Tækniþjónusta og leiðbeiningar fyrir starfsfólk á Menntavísindasviði

Menntasmiðja, Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið (UTS) bjóða kennurum upp á kennslufræðilegan og tæknilegan stuðning. Hægt er að senda fyrirspurnir og beiðnir í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs. Erindi sem berast í gegnum þjónustugáttina er komið áfram til starfsmanna sem eru best fallnir til að veita þá þjónustu sem beðið er um. Einnig er hægt að hringja í notendaþjónustu UTS í síma: 525-5550. Kennslusvið er með tölvupóstinn setberg@hi.is og einnig hægt að hringja í Kennslumiðstöð í síma: 525-4447.
Hnappur fyrir netspjall er neðst í hægra horni vefsíðu Háskólans.

Námsumsjónarkerfið Canvas

Öll námskeið sem kennd eru við Háskóla Íslands eru með kennsluvef í Canvas. Þar eru ýmis verkfæri sem styðja við starf kennarans og fjarkennslu:

 • Tilkynningar til nemenda
 • Deiling á lesefni og skrám
 • Myndskeið og upptökur
 • Skilahólf verkefna
 • Kannanir
 • Einkunnabók og endurgjöf
 • Umræðuþræðir
 • Hópvinnusvæði


Leiðbeiningar um notkun Canvas er að finna hér. Vinsamlegast notið þjónustugáttina sem nefnd var í upphafi (help@hi.is) ef spurningar eða vandamál koma upp vegna Canvas.
Jón Jónasson, fyrrum lektor við MVS,  hefur verið ráðinn til Menntasmiðju, í hlutastarf, til að vera kennurum innan handar við notkun Canvas og að setja upp námskeið í Canvas. Hægt er að senda honum beiðni á jonjonas@hi.is.

Námskeið í Canvas

Kennslusvið og MVS bjóða reglulega upp á námskeið/vinnustofur fyrir kennara í notkun Canvas og að auki geta kennarar lært á kerfið á netnámskeiði hér.
Algengum spurningum um Canvas er svarað hér.

Upptökur í fjarkennslu  
Kennarar eru eindregið hvattir til þess að taka fyrirlestra upp sérstaklega, fremur en að taka upp fyrirlestra sem fluttir eru í kennslustund. Slíkar upptökur verða oft mjög langar og hljóð- og myndgæðum er oft ábótavant.

Mælt er með því að taka upp nokkur stutt myndskeið í stað lengri myndskeiða. Skírið skrárnar með lýsandi heiti svo auðveldara sé fyrir nemendur að finna þær upptökur sem leitað er að. Hægt er að nota einfalt kerfi eins og t.d. tölustafi fyrir framan heitið svo nemendur sjái í hvaða röð þeir eiga að horfa. Hægt er að gera myndskeið gagnvirk með því að láta nemendur taka þátt í umræðum um efni þeirra, setja t.d. spurningar inn í myndskeiðið sem nemendur þurfa að svara til þess að geta haldið áfram.

Canvas Studio er hugbúnaður sem hentar vel til þess að útbúa skjáupptökur og hefðbundin myndskeið með vefmyndavél. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Canvas Studio

Panopto er hugbúnaður sem hentar vel til þess að taka upp fyrirlestra bæði heima fyrir og í kennslustofu. Forritið er uppsett á tölvum í kennslustofum og einnig er hægt að setja forritið upp á eigin tölvu og taka upp þar sem hentar. Leiðbeiningar um notkun og möguleika er að finna hér.

Panopto

Í Menntasmiðju er upptökuklefi þar sem starfsfólk getur tekið upp kennsluefni í Panopto og Canvas Studio. Bókanir fara fram hér.

Upptökuklefi Menntasmiðju

Í Setbergi eru einnig upptökuklefar þar sem kennarar geta tekið upp kennsluefni í Panopto, Canvas Studio og Audacity. Nánari upplýsingar og bókanir í Setbergi er að finna hér.

