Tag Archives: Adobe Connect

Hópavinna í fjarfundum

hopavinna2

Hér má sjá eina útgáfu af útsendingu. Hér eru þrír hópar að vinna í kennslustofu og aðeins einn á línunni (sést á skjánum) textinn snýst meira um það þegar enn fleiri eru á línunni og það þarf að skipta hópnum sem er í fjarfundakerfinu í marga hópa.

Nú þegar staðlotur eru búnar erum við mörg að prófa okkur áfam með leiðir til að eiga gagnlega og merkingarbæra fundi með nemendum okkar á milli staðlota, enda hittum við þau í mun styttri tíma á staðlotum en undanfarin ár.

Sum okkar spyrjum okkur hvernig er gagnlegt að nota tímann með nemendum. Ef við erum t.d. búin að taka upp fyrirlestra og leggja fyrir alls konar verkefni, er ástæða til að bjóða upp á umræður. En ef við erum með 15-50 manns á línunni í fundarherbergi verður lítið um gagnlegar umræður. Því er ekki úr vegi að bjóða upp á hópavinnu. Adobe Connect býður upp á þann möguleika að skipta þátttakendum í minni hópa og deifa þeim í hópvinnusvæði eða “Breakout Room”. Með því að nota þau getum við byrjað fund með nemendum og lagt inn eitthvert umræðuefni, skipt nemendum í hópa í Adobe Connect þar sem þau vinna saman 3-5 í hóp í 10-30 mínútur og koma svo saman aftur í fundarherberginu til að gefa skýrslur um niðurstöðu hópavinnunnar.

Í Adobe Connect geta þátttakendur verið í mynd og talað saman með aðstoð hljóðnema, þeir geta skrifast á og jafnvel skrifað fundargerð á þa til gerð verkfæri í Adobe Connect.

Vilji maður betri samvinnutæki þar sem niðurstaðan er aðgengileg síðar er hæat að nota vefþjónustur sem bjóða upp á að þátttakendur séu allir að vinna í sama skjalinu á sama tíma. Þar koma Google Docs, Microsoft Office 365 fyrst í huga, en svo eru til skemmtilegar þjónustur sem bjóða upp á n.k. óendanlega stórar töflur sem notendur geta skrifað á, póstað myndum, myndskeyðum og öðru efni. Mér hefur reynst vel að nota hugarkort við svona vinnu, nemendur eiga mjög auðvelt með að læra að nota þessi tól og þurfa aldrei neina tilsögn

 

Svona nota ég Adobe Connect

AC-Utsending

Á námskeiðinu Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra, sem ég kenni í vetur, mun ég nota Adobe Connect í vikulega veffundi; 1 1/2 klst. fundi í Stakkahlíð með þátttöku fjarnema í gegnum Adobe Connect.

Á veffundi reyni ég að hafa tvær myndavélar í gangi í stofunni: Yfirleitt er myndavél með hljóðnema á kennaratölvunni sem tekur mynd yfir kennslustofuna og svo hef ég fartölvu við fundarborð þannig að myndavélin á henni taki mynd af mér, ég hef slökkt á öllu hljóði á fartölvunni. Svo bið ég nemendurna á linunni að vera í mynd, þannig að allir þátttakendur fundarins að sjást á skjámynd Adobe Connect, sem ég varpa upp á tjald.. Mér finnst muna mikið um að fundargestir í Stakkahlíð sjái þátttakendurna sem eru á línunni, þannig myndast betri tilfinning fyrir öllum hópnum.
ACVeffundur3
Ef við viljum nota glærur, hlöðum við þeim oftast upp í Adobe Connect, þá varpar skjávarpinn bæði glærum OG myndium af þátttakendum upp á vegg. Og við fáum betri tilfinningu fyrir því að við séum öll saman í þessu, fjarnemarnir á línunni og við sem erum í kennslustofunni.
Ef við viljum nota einhver önnur gögn, þá deilum við gjarnan skjánum (Share my screen) á kennaratölvunni. Í því tilfelli varpast aðeins mynd af vefnum, hugarkortinu, glærunni eða skjalinu sem við erum að vinna í, upp á tjaldið og þeir sem eru í stofunni sjá ekki lengur þá sem eru á línunni.
Við reynum að stoppa af og til og fá þá sem eru á línunni til að taka til máls, varpa fram spurningum eða bregðast við. Stundum er einhver þeirra með kynningu á afmörkuðu þema.
Fyrir þetta námskeið vel ég gjarnan þetta veffundarform, þar sem sumir nemendur eru á staðnum og aðrir á línunni, einmitt til þess að koma til móts við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og vilja gjarnan hitta aðra nemendur og kennara reglulega. Gallinn við þáað form er að þeim sem eru á línunni finnst þeir stundum vera aðeins fyrir utan. Vefstofuformið, þar sem allir eru á línunni, hver við sína tölvu, hefur þann kost að allir standa jafnfætis. Vesfstofur eru líka auðveldari fyrir kennarann, þar sem hann getur einbeitt sér að því sem er að gerast á skjánum. En þegar maður er að senda út það sem gerist í kennslustofu er athyglin á tveimur hópum, og það er þá skiljanlega meira stress á kennaranum. Leið til að minnka það stress er að deila ábyrgðinni, með samkennara, eða nemanda. Ég hef verið að gera tilraunir með að fá nemendur til að axla ábyrgð á tæknimálunum, það er að þróast. Sjá leiðbeiningar sem ég er að vinna í.
Vonandi gefa þessar pælingar þér einhverjar hugmyndir. Ég er að vinna í því að skrifa lýsingar á nokkrum ólíkum sviðsmyndum, sjá hér.

Við hjálpum þér af stað…

Næstu þrjár vikurnar bjóðum við upp á dagleg verkstæði fyrir þá sem vilja komast af stað með að nota Adobe Connect.

ACMobile-Learning
Á verkstæðunum hjálpum við ykkur að búa til fundarherbergi í Adobe Connect, stilla hljóð og mynd o.s.frv.
Við förum yfir helstu möguleika við notkun Adobe Connect og bjóðum upp á samtal um notkun AC í kennslu allt eftir aðstæðum og þátttakendum.
Á vef menntasmiðju eru skriflegar leiðbeiningar: Smelltu á Adobe Connect á valstikunni hér fyrir ofan í miðjunni.