á ræsi hnappinn þá þarf að vera nálægt skjávarpa eða beint undir honum þegar hann er ræstur.

 
Búnaður í kennslustofum

Nýir starfsmenn eru hvattir til þess að hafa samband við aslaugbj@hi.is og panta tíma til þess að prófa tækin/tæknina fyrir fyrstu kennslustund eða mæta tímanlega. Það er miði í öllum kennslustofum með símanúmeri UTS, ef ske kynni að tæknin virki ekki sem skyldi. Ef þið þurfið aðstoð við notkun Office, þá er velkomið að bóka fund með Áslaugu (aslaugbj@hi.is) og Gústavi fyrir upptökur (gustav@hi.is).

Tölvuver Í Hamri

Gefur nemendum og starfsfólki aðgang að fjórum tölvum, prentara og skera. Þeir sem hafa aðgangskort að háskólanum geta nýtt tölvuverið þegar hentar. Jamovi og JASP tölfræðiforritin eru uppsett á öllum tölvunum og SPSS er uppsett á vélinni sem er merkt með rauðu X-i á mynd. TölvuverÁ bókasafni er einnig aðgangur að SPSS, Jamovi og JASP.

Fræðslufundir Menntasmiðju

Starfsfólki stendur til boða kynning á þjónustu Menntasmiðju á mánudaginn kemur. Í framhaldinu verður fræðsla um hin ýmsu forrit sem við höfum aðgang að við dagleg störf (sjá dagskrá). Allir eru velkomnir og engin þörf fyrir skráningu 😊

Hlekkur á fræðsluna: Fræðslufundir

 Dagskrá:

9. ágúst kl: 09:00-09:40 og 14:00-14:40: Starfsemi Menntasmiðju. Farið yfir þjónustu og tæknimál.

10. ágúst => kl: 09:00-09:40 og 14:00-14:40: Fjarfundaforrit HÍ: Teams og Zoom. Farið yfir stillingar og notkun á fjarfundabúnaði.

11. ágúst => kl: 09:00-09:40 og 14:00-14:40: Office Pakkinn. Farið yfir hvaða forrit eru í boði, helsta notkun og uppsetning á Office svæði starfsmanns.

16. ágúst => kl: 09:00-09:40 og 14:00-14:40: Samstarf í skýinu. Farið yfir skýjaþjónustu OneDrive og samstarf með Office forritum.

17. ágúst => kl: 09:00-09:40 og 14:00-14:40: Fjarfundaforritin Teams og Zoom og OneDrive skýjaþjónustan.

18. ágúst => kl: 09:00-09:40: Starfsemi Menntasmiðju. Farið yfir þjónustur og tæknimál.

19. ágúst => 09:00-09:40 Opinn Teams fundur þar sem starfsfólk fær tækifæri til að spyrja út í tæknimál og aðstöðu til upptaka og annað sem brennur í brjósti.  ________________________________________________________________________________

 

Canvas molar

Canvas-moli er stuttur fróðleikspistill tengdur Canvas þar sem vakin er athygli á tilteknu atriði varðandi námskeiðsvef, tækni, kennslu eða nýjungar í Canvas. Að þessu sinni felst Canvas-molinn í skilaboðum um afritun gagna á milli námskeiða.

Kennslusvið stefnir að því að senda út Canvas-mola á föstudögum tvisvar til fjórum sinnum í mánuði.

Gögn afrituð á milli námskeiða í Canvas

Til að flytja (afrita) gögn á milli námskeiða í Canvas eru tvær leiðir, Flytja inn efni námskeiðs og Afrita til.

  1. Aðgerðin Flytja inn efni námskeiðs undir stillingum námskeiðs býður upp á að flytja annað hvort öll gögn námskeiðs eða útvalin gögn. Byrjað er á að opna námskeiðið sem á að fá gögnin (nýja námskeiðið).
  2. Aðgerðin Afrita til er í þrípunkti aftan við einstök atriði og býður upp á að afrita atriði yfir í annað námskeið t.d. tiltekna síðu, skjal, verkefni eða heila einingu/viku.

Sjá nánari leiðbeiningar: Flutningur námsgagna á milli námskeiða
https://haskoliislands.instructure.com/courses/114/pages/flutningur-namsgagna-a-milli-namskeida?module_item_id=23744

Canvas-leiðbeiningar kennara
Grunnnámskeið í Canvas

Fjardís að störfum


Á námskeiðinu Gerum gott betra, sem var fyrir kennara MVS, tók Ragnheiður að sér að stýra Fjardísi í gegnum smáforrit. Hún er því fyrsti kennarinn á MVS sem gerist fjardís og tekur þannig virkan þátt í viðburði.