Lausnir fyrir fjarfundi

Kennarar geta nýtt sér tvær lausnir til þess að halda fjarfundi:

 1. Microsoft Teams –  Sækja forrit. Boða Teams-fund í Canvas
 2. Zoomsjá leiðbeiningar frá Kennslumiðstöð:

Tækjabúnaður í kennslustofum hefur verið prófaður og starfsmenn skrá sig inn á borðtölvu með notendanafni eða tengja fartölvu sína við HDMI snúru sem liggur á borðinu. Ef skjárinn varpast ekki upp á tjaldið, þarf að velja Windows merki og P á lyklaborðinu. Plastað blað með þessum upplýsingum liggur á kennaraborðinu svo ekki þarf að leggja þetta á minnið. Ég minni á vefmyndavél ofan á snertiskjánum en þið styðjið létt ofan á miðjan skjáinn til þess að fá hana upp fyrir upptöku.

Tölvur í kennslustofum og leiðbeiningar

Nýir starfsmenn eru hvattir til þess að hafa samband við aslaugbj@hi.is og panta tíma til þess að prófa tækin fyrir fyrstu kennslustund eða mæta tímanlega. Það er miði í öllum kennslustofum með símanúmeri UTS, ef ske kynni að tæknin virki ekki sem skyldi. Ef þið þurfið aðstoð við notkun Office forrita, þá er velkomið að bóka fund með Áslaugu (aslaugbj@hi.is) og með Gústavi fyrir upptökur (gustav@hi.is).

Á hverjum mánudegi til og með 28. september, býður Áslaug upp á kennslu á öll helstu forrit sem starfsmenn HÍ hafa aðgang að. Kennslan fer fram á Zoom og hér er slóðin. Þann 17. ágúst verður farið yfir Office OneDrive (skýjaþjónustuna) og spurningar sem þið hafið. Allt starfsfólk er velkomið að fylgjast með og taka þátt. Fræðslan stendur yfir frá 09:00-09:15.


Ógnandi og grófir tölvupóstar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á því að fólk hafi tilkynnt um ógnandi og grófa tölvupósta síðustu daga, þar sem netþrjótar reyna að kúga fé af fólki.

Sendandinn þykist hafa komist í tölvu viðtakanda og hafi yfirtekið tölvuna og náð myndefni af brotaþola að skoða klámsíður. Ef greiðsla í formi rafmyntar berst ekki innan tiltekins tíma þá er því hótað að þessu myndefni af brotaþola verði dreift, og þaðan af verra.

„Það sem gerir þetta sérlega ógnandi er að oft segjast þeir hafa leyniorð viðkomandi og sýna lykilorð sem viðkomandi hefur notað. Við viljum hvetja fólk til að halda ró sinni. Það hefur enginn tekið yfir tölvu ykkar og hótunin er innantóm,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Ná í lykilorð af öðrum síðum

Lögreglan bendir á að þrátt fyrir að netþrjóturinn sýni lykilorð viðkomandi, þá er það líklega frá vefsíðu sem viðkomandi hefur einhvern tíma skráð sig á og þar fá þeir lykilorð, netfang og notandanafn. Þessar upplýsingar eru síðan nýttar til að skapa hræðslu og óhug í þeirri von svindlaranna að fólk bregðist hrætt við og sendi peninga. 

„Það getur verið mjög óþægilegt að fá slíkan póst og valdið uppnámi hjá fólki, enda er pósturinn sniðinn að því að hafa þau hughrif,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Þá bendir lögreglan á góðar venjur í tilfellum sem þessum:

 • Ef þú færð slíkan póst ekki senda peninga. Í raun er best að senda aldrei svindlurum peninga því þeir eru aðeins líklegir til að reyna að þvinga þig til að borga meira.
 • Ef þetta er lykilorð sem þú notar mikið og á viðkvæmum stöðum þá er þér ráðlagt að breyta því. Mælt er með því að fólk noti aðskilin lykilorð á viðkvæmum stöðum, eins og aðgangi að netfangi, samfélagsmiðlum, greiðsluþjónustum heldur það notar almennt á öðrum síðum. Það má koma sér upp einhverju kerfi eins og lykilorðabanka (password manager).
 • Fólki er líka bent á að síðan https://haveibeenpwned.com/ birtir upplýsingar um gagnaleka þar sem fólk getur skoðað hvort að eitthvað tengist netfangi þeirra.

