Daily Archives: 23/09/2015

Hópavinna í fjarfundum

hopavinna2

Hér má sjá eina útgáfu af útsendingu. Hér eru þrír hópar að vinna í kennslustofu og aðeins einn á línunni (sést á skjánum) textinn snýst meira um það þegar enn fleiri eru á línunni og það þarf að skipta hópnum sem er í fjarfundakerfinu í marga hópa.

Nú þegar staðlotur eru búnar erum við mörg að prófa okkur áfam með leiðir til að eiga gagnlega og merkingarbæra fundi með nemendum okkar á milli staðlota, enda hittum við þau í mun styttri tíma á staðlotum en undanfarin ár.

Sum okkar spyrjum okkur hvernig er gagnlegt að nota tímann með nemendum. Ef við erum t.d. búin að taka upp fyrirlestra og leggja fyrir alls konar verkefni, er ástæða til að bjóða upp á umræður. En ef við erum með 15-50 manns á línunni í fundarherbergi verður lítið um gagnlegar umræður. Því er ekki úr vegi að bjóða upp á hópavinnu. Adobe Connect býður upp á þann möguleika að skipta þátttakendum í minni hópa og deifa þeim í hópvinnusvæði eða “Breakout Room”. Með því að nota þau getum við byrjað fund með nemendum og lagt inn eitthvert umræðuefni, skipt nemendum í hópa í Adobe Connect þar sem þau vinna saman 3-5 í hóp í 10-30 mínútur og koma svo saman aftur í fundarherberginu til að gefa skýrslur um niðurstöðu hópavinnunnar.

Í Adobe Connect geta þátttakendur verið í mynd og talað saman með aðstoð hljóðnema, þeir geta skrifast á og jafnvel skrifað fundargerð á þa til gerð verkfæri í Adobe Connect.

Vilji maður betri samvinnutæki þar sem niðurstaðan er aðgengileg síðar er hæat að nota vefþjónustur sem bjóða upp á að þátttakendur séu allir að vinna í sama skjalinu á sama tíma. Þar koma Google Docs, Microsoft Office 365 fyrst í huga, en svo eru til skemmtilegar þjónustur sem bjóða upp á n.k. óendanlega stórar töflur sem notendur geta skrifað á, póstað myndum, myndskeyðum og öðru efni. Mér hefur reynst vel að nota hugarkort við svona vinnu, nemendur eiga mjög auðvelt með að læra að nota þessi tól og þurfa aldrei neina tilsögn