Ragnheiður tók saman nokkra punkta um reynslu sína sem fjarvera:

 • Notar mikið gagnamagn í gegnum síma, fékk aðvörun um mikla notkun.
 • Heyrðist misvel í þátttakendum, vel í fyrirlesara en verr í öðrum fjær. Hefði þurft að hreyfa mig meira um á svæðinu til að heyra betur. Vildi samt ekki trufla aðra með því að vera að þvælast um, myndi samt gera það „næst“.
 • Sést ekki nægilega vel á skjá fyrirlesara þegar síminn er notaður, símaskjárinn er of lítill til að birta greinilega mynd. Mæli ekki með símanum ef það á að lesa mikið af skjá. Tryggvi sendi mér glærurnar sem var mjög gott.
 • Skipti yfir á Ipad  í hléi og þá var auðveldara að fylgjast með á skjá. Betri myndgæði en engar breytingar á hljóðgæðum.
 • Gat ekki tengst í gegnum tölvuna mína, fékk ekki aðgang að myndavél eða hljóðnema, þarna þarf að skoða tækniatriði.
 • Glampar af loftljósum truflar efni á skjá, glærur voru að mestu í lagi en t.d. þegar verið var að skoða efni á Canvas varð skjárinn mikið til hvítur sérstakalega vinstra megin. Kannski eitthvað með staðsetninguna á fjarverunni. Gat samt ekki lagað það.

Annars gekk þetta vel og það var gaman að prófa.

Símkerfið flutt yfir í Teams

Nú eiga allir að vera komnir yfir í símkerfi Teams í stað borðsíma sem þýðir að allar símhringingar berast í gegnum Teams.
Ef þið ætlið að hringja í samstarfsfólk ykkar þá er nóg að skrifa upphafsstafi eða nafn viðkomandi í leitarglugga Teams (efst í Teams glugganum).

Smellið á viðkomandi og veljið símtólið til þess að hringja í gegnum Teams.
Þið getið líka notað Símtöl (hnappinn) vinstra megin í tækjastikunni, til þess að hringja úr Teams. Þeir sem vilja svara símtölum í gegnum snjallsíma geta sótt og sett upp Teams smáforritið en þá verðið þið að vera í netsambandi til þess að hringja eða taka við símtölum. Netsamband merkir að þið eruð tengd í gegnum þráðlaust net t.d. Wifi (Eduroam) eða 3G/4G.

Ég mæli með því að þið notið talhólfið í Teams og takið upp skilaboð fyrir þá sem ná ekki í ykkur. Smellið á myndina af ykkur og veljið Stillingar. Í glugganum sem opnast veljið Símtöl > Stilla talhólf.

Flest allir innan MVS eru komnir með USB heyrnatól en ef ekki hafið samband við mig (aslaugbj[at]hi.is).

Vinsamlegast aftengið símtækið á skrifstofu ykkar og komið því til kennsluskrifstofu eða umsjónarmanns (Þrymur).

Menntaský er nýtt nafn á OneDrive HÍ

Það hefur orðið nafna breyting á OneDrive skýjaþjónustu okkar en í stað Háskóli Íslands birtist nú nafnið Menntaský. Þetta á bara við um þá sem setja skýið upp á nýrri tölvu og hefur engin áhrif á vinnu ykkar í skýinu. 

 

Þeir sem hafa þegar sett upp OneDrive sjá þessa breytingu t.d. í Teams, efst í hægra horninu eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.

Tækninýjungar í Stakkahlíð og Gleðilegt sumar!

Í fundaherbergi okkar E205 er nú nýr 75″ upplýsingaskjár og fyrir neðan skjáinn er vefmyndavél, hátalari og hljóðnemi. Vefmyndavélin sýnir mynd af fólkinu við fundaborðið og dregur athyglina að þeim sem á orðið við borðið 😆

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í K208 verður fljótlega sett upp Microsoft Surface tölva með snertiskjá en tölvan hefur fengið mjög góða dóma og fljótlega fáið þið að leggja ykkar mat á gripinn.

 

 

 

 

 

 

 

E303 verður svo breytt í fjarfundastofu með Prowise snertiskjá og fjarfundabúnaður staðsettur fyrir framan skjáinn svo kennarinn getur auðveldlega séð fjarnemendur sína.
Ég læt ykkur auðvitað vita um leið og stofan er tilbúin.

 

 

 

 

 

 

 

Og síðast en ekki síst kæra samstarfsfólk, GLEÐILEGT SUMAR

Viðvera og fjærvera

Velkomin aftur til starfa eftir páskafrí 😀

Við skiptum á milli okkar viðveru þessa dagana auk þess sem við erum að vinna að uppsetningu tækja og erum því jafnvel á flakki um skólann. Ef þið komið að læstum dyrum Menntasmiðju, þá vinsamlegast hringið í 525-4222 eða í 669-0274.