„Ef þið fáið tölvupóst með netsvindli þá megið þið endilega senda hann á cybercrime@lrh.is það gefur okkur færi á að fylgjast með því sem er í gangi og bregðast við því fljótt og vel,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Starfsfólk Menntasmiðju á tímum Covid-19

Kæra samstarfsfólk, starfsfólk Menntasmiðju vinnur að heiman á meðan þetta óvissuástand ríkir og við svörum vefpóstum eins fljótt og auðið er. Ég er með netkennslu frá 9:00-17:00 og tek við bókunum í gegnum Outlook. Vinsamlegast hringið í 669-0274 fyrir frekari upplýsingar.

Fjarnám – myndskeið og streymisveitur:

Streymisveita BHM

UTS-Jóhann Áki fræðsla um Whiteboard og Teams

Bestu kveðjur, Áslaug Björk Eggertsdóttir


Vefpóstur og öryggi

Mikilvægt – Tölvupóstar og öryggi

Tölvupóstar sleppa stundum í gegn þar sem reynt er að fá notendur til að staðfesta netfangið sitt og um leið eru notendur beðnir um lykilorð sitt á ákveðinni vefsíðu. Ef þið hafið fengið þennan póst og farið inn á vefsíðuna og gefið upp lykilorðið ykkar þá breytið því tafarlaust. Í öllum tilvikum skulið þið eyða þessum pósti. Oftar en ekki virðist slíkur vefpóstur koma frá HÍ en er það ekki. Mjög mikilvægt er að vera ávallt á verði gagnvart svona tölvuþrjótum og fylgja ætíð þeim reglum sem sjá má hér: https://ugla.hi.is/sv/vefsv/fretta_yfirlit.php?vid=1&sid=6&view=1&article_id=34494

Important regarding e-mails and safety

If you receive an email where you are told to change your password or information ignore this. If you typed in your password and or information then change it immediately. Always delete these type of emails. E-mail like these are never from us, even though it might look like it is. It is very important to always be skeptical when receiving those type of e-mails. Please read and follow the rules: https://ugla.hi.is/sv/vefsv/fretta_yfirlit.php?vid=1&sid=6&view=1&article_id=34494—————————————————–

Tæknileg vandamál – Þjónustugátt – beiðnakerfi UTS

Nýtt beiðnakerfi er komið í notkun svo fyrir tæknilega aðstoð eða fyrirspurnir þá á slíkt að fara í gegnum www.uts.hi.is/help. Öll samskipti/svör birtast á sama stað eða undir Yfirlit beiðna í þjónustugáttinni. Til þess að stofna beiðni er einnig hægt að senda vefpóst á help [hjá] hi.is. Kerfið er nýtt og þar af leiðandi væri gott að heyra í ykkur ef það er eitthvað sem mætti betur fara.

Notendanöfn og skammtímanotendur

Fyrir stundakennara eða aðra sem ekki hafa notendanafn og lykilorð þarf að sækja sérstaklega um það fyrirfram. Sótt er um notandanafn á Uglu undir Tölvuþjónusta > Notendur > Nýskráning https://ugla.hi.is/vk/thjonusta/form_user_registration.php?sid=1113
Ef um er að ræða gestafyrirlesara eða annan gest sem þarf aðgang að neti og/eða kennslutölvum í stuttan tíma og þarf ekki aðgang að Uglu og pósti er hægt að sækja um skammtímanotanda fyrir eduroam og kennslutölvur fyrir viðkomandi í stað fulls notanda. Þetta gildir líka um utanaðkomandi aðila sem leigja stofur.
Sótt er um skammtímanotanda á Uglu undir Tölvuþjónusta > Umsóknir > Skammtímaaðgangur að þráðlausu neti og tölvuverum https://ugla.hi.is/thjonusta/umsoknir/net/eduroam.php?sid=3611.  Skrá þarf inn nafn og netfang þess sem þarf aðgang og hversu marga daga aðgangurinn á að vara.

Þjónusta við starfsfólk og nemendur

Breyting hefur orðið á hlutverki Eiríks Sigbjörnssonar í tölvuþjónustunni Menntasmiðju við Stakkahlíð. Hann mun leggja áherslu á að aðstoða kennara og aðra starfsmenn í kennslustofum, tölvuverum og fundarrýmum Menntavísindasviðs og ef upp koma tæknileg vandamál með búnað. Hann mun yfirfara tölvur og annan tæknibúnað reglulega til að draga úr vandamálum, með áherslu á stofur sem eru mikið notaðar í kennslu. 

