Adobe Connect

Háskóli Ísland hefur í samvinnu við Reiknistofnun HÍ ákveðið að taka í notkun fjarfundakerfið Adobe Connect.

Kennarar við Menntavísindasvið hafa verið að prófa sig áfram með kerfið um nokkurt skeið og hafa góða reynslu af notkun þess. Löng reynsla er einnig komin á notkun Adobe Connect við ýmsa háskóla á Norðurlöndum. Kerfið er opið öllum þeim sem eru með HÍ notendanafn og hentar öllum sem þurfa á fjarfundi að halda hvort sem er með nemendum sínum eða samstarfsfólki.

  • Hróbjartur Árnason leiðir innleiðingu hér á Menntavísindsviði ásamt all fjölmennu teymi fóks, m.a. úr röðum kennara.
  • Aðgangur háskólaborgara að Adobe Connect er að finna á þessari slóð https://c.deic.dk/.
  • Notendanafn og lykilorð við Háskóla Íslands veitir aðgang að kerfinu.

Leiðbeiningar

Á þessum vef má finna leiðbeiningar við notkun Adobe Connect.

Bentu á fyrirsögnina “Adobe Connect” efst á síðunni til að fá efnisyfirlit yfir leiðbeiningarnar. Sumar fyrirsagnir hafa undirfyrirsagnir sem birtast þegar bent er a þær.

Nokkur dæmi:

 Verkstæði og vefstofur

Reglulega verða í boði verkstæði og vefstofur þar sem kennarar og aðrir geta komið með fartölvur sínar og fengið leiðbeiningar og aðstoð við það að komast í gang með það að nota fjarfundakerfið.

Maður á mann

Kennarar geta haft samband við Hróbjart eða Menntasmiðjufólk til að fá leiðbeiningar um afmörkaða þætti notkunar Adobe Connect.

Sjá nánari leiðbeiningar

Aðfengið stuðningsefni