Í gær fengum við Double 3 fjærveru (róbot) til okkar í Menntasmiðju og bíðum eftir að fá Kubi Classic á næstu dögum. Þessi tæki voru keypt fyrir styrk úr tækjakaupasjóði en vegna Covid seinkaði því miður afhendingu allverulega.

Um er að ræða fjarstýrð vélmenni sem gerir fjarstöddum kleift að taka virkari þátt í kennslustundum en hefðbundinn fjarkennslubúnaður býður upp á. Annars vegar er ein hreyfanleg fjærvera sem gerir fjærverandi þátttakenda kleift að færa sig á milli staða og snúa sér að því sem hann vill beina athyglinni. Hins vegar eru tvær staðbundnar fjærverur (Kubi Classic – sjá nánar fyrir neðan) sem sitja á borði og notandi getur snúið til að beina athygli að
því, eða þeim, sem eru í nærumhverfi tækisins.
Um fjærverur:
1. Fjarstýranlegt tæki sem er stjórnað með hugbúnaði í gegnum netið
2. Skjár og hátalari svo hægt er að sjá og heyra í þeim sem stjórnar fjærverunni. Getur verið innbyggt tæki spjaldtölva eða annað snjalltæki
3. Myndavél og hljóðnemi sem varpar mynd og hljóð frá þeim stað sem fjærveran er stödd til þeirra sem stjórnar henni.
Double Robotics fjærveran okkar:
– Fjarstýranlegt vélmenni á hjólum sem stjórnandi getur hreyft á milli staða, kennslustunda og snúið á ýmsa vegu
– Sambyggður skjár, myndavél, hátalari og hljóðnemi fyrir samskipti milli stjórnanda og þeirra sem eru í návist fjærverunnar
– Innbyggð endurhlaðanaleg rafhlaða með 4 klst. endingu
– Hleðslustöð til að endurhlaða fjærveruna
– Hugbúnaður til að tengja fjærveruna við net og fyrir stjórnendur að stýra fjærverunni.
Hægt að skoða hér: https://www.doublerobotics.com/

Kubi Classic – væntanleg:
– Staðbundinn fjærvera á fæti sem spjaldtölva er fest við. Fjærveran er til þess gerð að sitja á borði
– Fóturinn er fjarstýrður af stjórnanda sem getur snúið tækinu á alla vegu og hallað fram og tilbaka
– Notast við nettengingu og fjarskiptatækni í spjaldtölvunni sem er fest við fótinn. Styður allan þann fjarskiptahugbúnað sem spjaldtölvan sem notuð er styður (t.d. Zoom, Skype, Google Hangouts, o. fl.)
– Hugbúnaður sem stjórnandi notar til að stýra fjærverunni úr eigin tölvu eða snjalltæki.
Hægt að skoða hér: https://www.kubiconnect.com/e-commerce/kubi-classic.html

Sveigjanlegt- og rafrænt nám einkenna menntakerfi nútímans í auknum mæli og fjærverurnar verða nýtt af kennurum MVS bæði til kennslu og rannsókna.

 

 

 

Tölvuver í Hamri

Tölvuverið gefur nemendum og starfsfólki aðgang að fjórum tölvum, prentara og skera. Þeir sem hafa aðgangskort að háskólanum geta nýtt tölvuverið þegar hentar. Jamovi og JASP tölfræðiforritin eru uppsett á öllum tölvunum og SPSS er uppsett á vélinni sem er merkt með rauðu X-i á mynd. TölvuverÁ bókasafni er einnig aðgangur að SPSS, Jamovi og JASP.

Breytingar á Office365

Á næstu dögum munu breytingar eiga sér stað á Office 365 umhverfi Háskóla Íslands. Helst má nefna útlitslegar breytingar á netfangalista í Outlook og stofnun teyma í Teams. Þessi vinna er hluti af Pólstjörnuverkefninu sem Háskóli Íslands vinnur fyrir hönd íslenska ríkisins. Íslenska ríkið stendur fyrir samþættingu á Office 365 umhverfi allra ríkisstofnana og Háskólinn hefur yfirumsjón með menntaarmi ríkisins.

Alltaf má hafa samband við tölvuþjónustuna í gegnum þjónustugáttina https://hjalp.hi.is eða í síma 525-4222

Einnig minni ég á tveggja þátta auðkenningu fyrir Office aðganga Háskóla Íslands.

Hægt er að skrá sig í tveggja þátta auðkenningu í þessu skráningarformi

Hægt er að skrá snjalltæki fyrir tveggja þátta auðkenningu á síðunni https://mfa.hi.is
Leiðbeiningar fyrir ferlið má finna hér – Uppsetning á tveggja þátta auðkenningu | Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands (hi.is)