Kennarar og aðrir starfsmenn sem lenda í vandræðum með búnað í kennslustofum, tölvuverum og fundarherbergjum, með upptökur, námsumsjónarkerfi, Uglu, fjarfundarkerfi og fleira sem tengist tæknilegri aðstoð við kennslu eiga að leita til þjónustuborðs kennara í síma 525-5550. Mörg vandamál má leysa í gegnum síma en annars verður Eiríkur eða aðrir starfsmenn Menntasmiðju kallaðir út til að aðstoða. 
Hér eftir mun tölvuþjónustan í Stakkahlíð vera opin nemendum og starfsmönnum á eftirfarandi tímum:
10:00 – 10:30
12:15 – 13:00
15:00 – 15:30
Utan þess tíma mun Eiríkur eingöngu sinna starfsmönnum með áherslu á aðstoð vegna kennslu. Nemendur og starfsmenn geta áfram leitað til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi á milli 8:00-16:00, sími: 525-4222, netfang: help@hi.is.
Starfsmenn geta jafnframt leitað til Halldórs Magnússonar, tölvumanns Menntavísindasviðs, sem er með fasta viðveru í Menntasmiðju á þriðjudögum og fyrir hádegi miðvikudaga og föstudaga. Beiðnir til hans ættu að berast inn í beiðnakerfi UTS á help@hi.is.

Afsláttur fyrir starfsfólk Háskóla Íslands

Eftirfarandi fyrirtæki bjóða starfsmönnum HÍ afslátt við kaup á einkatölvum:

Origo vildarkjör fyrir starfsfólk Háskóla Íslands – origo upplýsingar um vildarkjör fyrir starfsfólk HÍ (.pdf)
Starfsfólki HÍ býðst að kaupa hágæða vörur í netverslun Origo á sérstökum vildarkjörum, hvenær sem þér hentar. Í netverslun Origo er mikið úrval af fartölvum, heyrnartólum, hátölurum, sjónvörpum, myndavélum o.fl. frá framleiðendum á borð við Sony, Canon, Lenovo og Bose. Skráðu þig á netverslun.is og tryggðu þér góðan afslátt.


STOFNA AÐGANG Þú velur þér notandanafn og lykilorð til þess að skrá þig inn. Einnig er mikilvægt að gefa upp vinnunetfangið þitt og vinnustað svo hægt sé að virkja vildarkjörin. Athugaðu að það getur tekið allt að sólarhring frá nýskráningu að virkja afsláttinn. Ath að afslættir eru mismunandi eftir vörum.

Advania: Tengiliður: Ari Sigurðsson/ari.sigurdsson@advania.is, Sími: 440-9104
Dell borð- og fartölvur.
Apple á Íslandi almennt 8% afsláttur fyrir starfsmenn frá listverði á www.epli.is
Ný ljósritunarvél í Múla á 2 hæð

Ný ljósritunarvél í Múla sem allir starfsmenn hafa aðgang að. Til þess að setja upp prentarann á tölvunni ykkar þarf að fara eftir leiðbeiningunum hér. (Veljið stýrikerfi tölvu til þess að fá réttu leiðbeiningarnar).

Hver og einn þarf að vera með aðgangskort sem umsjónamenn geta útvegað ykkur ef þið eigið ekki slíkt nú þegar (Þrymur umsjónamaður). Eftir að þið sendið efni til útprentunar á prentarann þá verðið þið að bera aðgangskortið að lesara á vélinni til þess að prentun hefjist. Leiðbeiningar hanga á veggnum við vélina.

Zoom fyrir fjarfundi og í stað AdobeConnect

Starfsmenn sem vilja nota Zoom vinsamlegast sendið beiðni á help@hi.is og fáið leyfisnúmer til þess að geta notað alla eiginleika forritsins. Forritið er uppsett í öllum skólastofum en einnig er hægt að sækja það hér.
Eftir að þið hafið sótt forritið og keyrt það upp er mælt með að breyta eftirfarandi stillingum: Personal Meeting ID: notið eigið símanúmer. Dæmi: 354-000-0000 og í
Personal Link: notendanafn ykkar. Dæmi: https://zoom.us/my/aslaugbj
Bendið nemendum ykkar á að sækja forritið tímalega og nota heyrnatól með hljóðnema á fundum. Þið eruð nú tilbúin til þess að halda fund og veljið New meeting.
Undir Record er hægt að velja hvort upptaka geymist á OneDrive eða í Documents möppu
á tölvunni ykkar (tvær skrár eru geymdar eða hljóð- og myndskrá).
Ef þið notið Panopto á sama tíma passið þá að rétt námskeið sé valið svo upptakan vistist inn
á rétt námskeið. Hægt er að skipta nemendum í umræðuhópa með því að búa til nokkur herbergi en það kallast Breakout room. 
Ef nemendur ætla að vinna áfram eftir fundinn þá er kennara óhætt að velja
End meeting > Leave meeting.
Undir More er hægt að setja útsendinguna yfir á Facebook/Youtube/Workplace.
Hægt er að læsa fundi undir More > Lock meeting.

Tölvuþjónusta í kennslustofum og Office

Mætið ávallt tímalega í kennslustofur. Ef þið þurfið tæknilega aðstoð hringið þá í þjónustunúmerið 525-5550. Vinsamlegast látið mig eða starfsfólk Menntasmiðju vita ef þessar upplýsingar eru ekki til staðar í kennslustofum. Mikilvægt er að mæta tímanlega í kennslustofur til undirbúnings. Ef þið fáið ekki samband við skjávarpa eða tölva missir tengingu við sjávarpa, er alltaf hægt að velja Windows merkið á lyklaborði og P og velja svo Duplicate. Ef þið þurfið að ræsa skjávarpa með fjarstýringu þá athugið að drægni er ekki jafn góð á öllum fjarstýringum og stundum þarf að fara nær skjávarpa með fjarstýringuna.

Athugið að allir þurfa að skrá sig út (Skrá út)/(Log Off) í lok kennslustundar, svo aðrir komist ekki í persónulegar upplýsingar.  

Myndin sem þið  notið af ykkur á Uglu þarf einnig að færa inn í Office og mikilvægt að allt starfsfólk geri það sem fyrst á Office.hi.is.
Leiðbeiningar:
Smellið á nafnið ykkar efst í hægra horni gluggans, veljið My account > Personal info og Change photo.

Starfsfólk Menntasmiðju:
Áslaug Björk Eggertsdóttir- Verkefnastjóri Menntasmiðju: aslaugbj@hi.is, 525-5941
Eiríkur Sigbjörnsson- Tæknimaður: eisi@hi.is, 525-5936
Gústav Kristján Gústavsson- Upptökur: gustav@hi.is, 525-593
Halldór Magnússon- Tæknimaður: dori@hi.is, 525-5937

A person standing in front of a group of people posing for the camera

Description automatically generated

Sumarfrí Menntasmiðju

Menntasmiðja verður opin til 5. júlí 2019 en Eiríkur verður samt sem áður á skrifstofunni þar til 11. júlí 2019 ef einhver þarf á tæknilegri aðstoð að halda. Áslaug Björk Eggertsdóttir mun svara vefpóstum en kemur aftur til starfa 6. ágúst 2019.

Bestu kveðjur frá starfsfólki Menntasmiðju

Office365 fyrir kennara og nemendur

Með Office365 erum við með eitt sameiginlegt samskiptakerfi fyrir alla notendur HÍ. Með því að allir nota sama samskiptakerfið þá verða ýmis verk mun auðveldari en áður, til dæmis boðun funda og deiling skjala.  Outlook heldur utan um tölvupóst, dagbók, fundarbókanir og tengiliði, Teams er meðal annars notað til að spjalla og halda fjarfundi á meðan unnnið er með sameiginleg skjöl sem mun gera öll samskipti og teymisvinnu auðveldari og skemmtilegri. OneDrive geymir skjöl og gerir deilingu á þeim einfalda. Þar fyrir utan fylgir Office365 pakkanum fjöldinn allur af öðrum hugbúnaði og má þar kannski helst nefna Word, Excel, PowerPoint, OneNote og SharePoint.

Þessa dagana er verið að útbúa leiðbeiningar sem eru sérsniðnar að Háskólanum, eins og til dæmis hvernig á að setja HÍ póstinn upp í síma, hvernig deila má gögnum með samstarfsfélögum og svo framvegis. Þessar leiðbeiningar verða aðgengilegar á vefsíðu UTS.  Þar fyrir utan eru til ítarlegar leiðbeiningar á vef Office365 um notkun á þeim hugbúnaði sem er í boði. Hér er tengill að leiðbeiningum á ensku.

Menntamálastofnun í heimsókn

Starfsfólk miðlunarsviðs Menntamálastofnunar kom í heimsókn í síðustu viku til þess að skoða SMART 6000 skjáina í H-207 og til þess að fá kynningu og leiðsögn um notkun.
Auður Bára Ólafsdóttir leiddi hópinn en hún er ritstjóri í stærðfræði og er aðdáandi þessara tækja eftir að hafa fylgst með notkun þeirra í kennslustundum erlendis og langar nú að
skoða möguleika á þróun námsefnis fyrir skjáina.

Auður Bára, Harpa Pálmadóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Sigríður Wöhler, Sigrún Sóley, Erling Ragnar og Þórhildur Sverrisdóttir.

Nýjustu fréttir eru þær að nú er hægt að samtengja skjáina þráðlaust og unnið er í því að snúrutengja svo samband sé öruggara. Þetta gerir kennsluna auðveldari og skemmtilegri fyrir stóra hópa. Þeir sem ætla að nota þennan möguleika þurfa að koma til mín og setja upp forrit á þá tölvu sem notuð verður við kennslu. Ég býð ennþá upp á einkakennslu fyrir þá sem hafa ekki byrjað að nota skjáina við kennslu eða hafa ekki náð að koma í fræðslu til mín, svo hikið ekki við að senda vefpóst til mín og bóka tíma. Ég mun einnig bjóða upp á hóptíma fljótlega. Ég ráðlegg öllum að sækja Notebook forritið á fartölvuna ykkar og SMART KAPP smáforritið fyrir
snjallsímann, en þessi forrit gera ykkur kleift að nota skjáina á fjölbreyttari hátt en áður.

Gagnleg ókeypis forrit fyrir skapandi kennara

Notkun tölva og snjalltækja ýtir undir breytingar á vinnubrögðum kennara og réttu forritin geta auðveldað nám og starf, auk þess að gera það skemmtilegra. Fyrst og fremst eru það
Office forritin, þar sem starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands hafa ókeypis aðgang að þeim. Margt annað nýtilegt má finna í vefheimum og hér eru nokkrar skemmtilegar og gagnlegar leiðir, sem geta nýst kennurum við skapandi störf. Þessi forrit og vefþjónusta eru gagnleg fyrir bæði stað- og fjarnám. Flest forritin bjóða upp á notkun endurgjaldslaust en mörg þeirra taka gjald þegar notkun er orðin meiri, en bjóða þá líka upp á fleiri valmöguleika.

Hér fyrir neðan getið þið séð stutta kynningu á eftirfarandi forritum: Timetoast, Padlet, Canva, Slideshare, Titanpad, Trello, Mindmeister, Realtimeboard og Amara.

Timetoast er vefsíða sem gerir þér kleift að útbúa tímalínu sem hægt er að deila með öðrum, bæta við vefsíður og nota sömu liti og á vefsíðu. Hægt er að bæta við myndum, tenglum, texta, staðsetningu ofl. Frábært til þessa að kveikja lífi í sögu ákveðins tímaskeiðs.

 

 

 

 

 

 

 

Padlet er rafræn korktafla þar sem hægt er að vinna saman á sameiginlegu svæði.
Hægt er að skrá sig inn sem skóla og er þá hægt að fá aðgang gegn vægu gjaldi.
Einföld og góð leið til þess að deila efni og safna gögnum á einfaldan hátt.
Mælt er með því að nota Stream sniðið fyrir útlit. Þú getur skráð þig inn
með Google og Facebook aðgangi eða stofnað nýjan aðgang með Padlet
sem ég mæli með að gera. Padlet
Canva er sem býður upp á mikið af tilbúnu efni sem hægt er að nýta, eða
búa til nýtt. Hægt er með einföldum hætti að búa til boðskort, auglýsingar,
plaköt, kynningar og dreifibréf. Hægt er að deila hönnun ykkar með öðrum
á samfélagsmiðlum eins og Facebook, In share og Tweet eða vista hana til
útprenntunar. Boðið er upp á kennsluefni fyrir kennara á síðunni og hægt
er að prófa sig áfram á meðan farið er eftir myndrænum leiðbeiningum.

Canva hönnun
Slideshare er vefsíða þar sem hægt er að skoða efni frá öðrum og deila glærum,
myndskeiðum, myndum og skjölum með notendum. Hentar vel fyrir þá sem vilja
kynna sig og starf sitt á alþjóðavettvangi. Í hverjum mánuði er hægt að spjalla við
aðra um málefni sem sett eru fram og með þátttöku færðu fleiri til að skoða
áhugasvið og birtingar þínar á síðunni. Nemendur geta nýtt sér vefinn bæði til að
nálgast það efni sem kennarinn ákveður, en einnig til þess að skoða hvað er í boði
á vefnum og þannig nálgast ýtarefni. Innskráning er óþörf en til þess að fá fulla
virkni þarf að skrá sig.

Slideshare
Piratepad er vefsíða þar sem þú og fleiri getið notað sömu minnisblokkina til þess að rita upplýsingar og vinna að sameiginlegu verkefni. Ekki þarf að skrá sig inn og hægt er að
nota spjallglugga á sama tíma. Áður en notendur rita inn í blokkina þurfa þeir að rita inn
nafn sitt og fá ákveðinn lit til þess að hægt sé að greina á milli notenda eða upp í 8
notendur. Hver lína er númeruð og því auðvelt að finna atriði til umræðu.

 

 

 

 

Trello er ókeypis verkefnastjórnunarkerfi sem ekki þarf að hlaða niður þar sem því er
stjórnað í vafra. Trello er einfalt og sveigjanlegt fyrir verkefna- og skipulagsvinnu.
Með Trello verður auðveldara að halda mörgum verkefnum í gangi í einu og hafa
góða yfirsýn yfir verkefnin. Hægt er að vinna með marga hópa og úthluta þeim
tímasett verkefni (e. cards), halda utan um minnisatriði og huga að tímaáætlunum.
Hægt er að sækja smáforritið líka á snjalltækið. Mjög sniðugt í teymisvinnu.
Öll gögn sem notendur setja inn í Trello eru geymd miðlægt á netinu þar sem
notendur geta í netsambandi ávalt nálgast gögnin sín. Notendur geta tengt netlæg
skjöl við Trello og notendur fá tilkynningu um breytingar í tölvupósti og í gegnum smáforritið/vafrann.

Mindmeister er gagnlegt forrit til þess að útbúa hugarkort (e. mind map).
Hugarkort eru notuð vegna þess að oft er auðveldara að ná utan um efnið
með myndrænum hætti.

 

 

 

 

 

 

 

Realtimeboard er skemmtilegt forrit sem leyfir mörgum að vinna saman á
sameiginlegum stað. Hægt er að bæta við myndum, skjölum, skilja eftir
skilaboð og margt fleira.

 

 

 

 

 

 

 

 

Amara gerir notendum kleift að setja inn texta við hvaða myndskeið sem er.
Bæði er hægt að setja inn titla og þýðingar.

Gagnamyndavél að gjöf frá Varmás

Ólafur Sigurðsson eigandi Varmás hefur
gefið Menntavísindasviði SMART gagnamyndavél. Myndavélina er auðvelt að færa á milli kennslustofa og gerir kennsluna skemmtilega. SMART skjáirnir í H-207 hafa þegar gagnast fjölmörgum kennurum á sviðinu og er þetta því skemmtileg viðbót og frábær jólagjöf til sviðsins!

Hér eru upplýsingar um gagnamyndavélina (SMART Document camera) en hún er skemmtilega leið fyrir nemendur til þess að skoða, rannsaka og skilja betur námsefnið. Auðvelt er að tengja Notebook forritið við gagnamyndavélina og skoða 3D myndir með kubbnum sem fylgir vélinni.

Þeir sem hafa áhuga á að skoða og prófa vélina eru velkomnir til mín í Menntasmiðju þar sem hún verður geymd allavega fyrst um sinn.

Einnig langar mig að nýta tækifærið og benda ykkur á að ykkur er enn velkomið að fá sýnikennslu á notkun SMART skjáa í H-207 með því að senda mér beiðni í vefpósti.

Hér er notkun gagnamyndavélarinnar útskýrð á upplýsingatækni sýningunni BETT í London.

 

 

Opnun skólastofu 21. aldar og kennsla fyrir starfsfólk

Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Menntakvika, var sett við hátíðlega athöfn á Alþjóðadegi kennara þann 5. október 2017. Við sama tilefni var skólastofa 21. aldarinnar, tekin formlega í notkun.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, fluttu ávörp við setninguna og töluðu m.a. um að stórauka þurfi fjárframlög ríkisins til menntamála, nauðsynlegt sé að bregðast við manneklu í leik- og grunnskólum og tryggja að öll börn hafi aðgang að frístundastarfi.

Jón Atli sagði hlutverk Háskóla Íslands að þjóna íslensku samfélagi og er stuðningur og samstarf við íslenskt menntakerfi meðal okkar brýnustu viðfangsefna en ávarp rektors má nálgast í heild sinni hér.

Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tók einnig til máls og talaði sérstaklega um góða samvinnu KÍ og Menntavísindasviðs í gegnum tíðina. Mikilvægt væri að leggja ríka áherslu á kennaramenntun á komandi árum og efla rannsóknir á íslensku skólastarfi.

Að lokum var skólastofan kynnt fyrir gestum og sá tækjabúnaður sem er að finna í kennslurýminu. Í vinnu starfshóps skólastofu 21. aldar var lögð áhersla á að rýmið myndi endurspegla fjölbreytni í kennsluháttum og sveigjanleika þar sem Menntavísindasvið sinnir bæði stað- og fjarnemum. Tæknin er hugsuð sem stuðningur við kennara og nemendur og er ætlað að styðja við samstarf og samskipti. Í stofunni eru tveir 75″ SMART-skjáir úr 6000 seríu SMART, auk hreyfanlegrar SMART-tússtöflu. Notebook-forritið sem fylgir SMART-skjáum auðveldar kennurum að fylgjast með samstarfi nemenda og býður upp á utanumhald við kennslu og einkunnagjöf á einum stað. Stofan er jafnframt búin fjölbreyttum húsgögnum, upphækkanlegum borðum og stólum sem hannaðir eru m.t.t. réttrar líkamsbeitingar.

Í starfshópnum sem Anna Kristín Sigurðardóttir leiddi voru m.a. Áslaug Björk Eggertsdóttir, Svava Pétursdóttir, Brynja Halldórsdóttir, Kristín Lillendahl, Tryggvi Thayer og fulltrúi nemenda Jónína Margrét.

Í framhaldinu verður þjálfun fyrir starfsfólk á eftirfarandi tímum í H-207:

11/10 miðvikudagur kl. 14:50-16:00

16/10 mánudagur kl. 10:00-11:30

19/10 fimmtudagur kl. 11:30-12:30.

SMART þjálfun starfsfólks

Við fengum til okkar í heimsókn tvo sérfræðinga í SMART tækni eða þá Peter Claxton og Richard Bradley. Þeir hafa leiðbeint okkur síðustu tvo daga um notkun gagnvirku skjáa og það gleður mig mikið að tilkynna ykkur að við
höfum nú eignast 11 sérfræðinga á sviðinu í notkun nýju SMART skjáa í stofu H-207. Sérfræðingar okkar eru:

 • Anna Sigríður Ólafsdóttir annaso@hi.is
 • Tryggvi Thayer tbt@hi.is
 • Brynja Halldórsdóttir brynhall@hi.is
 • Kolbrún Pálsdóttir kolbrunp@hi.is
 • Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir sh@hi.is
 • Amalía Björnsdóttir amaliabj@hi.is
 • Anna Kristín Sigurðardóttir aks@hi.is
 • Karen Rut Gísladóttir karenrut@hi.is
 • Jón Yngvi Jóhannson jonyngvi@hi.is
 • Freyja Hreinsdóttir freyjah@hi.is

    Við viljum að allir sem kenna í H-207 byrji að nota þessa tækni sem fyrst og mun ég því bjóða ykkur stutt námskeið á næstu vikum.

Vinsamlegast sækið Notebook við fyrsta tækifæri og skoðið kennsluefnið sem er í boði á SMART Technologies síðunni.

Kennararnir mæltu sérstaklega með eftirfarandi kennsluefni:

SMART Digital Educator (SDE) – Provides foundational skills to use SMART solutions in your classroom.

SMART Digital Champion (SDC) – Provides theory and examples to incorporate SMART software solutions into classroom strategy.

SMART Certified Trainer (SCT) – Provides the steps to become a SMART Certified Trainer for your school, district, region.

 

Save

Save

Save